VfSt - fínstillt e-commerce lausn

Atvinnugrein
Smásala
Lausn
Vefverslanir
Tækni
Drupal, Apache Solr

ÁSKORUNIN

VfSt er leiðandi útgefandi á sviði hjúskaparmála og það var kominn tími á að taka vefsíðu stofnunarinnar í gegn, betrumbæta e-commerce lausnina og einfalda þannig kaupferlið á síðunni. Leitin á síðunni var ekki tengd við upplýsingarnar í bakendanum, leitarniðurstöður voru því ófullnægjandi og það þurfti að auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.

LAUSNIN

Vefsíðan var flutt úr “proprietary” kerfi yfir í opna hugbúnaðinn Drupal með það að markmiði að draga úr kostnaði til langs tíma. Gerð var ný hönnun, með fínstilltri leit, til að bæta upplifun notenda og auðvelda aðgengi að efni. Drupal Commerce var innleitt til að tryggja hnökralaust kaupferli.

ÚTKOMAN

Ný vefsíða VfSt er örugg og nútímaleg með fullvirkri netverslun sem setur notendaupplifun í forgang. Leitin er fínstillt og tryggir áreiðanlegt og einfaldað kaupferli. Þökk sé nýju leitarvirkninni og skipulagðri framsetningu efnis hefur pöntunum farið fjölgandi.

VIÐSKIPTAVINURINN

Verlag für Standesamtswesen

Verlag für Standesamtswesen (VfSt) er leiðandi útgefandi og hugbúnaðarframleiðandi á sviði hjúskaparmála. Félagið gefur út sérfræðirit fyrir stofnanir sem sjá um skráningar af þessu tagi, yfirvöld sem hafa eftirlit með skráningu, og fyrir alla þá sem fást við hjúskaparlög. Gæði ritanna eru tryggð af höfundum sem koma úr vísindum og stjórnsýslu. VfSt hefur í áratugi verið að þróa sérstakt kerfi með sínum eigin hugbúnaði, AutiSta og ePR-Server, en kerfið á að uppfylla kröfur þessara skráningarstofnana, t.d. innleiðingu OZG. Sérkenni VfSt útgáfunnar er sérfræðiþekking á hjúskaparlögum og tæknileg færni við hugbúnaðarþróun.

"About us" síðan á vefsíðu VfSt
VERKEFNIÐ

Leiðandi notendaviðmót og einfalt innkaupaferli með Drupal Commerce

Til að byrja með unnu 1xINTERNET og VfSt saman að því að endurskoða konsept vefsíðunnar. Það fólst í því að skoða notendavegferðir, athuga hvaða þáttum mætti hugsanlega sleppa og hvaða væri sniðugt að innleiða á nýju síðuna.

Að því loknu endurskoðaði 1xINTERNET einkakóða VfSt þar sem ekki var hægt að flytja hann yfir í Drupal 9. Flutningurinn yfir í Drupal 9 gekk snurðulaust fyrir sig.

Til að gera notanda kleift að finna það efni sem viðkomandi leitar að eins fljótt og auðið er, var lögð áhersla á að bæta leitarvélina, framsetningu á efni og innkaupaferlið. Einnig var tengingu við SAP og gagnagrunninn "Verzeichnis Lieferbarer Bücher" (VLB) bætt við. Þökk sé nýrri virkni leitarvélarinnar og skýrri framsetningu sérfræðiritanna (blaðasöfn, tímarit, bækur og rafbækur) er búið að flýta fyrir aðgengi að upplýsingum og greiðslufærslur ganga hraðar í gegn.

Uppfærslan í Drupal 9 kemur sér vel bæði fyrir notendur vefsíðunnar og starfsfólk VfSt en öll vinnsla á efni á síðunni var endurbætt og einfölduð.

Innleiðing Drupal Commerce módúlsins umbreytti innkaupaferlinu og ýtir undir viðskipti með auðveldu og áreiðanlegu viðmóti. Öflugir eiginleikar Drupal Commerce hafa styrkt vefsíðu VfSt sem býður nú upp á notendavæn og fínstillt rafræn viðskipti og marga möguleika.

