Stafrænar lausnir

1xDXP vörurnar okkar gera fyrirtækjum kleift að búa til hvaða stafrænu upplifun sem er. Hvort sem þú vilt búa til CMS kerfi, vefverslun, vöruumsjónarkerfi, dreifikerfi eða eitthvað annað, getur þú notað 1xDXP lausnirnar okkar og lagað þær að þínum þörfum.

Traustur grunnur

1xDXP lausnirnar okkar eru allar byggðar á Drupal, en það er notað víða og er mjög hentugt þegar kemur að flóknum fyrirtækjalausnum. 1xDXP lausnirnar hafa alla virkni sem þarf til þess að skapa frábæra notendaupplifun.

1xDXP lausnirnar eru: 

 • mjög öruggar
 • mjög hraðvirkar
 • byggðar á einingum sem raða má saman eftir þörfum verkefna
 • hafa háþróað skyndiminni (e. advanced caching)
 • styðja stóra og flókna gagnagrunna
 • byggðar í kringum vefþjónustur (APIs)

og gerðar til að styðja bæði við forrit þar sem framendi og bakendi eru tengdir eða aðskildir (e. decoupled).

Digital Experience Platform from 1xINTERNET and the products

1xDXP lausnirnar eru öflugar en einfaldar í notkun og hafa alla nauðsynlega virkni til að búa til hvaða stafrænu upplifun sem er fyrir þinn markhóp.

 

Af hverju ættir þú að nota 1xDXP frá 1xINTERNET

1xDXP lausnirnar voru hannaðar með skölunar- og stækkunar möguleikum í huga. Allar grundvallaráskoranir eins og hlutverk, leyfi, ritstjórnarupplifun, sveigjanleiki efnis, mismunandi tungumál, hröð leit, tenging við vefþjónustur ofl. eru leystar að fullu. Hægt er að sérsníða grunnvirkni lausnarinnar að þínum þörfum og útkomuna er hægt að nota í mismunandi verkefnum.

Forrit sem eru byggð með 1xDXP eru hröð, falleg og auðveld í notkun.

Algengar lausnir á borð við fjölsíðukerfi (e. multisite solution), rafræn viðskipti (e-commerce), sjálfvirkni í markaðsmálum, deilingu efnis, gagnaumsjón og dreifingu, tengd og aðskilin vefumsjónarkerfi (e. coupled and headless CMS), eru nú þegar tilbúnar til notkunar.

Screenshot of the editorial experience with 1xDXP

Lausnirnar okkar

Öflugt CMS kerfi

Tengt (hefðbundið) og aðskilið (e. headless) CMS með öflugum ritsjórnareiginleikum.

Meira um CMS-lausnina

Meira um MSM-lausnina

 

Umsjón efnis

Innsetning efnis á einum stað með möguleika á dreifingu í mörg önnur kerfi, t.d. DAM, PIM og MDM.

Um DAM-kerfið okkar

Um PIM-kerfið okkar

Stafræn viðskipti

Sveigjanlegar B2C / B2B viðskiptalausnir.

Um E-Commerce lausnina okkar

 

Sjálfvirk dreifing markaðsefnis

Vinnsla og dreifing efnis yfir allar markaðsrásir.

Hýsing

1xINTERNET býður upp á mjög fullkomna og hraða hýsingu fyrir Drupal síður. Allar vefsíður sem eru hýstar hjá okkur eru uppsettar til að hámarka frammistöðu.

Um okkar hýsingu

Þekkingarstjórnun

Umsjón með öllum gögnum og samþætting við hvaða upplýsingatækni-umhverfi sem er.

Innranet

Innranetslausnir fyrir upplýsingagjöf eða samstarf innan fyrirtækja. Workplace 2.0, Playbook og samskiptaleiðir fyrir starfsfólk.

Um Innranetið okkar

 

100% frjáls hugbúnaður

Engin leyfisgjöld eða binding við samstarfsaðila (e. vendor lock-in). Þú ræður með hverjum þú vinnur og hversu lengi.

