Borði fyrir 2. sæti á Splash Awards 2023

Alþjóðakrabbameinssamtökin

Atvinnugrein
Samtök
Lausn
Vefumsjónarkerfi, Hýsingarlausn
Tækni
Drupal, Elasticsearch

Alþjóðakrabbameinssamtökin, Union for International Cancer Control (UICC), eru stærstu og elstu aðildarsamtök sinnar tegundar í heimi, en markmið þeirra er að draga úr krabbameinsbyrði. Vefsíða UICC er mikilvægur samskipta- og upplýsingavettvangur þar sem meðlimir geta fundið upplýsingar um alla starfsemi og þjónustu samtakanna. Vefsíðan er notuð til að vekja athygli og efla samstarf í krabbameinssamfélaginu. Við hjá 1xINTERNET höfðum mikinn áhuga á því að aðstoða UICC við það að búa til lausn sem myndi auðvelda aðgang að efni með framúrskarandi notendaupplifun.

Um viðskiptavininn

Hvað er UICC?

Alþjóðakrabbameinssamtökin, Union for International Cancer Control (UICC), eru stærstu og elstu aðildarsamtök heims á sínu sviði, og leggja áherslu á alþjóðlegt krabbameinseftirlit á öllum stigum, forvarnir, snemmgreiningu, meðferðir, umönnun og líknandi meðferðir. UICC er hugsjónafélag (e.“non-profit”) og samtökin voru stofnuð árið 1933 í Genf í Sviss. Meðlimir eru í kringum 1150 og samstarfsaðilar 58 talsins í 172 löndum og svæðum. Í samstarfi við stjórnvöld og aðrar alþjóðlegar stofnanir stuðla samtökin að auknum jöfnuði og tryggja að krabbameinsforvarnir séu í forgangi í heilsu- og þróunarmálum heimsins. UICC stendur fyrir mörgum verkefnum með það að markmiði að bæta krabbameinseftirlit á heimsvísu.

Tölvu- og símaútgáfur af forsíðu UICC
Áskorunin

Hvaða vandamáli stóð UICC frammi fyrir?

Markmið UICC er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini og sameina krabbameinssamfélagið. Vefsíða samtakanna miðar að því að auka sýnileika, fanga athygli gesta og auðvelda aðgang að upplýsingum. Eldri vefsíðan stóð frammi fyrir verulegum áskorunum hvað varðaði uppsetningu og notendaviðmótshönnun en það hindraði aðgang að mikilvægu efni og upplýsingum. Að auki var flókið að tengja saman notendur og viðeigandi aðildarsamtök. UICC leitaði lausna á þessum vandamálum og vildu bætta notendaupplifun til að auðvelda aðgang að mikilvægum upplýsingum.

Gamla vefsíðan var keyrð á Drupal 7, en kerfið var komið til ára sinna og stóð ekki undir tæknilegum kröfum samtakanna. Það er mikilvægt að halda vefverkefnum uppfærðum og viðhalda allra virkni, svo UICC var í leit að áreiðanlegum samstarfsaðila sem gæti aðstoðað við flutning úr Drupal 7 yfir í Drupal 9.  Einnig átti að samþætta síðuna við nýja CRM kerfið þeirra (Microsoft Dynamics) til þess að auðvelda alla ferla og bæta gagnaumsjón.

Lausnin

Hvernig gátum við aðstoðað?

Við hjá 1xINTERNET erum stolt af því að geta tekið þátt í vegferð UICC og hannað lausn sem býður uppá framúrskarandi notendaupplifun. Okkar helsta markmið var að tryggja að allar upplýsingar næðu til þeirra sem þyrftu á þeim að halda. Við bjuggum til sérsniðna lausn sem uppfyllti allar kröfur UICC en hún er byggð á okkar öfluga CMS kerfi.

Aðgengi að gögnum

Helsta forgangsverkefni UICC var að bæta aðgang að mikilvægum upplýsingum fyrir notendur. Hönnunarteymi 1xINTERNET stakk upp á nýrri UX/UI hönnun, sem einfaldaði stikl (e. navigation), og gerði mikilvægar upplýsingar aðgengilegar fyrir notendur um allan heim. Við notuðum kraftmikla ElasticSearch leit og innleiddum lausn sem gerir notendum kleift að kanna fjölbreytt úrval af efni á einfaldan máta.

Leitin á UICC vefsíðunni með síum

Hnökralaus flutningur yfir í Drupal 9

Við sáum um gagnaflutning frá Drupal 7 yfir í Drupal 9 sem gekk smurt fyrir sig og nýttum tækifærið til að skipuleggja efni síðunnar betur. Við bættum ritstjórnarupplifunina: tryggðum að ritstjórar hefðu sveigjanleika og gætu auðveldlega uppfært vefsíðuna og fréttahluta hennar, sem gerir þeim kleift að birta upplýsandi og grípandi efni.

