Drupal hugbúnaðarhús

Við styðjum þig í stafrænni vegferð

 

Meðal bestu Drupal fyrirtækja í Þýskalandi og Evrópu

1xINTERNET var stofnað árið 2013 og er nú eitt af leiðandi Drupal fyrirtækjum í Þýskalandi og Evrópu. Við skörum fram úr þegar kemur að því að byggja stafrænar lausnir með Drupal, einu nýstárlegasta, sveigjanlegasta og mest notaða opna CMS kerfinu á markaðnum.

Ræðum þínar hugmyndir

Mynd af forritunarteyminu

Áreiðanlegur samstarfsaðili fyrir þín Drupal verkefni

Við erum alþjóðlegt teymi Drupal sérfræðinga með skrifstofur í Frankfurt am Main, Berlín, Conil de la Frontera og Reykjavík. Við höfum víðtæka þekkingu á mismunandi sviðum og veitum viðskiptavinum okkar alhliða stuðning í stafrænni vegferð þeirra. Við erum Gold Certified Drupal Partner og tökum virkan þátt í Drupal samfélaginu.

Certified Drupal Cloud Practice Partner

Drupal þjónusta sem við bjóðum upp á

Drupal ráðgjöf

Sérfræðiráðgjöf og aðstoð við stefnumótun fyrir Drupal verkefni.

Drupal vefþróun

Sérsniðin vefþróun með vottuðum Drupal sérfræðingum.

Drupal viðhald og þjónusta

Stuðningur sem skilar öflugum og stöðugum stafrænum lausnum.

Drupal þema og einingarþróun

Hönnun og eiginleikar sérsniðnir að þínum þörfum.

Flutningur á gögnum

Hnökralaus flutningur yfir í Drupal úr öðrum CMS kerfum.

Drupal uppfærsla

Hnökralaus uppfærsla í nýjustu Drupal útgáfuna

Drupal skoðun

Ítarleg greining á veikleikum vefsíðu og tækifærum til bætinga.

Meira um Drupal skoðun

Drupal tengingar

Aukin virkni með samþættingu við ytri kerfi.

Drupal hýsing

Áreiðanlegar hýsingarlausnir, fínstilltar fyrir Drupal vefsíður.

Meira um Drupal hýsing

Þessi fyrirtæki nota Drupal

BSB lógó
UTBW lógó
Eldum Rétt lógó
Miklaborg lógó
SENEC lógó
Unity lógó

Af hverju Drupal? Kostir vefþróunar með Drupal

Drupal er opinn hugbúnaður

Drupal er opinn hugbúnaður, það þýðir að hann er ókeypis að nota, sérsníða og stækka. Að baki Drupal er  stórt og virkt samfélag þróunaraðila og þátttakenda sem stöðugt vinna að því að  bæta og uppfæra hugbúnaðinn.

Af hverju að velja opinn hugbúnað fram yfir annan

Drupal lógó

Hagkvæmni

Enginn leyfiskostnaður eða læsing söluaðila, gerir Drupal að hagkvæmri lausn fyrir fyrirtæki þitt. Þú velur með hverjum þú vinnur og ert ekki fastur á einum stað. 

Sveigjanleiki

Drupal módúlar og API-drifin tækni gefur þróunaraðilum sveigjanleika sem gerir þeim kleift að búa til lausnir sniðnar að þínum þörfum á sama tíma og tenging við þjónustu þriðja aðila er gerð auðveld.

Skalanleiki

Drupal er hannað til að vaxa,  allt frá litlum vefsíðum til stórra og flókinna vefforrita með mikilli umferð. Drupal skalast auðveldlega, sem gerir vöxt ánægjulegri.

Aðgengi

Drupal leggur mikla áherslu á vefaðgengi, að vefsíður séu alltaf aðgengilegar öllum notendum. Kerfið býður upp á stuðning við aðgengisstaðla, þar á meðal fjöltyngda (e. multilingual) möguleika.

Öryggi

Drupal uppfyllir alla öryggisstaðla fyrirtækja. Öryggisteymi Drupal fylgist vel með og tekur á öllum málum sem koma upp er varða netöryggi. Reglulegar uppfærslur og öryggisútgáfur tryggja að þinn vefur er alltaf öruggur og varinn.

Sniðið að þér

Drupal gerir ráð fyrir að notandi aðlagi vefinn að sínum þörfum. Þú getur búið til sérsniðnar einingar og þemu til að sníða virkni og útlit vefsíðunnar að þínum viðskiptaþörfum.

Notendavænni

Drupal býður upp á öflugt vefumsjónarkerfi með notendavænu viðmóti sem gerir notendum sem ekki eru tæknilegir kleift að búa til, breyta og stjórna efni á skilvirkan og auðveldan hátt.

SEO samræmi

Drupal er hannað með bestu starfsvenjur SEO í huga, sem hjálpa vefsíðum að ná betri röðun á leitarvélum og bæta sýnileika þeirra á netinu. Það er líka hægt að samþætta það við fjölbreytt úrval af SEO einingum.

Önnur þjónusta

UI/UX hönnun

Betri notendaupplifun með sérsniðinni hönnun.

Meira um UI/UX hönnun

Leitarvélabestun

Meiri sýnileiki á netinu með skýrri stefnumótun.

Meira um leitarvélabestun

Vefgreining

Mæling og greining til að auka virkni notenda.

Meira um vefgreining