Drupal Hýsing
Áreiðanlegur hýsingaraðili er forsenda þess að byggja afkastamikla vefsíðu. Sérhvert vefverkefni þarf hraðvirka og áreiðanlega hýsingarlausn til að tryggja bestu notendaupplifunina. Hjá 1xINTERNET veitum við viðskiptavinum okkar bestu hýsingu í sínum flokki fyrir öll Drupal vefverkefni: allt frá litlum einföldum vefsíðum til flókinna lausna fyrir fjölsíðukerfi. Allar vefsíður sem hýstar eru á innviðum okkar eru stilltar til að skila afkastamikilli, öruggri og áreiðanlegri stafrænni upplifun.
Hraðari markaðssetning með Drupal hýsingarlausn
Hýsingin okkar er áhrifarík lausn til að skila afkastamikilli, öruggri og áreiðanlegri stafrænni upplifun. Lausnin dregur verulega úr "time-to-market" og viðskiptakostnaði. Vefhýsingarlausnin okkar er sérhönnuð fyrir Drupal verkefni og hún býður upp á nútímalega innviði, sjálfvirkt þróunarverkflæði sem flýtir fyrir útgáfuferli hugbúnaðar, öflug afköst og öryggiskerfi, auðvelda vefsíðustjórnun, eftirlit allan sólarhringinn allan ársins hring og stuðning frá faglærðu DevOps teymi. Með okkar hjálp getur fyrirtækið þitt vaxið og fullnýtt alla nútímatækni sem í boði er.
Innviðir okkar og vinnuflæði fyrir stöðuga samþættingu og afhendingu


Helstu eiginleikar vefhýsingarlausna okkar
Vefsíður hýstar af 1xINTERNET eru keyrðar á sýndarvélum (e. virtual machines) eða sérstökum vélbúnaði. Allir netþjónar hafa eftirfarandi eiginleika:
Leifturhraður viðbragðstími
1xHýsing tryggir leifturhraðan viðbragðstíma fyrir allar vefsíður og býður auk þess upp á háþróaða skyndiminnis-virkni (e. caching mechanisms) - Memcache/Redis og möguleikann á samþættingu skyndiminnis fyrir edge afhendingu.
Drupal-optimized software-stack
Allir okkar netþjónar eru byggðir á "Drupal-optimized software-stack", sem inniheldur aðskilin umhverfi (Live, Stage, Test), stöðuga samþættingu og afhendingarinnviði (sjálfvirkar uppfærslur) and Solr/ Elastic search bakendatilvik.
Skalanleiki
Drupal hýsingarlausnir okkar eru byggðar á skalanlegum sýndarþjónum, "optimized bare metal servers" eða sérsniðnum HA (e. high availability) lausnum. Hægt er að auka við auðlindir eftir þörfum (CPU, vinnsluminni, diskapláss).
Mikið öryggi
Hýsingarlausnirnar okkar eru dulkóðaðar og bjóða upp á öruggt gagnaflutningskerfi; sjálfvirkar öryggisuppfærslur og verndarþjónustu gegn spilliforritum, öryggisrofi og DDoS árásum.
Áreiðanleiki
Dagleg öryggisafrit utan síðunnar af gagnagrunnum, skrám og frumkóða, þar á meðal vikuleg skjáskot af umhverfi síðunnar (e. environment). Öll kerfi eru að fullu afrituð og varðveitt í að minnsta kosti eina viku. Til viðbótar eru stærri öryggisafrit tekin og geymd í lengri tíma.
Framboð
99,95% afnotatími (e. uptime) og 24/7 vöktun á neti og innviðum til að tryggja hámarksafköst netþjónanna og bestu notendaupplifunina, jafnvel meðan á mikilli umferð stendur.
Vörumerki sem nota 1xHýsing






Samstarfsaðilar okkar og áreiðanlegir Drupal hýsingaraðilar
Frammistaða vefsíðu þinnar, öryggi og áreiðanleiki fer eftir þjónustunni sem þú velur. Hjá 1xINTERNET reynum við alltaf að finna bestu lausnina fyrir Drupal verkefnið þitt. Öflugt samstarf okkar við bestu Drupal hýsingaraðilana, svo sem Acquia, Pantheon og Platform.sh, hjálpar okkur að ná þessu markmiði og uppfylla allar viðskiptakröfur þínar.



Hýsingarlausn sérsniðin að Drupal, byggð á AWS Cloud Platform.
Afkastamikil hýsingarlausn byggð á Google Cloud Platform.
Hýsingarlausn fyrir stórfyrirtæki sem styður við mismunandi ský: AWS, Azure, Google, etc.