Ritaskrá á vefsíðu VfSt
FRÁ KÚNNANUM

"Við hlökkum til frekara samstarfs..."

“Við þökkum ykkur fyrir nýja og endurbætta vefsíðu okkar. Við erum sérstaklega ánægð með viðskiptavinasvæðið sem var bætt til muna og tímann sem við munum spara okkur við viðhald á vörunum okkar. Það var frábært að vinna með ykkur - þið eruð fagfólk sem er skemmtilegt að eiga samskipti við. Vinnubrögðin voru skilvirk og fagmannleg. Við hlökkum til frekara samstarfs.”

Anke Jakob, verkefnastjóri hjá VfSt

Mynd af Anke Jacob
HELSTU EIGINLEIKAR

Betri innkaup með Drupal Commerce

Til þess að hagræða afgreiðsluferlinu samþættum við núverandi kerfi við Drupal Commerce og SAP vettvang. Þetta tryggir kunnuglega og skilvirka verslunarupplifun innan hinna rótgrónu kerfa.

Einfaldað skráningarferli

Flutningur viðmótsins yfir í SAP gerði innskráningarferli fyrir viðskiptavini mögulegt. Viðskiptavinurinn hefur nú aðgang að vernduðu viðskiptavinasvæði í gegnum SAP viðmótið. Sérstaklega var hugað að því að öll virkni væri í samræmi við lög um persónuvernd.

SOLR leit til að auðvelda aðgang að efni og útgáfum

Til að hagræða aðgengi að efni var SOLR leit útfærð í bakendanum. Þessi öfluga leitarvél spannar allar síður og auðveldar aðgang að stóru ritasafni VfSt.

Birting og skipulag rita

Allt efni sem gefið er út af VfSt birtist notendum nú með skipulögðum og skýrum hætti og hefur einnig verið fínstillt fyrir farsímaskjái. Skýr uppsetning skiptir sköpum við leit að ritum og fyrir ákvörðun notandans við kaup.

Hugbúnaðarskrá á vefsíðu VfSt
Listi yfir fréttir á vefsíðu VfSt
AF HVERJU DRUPAL?

Modular open source Drupal CMS og gagnaöryggi

Drupal vefumsjónarkerfið er skipulega uppbyggt, inniheldur mikið úrval módúla og hefur samræmt útlit, sem auðveldar ritstjórum að búa til nýjar síður og viðhalda núverandi efni. Þar sem Drupal er byggt á opnum hugbúnaði er það ekki aðeins hagkvæmt val heldur fylgir kerfið einnig ströngustu öryggisstöðlum. Einnig er auðvelt að tengja önnur kerfi við Drupal.

Kostir Drupal innan VfSt

  • Kerfið er einfalt, hraðvirkt og skalanlegt
  • Sama útlit fyrir núverandi síður og nýjar síður/svæði
  • Leiðandi notendaviðmót fyrir ritstjóra
  • Gagnavernd til að tryggja öryggi hugverka 
  • Arðsemi
  • Samþætting ytri kerfa - til dæmis skráning (í gegnum SAP) & birting tiltækra vara (í gegnum VLB)

Kostir Drupal fyrir viðskiptavini VfSt 

  • Þægileg og einföld innskráning
  • Öflug leitarvél
  • Leiðandi notendavegferð alveg að kauplokum / greiðsluferli

Önnur verkefni

Vefverslanir

BSB - headless e-commerce

Skip á siglingu um Bodenvatn

Sérstilling og hámarksafköst með Drupal: notendamiðuð vefsíða með samþættu headless e-commerce kerfi til að auka sölu á netinu.

E-commerce solution Multisite solution

Transgourmet - multisite and headless e-commerce

Transgourmet food trucks next to the warehouse

Developing a multisite CMS platform with Drupal and Commercetools to offer customers and suppliers the latest digital convenience.