Drupal þróun

Að velja réttu tæknina og áreiðanlegan samstarfsaðila fyrir vefverkefnið er lykilatriði til árangurs. Síðasta áratug hefur 1xINTERNET orðið ein af leiðandi Drupal vefstofum í Evrópu. Við skörum fram úr þegar kemur að því að byggja stafrænar lausnir með Drupal, einu nýstárlegasta, sveigjanlegasta og mest notaða opna CMS kerfinu á markaðnum.

Sérfræðiþekking okkar á Drupal sniðin þínum þörfum

Velgengni þín í viðskiptum skiptir okkur máli. Við skiljum að þarfir fyrirtækja eru mismunandi. Við vinnum saman að árangri okkar viðskiptavina, við erum hluti af þínu teymi og vinnum sameiginlega að því að ná þeim árangri sem ætlast er til. Hvort sem þú þarft einfalda vefsíðu eða flókið vefforrit, þá gerir sérfræðiþekking okkar í Drupal okkur kleift að koma með sérsniðnar lausnir sem uppfylla hæstu gæðastaðla og passa við þínar þarfir í viðskiptum.

Certified Drupal Cloud Practice Partner

Drupal vefþjónusta

Drupal vefþróun

Frá hugmynd til framkvæmdar: vottaðir Drupal sérfræðingar okkar bjóða upp á sérsniðna þjónustu til að breyta þinni sýn í farsæla stafræna lausn.

Drupal þema og einingarþróun

Þegar tilbúnar lausnir passa ekki fullkomlega, búum við til sérsniðnar einingar og þemu til að tryggja að vefsíður þínar uppfylli bæði kröfur um hönnun og eiginleika.

Flutningur á gögnum

Ef vefsíðan þín notar annað CMS kerfi, hjálpum við þér að flytja efnið þitt yfir á Drupal, sem tryggir réttan flutning á efni.

Drupal uppfærsla

Ef vefsíðan þín keyrir á eldri útgáfu af Drupal, hjálpum við  þér að uppfæra þitt kerfi í nýjustu útgáfuna til að tryggja öryggi.

Drupal tengingar

Við aðstoðum þig við tengingar við utanaðkomandi þjónustu, API eða sérsniðin forrit  til að auka virkni hennar og eiginleika þinnar vefsíðu.

Drupal viðhald og þjónusta

Við veitum fyrsta flokks þjónustu og tryggjum að þínar stafrænu lausnir séu stöðugar, öflugar og í samræmi við bestu kröfur Drupal vefþróunar.

Þessi fyrirtæki nota Drupal

BSB lógó
UTBW lógó
Eldum Rétt lógó
Miklaborg lógó
SENEC lógó
Unity lógó

Kostir vefþróunar með Drupal

Drupal er opinn hugbúnaður

Drupal er opinn hugbúnaður, það þýðir að hann er ókeypis að nota, sérsníða og stækka. Að baki Drupal er  stórt og virkt samfélag þróunaraðila og þátttakenda sem stöðugt vinna að því að  bæta og uppfæra hugbúnaðinn.

Af hverju að velja opinn hugbúnað fram yfir annan

Drupal Logo

Hagkvæmni

Enginn leyfiskostnaður eða læsing söluaðila, gerir Drupal að hagkvæmri lausn fyrir fyrirtæki þitt. Þú velur með hverjum þú vinnur og ert ekki fastur á einum stað. 

Sveigjanleiki

Drupal módúlar og API-drifin tækni gefur þróunaraðilum sveigjanleika sem gerir þeim kleift að búa til lausnir sniðnar að þínum þörfum á sama tíma og tenging við þjónustu þriðja aðila er gerð auðveld.

Skalanleiki

Drupal er hannað til að vaxa,  allt frá litlum vefsíðum til stórra og flókinna vefforrita með mikilli umferð. Drupal skalast auðveldlega, sem gerir vöxt ánægjulegri.

Aðgengi

Drupal leggur mikla áherslu á vefaðgengi, að vefsíður séu alltaf aðgengilegar öllum notendum. Kerfið býður upp á stuðning við aðgengisstaðla, þar á meðal fjöltyngda (e. multilingual) möguleika.

Öryggi

Drupal uppfyllir alla öryggisstaðla fyrirtækja. Öryggisteymi Drupal fylgist vel með og tekur á öllum málum sem koma upp er varða netöryggi. Reglulegar uppfærslur og öryggisútgáfur tryggja að þinn vefur er alltaf öruggur og varinn.

Sniðið að þér

Drupal gerir ráð fyrir að notandi aðlagi vefinn að sínum þörfum. Þú getur búið til sérsniðnar einingar og þemu til að sníða virkni og útlit vefsíðunnar að þínum viðskiptaþörfum.

Notendavænni

Drupal býður upp á öflugt vefumsjónarkerfi með notendavænu viðmóti sem gerir notendum sem ekki eru tæknilegir kleift að búa til, breyta og stjórna efni á skilvirkan og auðveldan hátt.

SEO samræmi

Drupal er hannað með bestu starfsvenjur SEO í huga, sem hjálpa vefsíðum að ná betri röðun á leitarvélum og bæta sýnileika þeirra á netinu. Það er líka hægt að samþætta það við fjölbreytt úrval af SEO einingum.

Önnur Drupal þjónusta

Uppgötvaðu veikleika og vaxtarmöguleika þinna lausna stafænu lausna.

Drupal skoðun

Náðu árangri og auktu sýnileika  á netinu.

Drupal SEO

Tryggðu afkastamikla, örugga og áreiðanlega stafræna upplifun.

Drupal hýsing