Verkefnin okkar

VfSt - Drupal 9 uppfærsla & nýir eiginleikar
Verlag für Standesamtswesen GmbH (VfSt) fól 1xINTERNET að uppfæra vefsíðu sína í Drupal 9. Fyrir utan nýja hönnun var leitin fínstillt og nýjum eiginleikum bætt við.

Umwelttechnik BW GmbH - Fjölsíðulausn
UTBW er ríkisstofnun sem starfar á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar. Stofnunin heldur úti mörgum vefsíðum og vildu stýra þeim öllum í einu kerfi.

AuPairWorld - Gagnaflutningur í Drupal
AuPairWorld er stærsti Au Pair vettvangur á netinu. Kominn var tími að uppfæra síðuna í Drupal 9 sem var nauðsynlegt skref í síbreytilegu stafrænu umhverfi.

Unity Blog - Fjöltyngt blogg
Unity blog er vinsælt, gagnvirkt blogg sem heyrir undir Unity Technologies, framleiðendur Unity tölvuleikjahugbúnaðarins. Unity vildu samstilla alla veftengda tækni innan fyrirtækisins og þurfti því að uppfæra bloggið.

Schwaketenbad - Endurgerð vefsíða með 1xDXP
Schwaketenbad er innisundlaugarsvæði í Konstanz, Suður-Þýskalandi. Árið 2015 brann þessi vinsæli vatnsleikvöllur til grunna og enduruppbygging svæðisins tók 7 ár. Þegar laugin var opnuð á ný þurfti Schwaketenbad nýja, uppfærða vefsíðu.

EIT Health - Community Platform
EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett á fót ýmis verkefni sem kölluð eru Knowledge and Innovation Communities (KICs). EIT Health er eitt þeirra og var stofnað árið 2015.

Schwabe Group - Fjölsíðulausn
Schwabe hópurinn samanstendur af nokkrum mismunandi tengdum fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaðinum starfandi á 16 mörkuðum. Þar sem fyrirtækið stóð frammi fyrir ýmsum vandamálum var sú ákvörðun tekin að þróa fjölsíðulausn og þar komum við hjá 1xINTERNET inn.

HEICO SPORTIV - Rafræn viðskiptalausn
HEICO SPORTIV er leiðandi birgir Volvo aukahluta og er með alþjóðlegt dreifikerfi. HEICO vildi stækka B2B verslun sína í B2C vefverslun sem uppfyllir væntingar rafrænna viðskiptanotenda í dag.

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn - Skalanleg hýsing
Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er alþjóðlegt sameiningarátak leitt af Alþjóðakrabbameinssamtökunum (UICC) og á sér stað 4. febrúar hvers árs um allan heim. Síðan 2020 hefur 1xINTERNET verið stoltur samstarfsaðili samtakanna og tekið þátt í að byggja, bæta og viðhalda worldcancerday.org

Háskóli Íslands - Fjölsíðulausn
1xINTERNET hefur, ásamt þróunarteymi Háskóla Íslands, byggt dreifikerfi sem þjónar skólanum, kennurum og mismunandi deildum, stofnunum og rannsóknarsíðum. Þar sem háskólinn keyrir um 300 vefsíður var það þeirra ósk að halda viðhaldskostnaði í lágmarki og hafa góða yfirsýn.