DXP Screenshot of website and menu

Viðskiptavinir okkar sem nota 1xDXP

Group Created with Sketch.
Group 10 Created with Sketch.
Group 14 Created with Sketch.

Fleiri eiginleikar 1xDXP

 • Mögulegt að stjórna mörgum vefsíðum með sama grunnkóðanum
 • Öflug leit (stórir gagnagrunnar, leit yfir margar vefsíður)
 • Stuðningur við stóra gagnagrunna og flókna gagnauppsetningu
 • Fjöllaga skyndiminni (óþekktir og auðkenndir notendur)
 • Samþætting við CDN
 •  Tenging síðna milli tungumála
 • Samþætting við hvaða SSO sem er (SAML, OpenID Connect, etc.)
 • Einfalt í notkun og notendavæn hönnun fyrir efnisinnsetningu með "Drag and Drop" virkni
 • Mismunandi stig í efnisgerð (drög, endurskoðun, birting, o.s.frv.)
 • Nákvæmar heimildir og notendahlutverk
 • Hægt að búa til sérstakar merkingar "tags" fyrir söfn, efnistýpur notendur og fleira
 • Hægt að raða upp möppum eftir ákveðnu skipulagi
 • Auðveld samþætting við aðrar stafrænar lausnir

Algengar spurningar varðandi 1xDXP

DXP er skammstöfun fyrir "Digital Experience Platform" (vettvangur fyrir stafræna upplifun) og er stundum talað um að slíkur vettvangur sé "samþætt kerfi af kjarnatæknieiginleikum sem styður samsetningu, stjórnun, afhendingu og bestun stafrænnar upplifunar. (Gartner)".

Oft er það bara byrjunin að fjárfesta í vefumsjónarkerfi (CMS) eða stafrænni viðskiptalausn. Með tímanum stækka verkefnin, þörfin breytist og þróun nauðsynleg. Að fara frá einfaldri vefsíðu í að þjóna mörgum vörumerkjum, mörkuðum eða löndum getur verið áskorun. Fljótt er sama efnið notað í ýmsum tilvikum og stafrænar eignir endurnotaðar í öllum kerfum. Þegar lausnir eru hannaðar með DXP er nú þegar búið að leysa þessar áskoranir og hægt er að búa til öruggt og skalanlegt stafrænt kerfi sem auðvelt er að viðhalda.

Okkar hugbúnaður er byggður á frjálsa vefkerfinu Drupal. Að okkar mati er Drupal hugbúnaðurinn öflugasta frjálsa tæknin í heiminum í dag og við notum hann í allar okkar lausnir.  Þetta þýðir að viðskiptavinir okkar hafa fullan aðgang að þeim hugbúnaði sem við notum og fá öll nauðsynleg notendaréttindi. Viðskiptavinir okkar geta breytt hugbúnaðinum og notað eins og þeir kjósa. Þar sem vörurnar okkar eru byggðar á frjálsum hugbúnaði fylgja þeim engin leyfisgjöld og kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).

Skyldar vörur

1xDXP - Innranet

Intranet software screenshot

Við hjá 1xINTERNET aðstoðum þig við að setja upp upplýsingaflæði innan fyrirtækisins með öflugri innranetslausn. 

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Innranet

1xDXP - DAM kerfi

DAM software screenshot

DAM-kerfi halda utan um ýmsar skrár eins og myndir, myndbönd, hljóðskrár, kynningar, hönnunarskrár o.s.frv. Önnur kerfi geta síðan sótt skrárnar í DAM-kerfið. 1xINTERNET hefur hannað DAM-kerfi sem auðveldar þér skipulag og geymir allar stafrænar eignir þínar á einum stað.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - DAM kerfi

1xDXP - Stafræn viðskiptalausn

E-commerce software screenshot

Við aðstoðum þig við innleiðingu á stafrænni viðskiptalausn til að setja upp klassíska netverslun, markaðstorg, pöntunargáttir o.fl.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Stafræn viðskiptalausn