Verkefnin okkar

Heimssamtök skátahreyfinga - Fjöltyngd CMS lausn
Í Heimssamtökum skátahreyfinga (WOSM) eru yfir 170 aðildarfélög og rúmlega 50 milljónir skáta sem eru staðsettir víðsvegar um heiminn. 1xINTERNET uppfærði vefsíðu samtakanna og bjó til glæsilegan fjöltyngdan vettvang í Drupal 9 með notkun 1xCMS lausnarinnar.

Miklaborg - Ný vefsíða
Miklaborg er ein stærsta fasteignasala á Íslandi. Fyrirtækið hefur stækkað ört síðustu ár og því var kominn tími á að uppfæra vefsíðuna. Ný vefsíða Mikluborgar var byggð á 1xDXP lausninni okkar og inniheldur öfluga leitarvél, nýtt og betrumbætt notendaviðmót og samþættingu við vefþjónustur.

Bókmenntaborgin - Hauslaus CMS lausn
Bókmenntaborgin er vettvangur sem er viðhaldið af Reykjavíkurborg og Borgarbókasafni. Vefurinn kynnir menningararf borgarinnar, þar er að finna upplýsingar um ýmsa viðburði og íslenskar bókmenntir. 1xINTERNET sá um uppfærslu, vefurinn fékk nýtt útlit og að auki var notendaupplifun bætt.

Eldum Rétt - Hauslaus Drupal Commerce lausn
Eldum Rétt er íslenskt fyrirtæki sem býður viðskiptavinum upp á matarpakka og heimsendingu. Vefsíðan þeirra er byggð með hauslausri Drupal Commerce-lausn og React Native App. Hugmyndin er að bjóða upp á mjög sveigjanleg og fjölbreytt tilboð fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og að hægt sé að gera pantanir og breyta þeim á vefsíðunni eða í appinu.

VfSt - Drupal 9 uppfærsla & nýir eiginleikar
Verlag für Standesamtswesen GmbH (VfSt) fól 1xINTERNET að uppfæra vefsíðu sína í Drupal 9. Fyrir utan nýja hönnun var leitin fínstillt og nýjum eiginleikum bætt við.

Umwelttechnik BW GmbH - Fjölsíðulausn
UTBW er ríkisstofnun sem starfar á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar. Stofnunin heldur úti mörgum vefsíðum og vildu stýra þeim öllum í einu kerfi.

AuPairWorld - Gagnaflutningur í Drupal
AuPairWorld er stærsti Au Pair vettvangur á netinu. Kominn var tími að uppfæra síðuna í Drupal 9 sem var nauðsynlegt skref í síbreytilegu stafrænu umhverfi.

Unity Blog - Fjöltyngt blogg
Unity blog er vinsælt, gagnvirkt blogg sem heyrir undir Unity Technologies, framleiðendur Unity tölvuleikjahugbúnaðarins. Unity vildu samstilla alla veftengda tækni innan fyrirtækisins og þurfti því að uppfæra bloggið.

Schwaketenbad - Endurgerð vefsíða með 1xDXP
Schwaketenbad er innisundlaugarsvæði í Konstanz, Suður-Þýskalandi. Árið 2015 brann þessi vinsæli vatnsleikvöllur til grunna og enduruppbygging svæðisins tók 7 ár. Þegar laugin var opnuð á ný þurfti Schwaketenbad nýja, uppfærða vefsíðu.

EIT Health - Community Platform
EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett á fót ýmis verkefni sem kölluð eru Knowledge and Innovation Communities (KICs). EIT Health er eitt þeirra og var stofnað árið 2015.