Markaðssetning í leitarvélum
Leitarvélabestun (SEO) er hluti af markaðssetningu tengdri leitarvélum (Search engine maketing - SEM) og er ein mikilvægasta grein stafrænnar markaðssetningar í dag.
Professional search engine optimization
Search engine optimization (SEO), is a part of SEM (search engine marketing) and is one of the most important disciplines in online marketing today. Our SEO consulting is focused on bringing your website to the top of search engine rankings for topics that are relevant for your business and to improve your visibility in the long run with qualified traffic that helps you to get more conversions.
This is why you should work with 1xINTERNET:
-
Individual consulting
-
Years of experience in digital marketing (B2B & B2C)
-
Continuous performance measurement
We analyze your website so it can be optimized to reach your goals and we provide you with a detailed SEO concept for an improvement in search engine rankings.
SEO ráðgjöf
Sýnileiki, leitarfyrirspurnir, baktenglar, frammistaða, leitarhugtök, almennar leitarniðurstöður o.s.frv. Þessi hugtök eru mikið notuð en ert þú að nota þau þér í hag? Eða ertu einfaldlega á haus vegna vinnunnar sem fer í leitarvélabestun?
SEO-teymið okkar er hér til að gefa ráð. Við getum stutt við markaðsdeildina í fyrirtækinu eða séð um þessi mál fyrir þig.

Vef uppfærsla
Ert þú að skipuleggja að koma nýjum vef í loftið og þarft að vera viss um hvað ber að varast? Það eru nokkrir þættir sem skipta máli fyrir SEO og mikilvægt að hafa í huga til að forðast þverrandi leitarniðurstöður og minni umferð á þínum vef. Við styðjum þig í öllu ferlinu; við byrjum á greiningu og stefnumótun fyrir nýja vefinn, svo kemur að hugmyndavinnu og innleiðingu og loks útgáfu vefsíðunnar. Þegar nýr vefur fer í loftið, bjóðum við uppá áframhaldandi samstarf við þróun og viðhald.

Notendaupplifun (UX)
Nú til dags einkennist SEO af því að það er ekki aðeins sniðið að leitarvélinni heldur þarf notandinn líka að sannfærast af útliti og innihaldi vefsíðunnar. Notendaupplifun og tilgangur notenda hafa því einnig áhrif á leitarniðurstöður. Lélegt notagildi eykur hopphlutfallið (e. bounce rate) sem hefur neikvæð áhrif leitarniðurstöður. Teymið okkar hjálpar þér að fínstilla síðuna þína þannig að notandinn geti auðveldlega notað síðuna sem þá fellur síður í leitarniðurstöðum.

Fínstilling efnis
Fínstilling efnis felur í sér meira en að skrifa texta. Ef þú vilt fínstilla innihald vefsíðunnar á réttan hátt ættirðu að gera það út frá efnishugmynd. Með margra ára reynslu í farteskinu getum við unnið með þér að því að búa til efni sem er fullkomlega sniðið að þínum markhópi.
Ef þú hefur þegar þróað viðeigandi hugmynd, getum við aðstoðað þig við útfærsluna. SEO-teymið okkar mun vera þér innan handar í báðum tilfellum.

Frammistaða
Frammistaða vefsíðunnar gegnir sífellt mikilvægara hlutverki þegar kemur að SEO. Hleðsluhraði, öryggi og notagildi á farsímum verður sífellt mikilvægara. Við sem hugbúnaðarhús getum boðið þér þá kunnáttu sem þarf til að fínstilla síðuna þína frá tæknilegu sjónarhorni. Við tryggjum að vefsíðan þín sé alltaf aðgengileg í öllum tækjum og eins hröð og hugsast getur.

SEO endurskoðun
Við bjóðum þér alhliða SEO endurskoðun (e. audits). Skoðunin nær yfir alla þætti markaðssetningar á leitarvélum, allt frá fínstillingu á síðu til hleðslutíma og fínstillingu utan síðu, svo sem baktenglagreiningar. Endurskoðunin er gerð af sérfræðingum sem geta síðan metið nákvæmlega að hve miklu leyti vefsíðan er nú þegar bestuð og hvaða lagfæringar þarf að gera til að bæta sýnileika enn frekar.

Leitarhugtakarannsókn & markaðsgreining
Til þess að lenda ofarlega í leitarniðurstöðum leitarvélanna skiptir sköpum að nota viðeigandi leitarhugtök (e. keywords). En til þess að komast að því hvaða hugtök á að nota þarf að gera ítarlega rannsókn. Til að finna réttu leitarhugtökin er markaðsgreining einnig nauðsynleg. Hverjir eru stærstu keppinautarnir þínir? Hvaða leitarhugtök nota þau og hvers vegna raðast þau betur en þú með síðunum þínum? Við svörum þessum spurningum fyrir þig og hjálpum þér með tímafrekt verkefni leitarhugatakarannsókna og markaðsgreiningar.
