React þróun

Öflug og gagnvirk vef- og farsímaforrit

Framendaþróun með React

React er mjög góður kostur þegar kemur að því að þróa nýjan framenda. React er leiðandi tækni á sviði framendaforritunar. Við vinnum bæði með ReactJS og React Native til að skapa einstaka notendaupplifun og búa til áreiðanlegar lausnir fyrir bæði vef- og farsímaforrit.

Ræðum þínar hugmyndir

ReactJS vs. React Native

React þjónustan okkar hjálpar þér að ná þínum markmiðum

React forritun

Það er ekki svo rosaleg áskorun lengur að búa til afkastamikil vef- og farsímaforrit með frábæra notendaupplifun. ReactJS og React Native sérfræðingarnir okkar gera þér kleift að nýta alla þá möguleika sem tæknin býður upp á og geta búið til framsæknar hágæða lausnir sem eru sérsniðnar að þínum þörfum.

Tölvuskjár með React logó

React samþætting

Við höfum hóp forritara sem sérhæfa sig í React og geta veitt þér samþættingarlausnir með notkun vefþjónusta (API's) sem tengja fyrirtækið þitt við önnur söfn og utanaðkomandi forrit. Við varðveitum gögnin þín og aukum afköst fyrirtækisins.

React logo tengt með öðrum kerfum

ReactiveSearch

React forritararnir okkar nota ReactiveSearch og samþætta við ElasticSearch bakenda til þess að byggja ofurhraða, skalanlega leitarupplifun. Við innleiðum, fínstillum og bætum leitina þína með sérhönnuðum fyrirspurnum (e. queries) og þemum.

Meira um leitarkerfi

Leitarstika sem sýnir ReactiveSearch

React stuðningur

Við bjóðum upp á þjónustu frá A til Ö og stuðning fyrir allar vefeignirnar þínar sem eru byggðar í React. Við tryggjum að forritin séu stöðug, öflug og í samræmi við bestu starfsvenjur React þróunar.

Tákn sem merkir React support þjónustur

Verkefni byggð með React

Kostir þess að nota React í vefþróun

Design-first nálgun

React er frábær kostur þegar kemur að því að búa til einstök notendaviðmót þar sem tæknin byggir á hönnunarmiðaðri nálgun (e. design-first approach) og endurnýtanlegum íhlutum.

Endurnýtanlegir íhlutir

React strúktúrinn er "component-based", þ.e.a.s. hann byggir á íhlutunum. Þetta einfaldar samþættingu og viðhald.

Hröð rendering

Einn helsti styrkleiki React er hraði renderingar sem stafar af notkun virtual DOM (Document Object Model).

Afkastageta

Einfalt forritunarlíkan React styður við sjálfvirkar stöðubreytingar (e. automatic state changes( þegar gögn eru uppfærð, sem styttir viðbragðstíma og tryggir mikil afköst.

Stöðugleiki kóða

React notar svokallað "downward" gagnaflæði (e. data flow). Til þess að breyta einhverjum hlut (e. object), breytir forritari stöðu (e. state) viðkomandi hlutar. Þessi strúktúr gagnabindingar (e. data binding) gerir kóðann stöðugan.

Sveigjanleiki

React er skalanleg tækni og sveigjanlegt tól í þróun. Hægt er að nota React til að byggja viðmót þvert yfir mismunandi vettvanga.

Einfaldleiki

Íhlutir (e. components) eru smíðaðir í "one-way" gagnabindingarstrúktúr (e. data binding structure). Auðvelt er að prófa og viðhalda kraftmiklum eiginleikum sem eru byggðir í React.
 

SEO-vænt

React er leiðandi í kraftmiklum og móttæknilegum notendaviðmótum. Í samanburði við aðra tækni er React "lightweight", sem tryggir hraða renderingu og dregur úr hleðslutíma (e. loading time) forrita.

Öflugur Drupal bakendi fyrir forrit þróuð í React

React framendi með Drupal bakenda er öflug samsetning. 1xINTERNET hefur þekkingu og reynslu sem nýtist þér við samsetningu React framenda og hauslauss Drupal bakenda. Þannig getur þú búið til afkastamikil, móttækileg og gagnvirk vef- og farsímaforrit.

Meira um Drupal þróun

Tvö púsl: Reach og Drupal

Önnur þjónusta

Þróun sérsniðinna farsímaforrita

Þróunarvinna fyrir síma app fyrir þitt fyrirtæki.

Meira um þróun farsímaforrita

Gervigreindar forrit

Sérsniðin gervigreind forrit fyrir skilvirka og grípandi stafræna upplifun.

Meira um gervigreind forrit

Leitarupplifun

Öflug leitarvél sem er byggð með Elastic og React tækni.

Meira um leitarkerfi