
Verlag für Standesamtswesen
Það var kominn tími á að uppfæra vefsíðu Verlag für Standesamtswesen (VfSt) og hófst þá leit að vefstofu til að sjá um verkið. Fyrir utan þá tæknilegu færni sem þarf til að uppfæra Drupal úr 8 í 9, krafðist verkefnið einnig umtalsverðrar reynslu af e-commerce lausnum. Niðurstaðan er nútímaleg vefsíða og vefverslun með áherslu á notendaupplifun og nákvæma leitarvél.
Hvað er Verlag für Standesamtswesen?
Verlag für Standesamtswesen (VfSt) er leiðandi útgefandi og hugbúnaðarframleiðandi á sviði hjúskaparmála. Félagið gefur út sérfræðirit fyrir stofnanir sem sjá um skráningar af þessu tagi, yfirvöld sem hafa eftirlit með skráningu, og fyrir alla þá sem fást við hjúskaparlög. Gæði ritanna eru tryggð af höfundum sem koma úr vísindum og stjórnsýslu. VfSt hefur í áratugi verið að þróa sérstakt kerfi með sínum eigin hugbúnaði, AutiSta og ePR-Server, en kerfið á að uppfylla kröfur þessara skráningarstofnana, t.d. innleiðingu OZG. Sérkenni VfSt útgáfunnar er sérfræðiþekking á hjúskaparlögum og tæknileg færni við hugbúnaðarþróun.
Hvaða vandamálum stóð viðskiptavinurinn frammi fyrir?
VfSt hafði samband við 1xINTERNET því það þurfti að uppfæra vefsíðuna og þar að auki uppfyllti núverandi leitarvirkni ekki lengur þarfir notenda.
Flytja þurfti vefsíðuna yfir í Drupal 9 og fínstilla hana fyrir notendur. Viðskiptavinurinn vildi flýta fyrir aðgengi að upplýsingum og einfalda skrefin í vefverslun til að létta undir með söludeildinni, sem oft var haft samband við með beiðnir um aðstoð.
Hvernig gátum við aðstoðað?
Til að byrja með unnu 1xINTERNET og VfSt saman að því að endurskoða konsept vefsíðunnar. Það fólst í því að skoða notendavegferðir, athuga hvaða þáttum mætti hugsanlega sleppa og hvaða væri sniðugt að innleiða á nýju síðuna.
Að því loknu endurskoðaði 1xINTERNET einkakóða VfSt þar sem ekki var hægt að flytja hann yfir í Drupal 9. Flutningurinn yfir í Drupal 9 gekk snurðulaust fyrir sig.
Til að gera notanda kleift að finna það efni sem viðkomandi leitar að eins fljótt og auðið er, var lögð áhersla á að bæta leitarvélina, framsetningu á efni og innkaupaferlið. Einnig var tengingu við SAP og gagnagrunninn "Verzeichnis Lieferbarer Bücher" (VLB) bætt við.
Þökk sé nýrri virkni leitarvélarinnar og skýrri framsetningu sérfræðiritanna (blaðasöfn, tímarit, bækur og rafbækur) er búið að flýta fyrir aðgengi að upplýsingum og greiðslufærslur ganga hraðar í gegn.
Uppfærslan í Drupal 9 kemur sér vel bæði fyrir notendur vefsíðunnar og starfsfólk VfSt en öll vinnsla á efni á síðunni var endurbætt og einfölduð.
Helstu eiginleikar vefsíðunnar
Skráningarferli
Flutningur viðmótsins yfir í SAP gerði innskráningarferli fyrir viðskiptavini mögulegt. Viðskiptavinurinn hefur nú aðgang að vernduðu viðskiptavinasvæði í gegnum SAP viðmótið. Sérstaklega var hugað að því að öll virkni væri í samræmi við lög um persónuvernd.
Leitarvél
Fyrir leitarvélina, sem nú er aðgengileg á öllum síðum, var SOLR innleitt í bakendanum.
Birting
Allt efni sem gefið er út af VfSt birtist notendum nú með skipulögðum og skýraum hætti og hefur einnig verið fínstillt fyrir farsímaskjái. Skýr uppsetning skiptir sköpum við leit að ritum og fyrir ákvörðun notandans við kaup.
Cash desk
Afgreiðslukerfið á gömlu síðunni var tengt við Drupal E-Commerce og SAP kerfið sem gerir notendum kleift að klára sín kaup í gegnum öll helstu kerfi.




Frá viðskiptavininum
“Við þökkum ykkur fyrir nýja og endurbætta vefsíðu okkar. Við erum sérstaklega ánægð með viðskiptavinasvæðið sem var bætt til muna og tímann sem við munum spara okkur við viðhald á vörunum okkar. Það var frábært að vinna með ykkur - þið eruð fagfólk sem er skemmtilegt að eiga samskipti við. Vinnubrögðin voru skilvirk og fagmannleg. Við hlökkum til frekara samstarfs.”
Anke Jakob, verkefnastjóri hjá VfSt

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?
The Verlag für Standesamtswesen gefur út og uppfærir ný rit og hugbúnað á hverju ári. Efnið á vefsíðunni er til upplýsinga fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.
Verðmætustu eiginleikarnir eru:
Innan VfSt
- Kerfið er einfalt, hraðvirkt og skalanlegt
- Sama útlit fyrir núverandi síður og nýjar síður/svæði
- Leiðandi notendaviðmót fyrir ritstjóra
- Gagnavernd til að tryggja öryggi hugverka
- Arðsemi
- Samþætting ytri kerfa - til dæmis skráning (í gegnum SAP) & birting tiltækra vara (í gegnum VLB)
Fyrir viðskiptavini VfSt
- Þægileg og einföld innskráning
- Öflug leitarvél
- Leiðandi notendavegferð alveg að kauplokum / greiðsluferli
Drupal CMS kerfið býður upp á mikið úrval módúla og einsleitt útlit með örfáum smellum. Notandi þarf ekki að hafa þekkingu á forritun til að geta búa til eða breytt síðu. Drupal er opinn hugbúnaður og kóðanum er stöðugt viðhaldið sem gerir það að verkum að kerfið er uppbyggt á skýran máta en það er einnig hagkvæmt og í samræmi við ströngustu öryggisstaðla. Auðvelt er að flytja vörur frá þriðja aðila inn í Drupal.