Gagnvirkur eiginleiki

Við innleiddum “Map of Members” - eiginleika þar sem notendur geta leitað að aðildarsamtökum í kringum heiminn á flottu korti. Þannig settum við fram upplýsingar á grípandi og gagnvirkan hátt sem auðveldar aðgang að viðeigandi efni.

Gagnvirkt kort með aðildarfélögum á vefsíðu UICC

Samþætting við Microsoft Dynamics CRM 

Við samþættum Drupal CMS-kerfið við Microsoft Dynamics CRM-kerfi sem einfaldaði rekstur og verkferla samtakanna. Nú getur starfsfólk auðveldlega uppfært CRM kerfið og breytingarnar færast sjálfkrafa yfir í Drupal. Þessi samstilling gerir þeim kleift að eiga í samskiptum við aðildarfélög og uppfæra mikilvægar upplýsingar vefsíðunnar - allt á einum stað. Gagnvirka kortið uppfærist og leyfir notendum að skoða aðildarfélög um allan heim. Um er að ræða öfluga samþættingu sem hjálpar UICC að halda utan um sín gögn og tryggir á sama tíma kraftmikla notendaupplifun.

Leitarvélabestun (SEO)

Okkur tókst að halda stöðu síðunnar í leitarvélum og auka árangurinn með því að beita réttri SEO nálgun meðan á breytingunum stóð. Við fylgdum bestu starfsvenjum og samþættum við rakningarkerfi sem veitti okkur innsýn í hegðun og virkni notenda. Þannig gátum við tekið upplýstar ákvarðanir varðandi áframhaldandi breytingar og endurbætur. Þetta hefur skilað góðum árangri í niðurstöðum leitarvéla og þar af leiðandi styrkt netímynd UICC.

Farsímaútgáfan af gagnvirkum eiginleikum á vefsíðu UICC

Helstu eiginleikar verkefnisins

ElasticSearch

Leitarvélin gegnir mikilvægu hlutverki við það að auðvelda notendum aðgengi að upplýsingum. Leitin er hraðvirk og skilar mjög nákvæmum niðurstöðum.

Flutningur frá Drupal 7 í Drupal 9

Við tryggðum hnökralausan gagnaflutning yfir í nýja Drupal 9 kerfið.

Betra notendaviðmót

Við bjuggum til nútímalega UX hönnun með flottum eiginleikum sem grípa notendur. 

Hýsing hjá 1xINTERNET

Hýsingarlausn 1xINTERNET er áreiðanleg, við bjóðum upp á alhliða þjónutu og háþróað gagnaöryggi.

SEO - Leitarvélabestun

Með því að beita réttri SEO nálgun og bestu starfsvenjum, tókst okkur að halda stöðu síðunnar í leitarvélum á netinu og auka afköstin.

"Membership Map"

Við bjuggum til gagnvirkt kort með grípandi hönnun þar sem notendur geta skoðað og komist í samband við aðildarsamfélög út um allan heim.

Frá viðskiptavininum

“Samstarfið með 1xINTERNET hefur verið ánægjulegt og þægilegt frá upphafi. 1x teymið náði að framkvæma hnökralausan flutning UICC vefsíðunnar okkar frá Drupal 7 yfir í Drupal 9 og á sama tíma innleiddu þau mikilvægar endurbætur sem hafa bætt frammistöðu  vefsíðunnar, notendaupplifun og heildaráhrif.

Sem stafrænn samstarfsaðili hefur 1x stöðugt sýnt fram á áreiðanleika, aðlögunarhæfni og skjót viðbrögð. Ég persónulega kann að meta nálgun þeirra sem er raunsæ og lausnadrifin sem og þjónustu þeirra við viðskiptavini.

Það sem sker 1xINTERNET úr fjöldanum er einlægur áhugi þeirra á starfsemi UICC. Metnaðurinn endurspeglast í viðleitni þeirra til að skapa  framúrskarandi notendaupplifun fyrir alþjóðlega krabbameinssamfélagið.”

Charles Andrew Revkin, Senior Digital Strategy Manager, Union for International Cancer Control (UICC)

Portrait of Charles Andrew Revkin

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

Eldri vefsíða UICC var keyrð á Drupal og starfsfólk samtakanna ánægt með getu kerfisins. Því lá beinast við að nýta áfram styrkleika Drupal og uppfæra í nýjustu útgáfuna. Öryggi er höfuðatriði fyrir mikilvæga vefsíðu eins og UICC og öruggt og sveigjanlegt kerfi eins og Drupal, sem heldur vel utan um efnisskipulag og býður upp á góða ritstjórnarupplifun, höndlar vel aukna umferð og uppfyllir tæknikröfur. Drupal CMS-lausnin sem er þróuð af 1xINTERNET er fullkominn grunnur fyrir alþjóðleg non-profit samtök eins og UICC þar sem efni er vel skipulagt og ritstjórnarupplifun framúrskarandi.

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

Heimssamtök skátahreyfinga

World Scouting organization case study

Í Heimssamtökum skátahreyfinga (WOSM) eru yfir 170 aðildarfélög og rúmlega 50 milljónir skáta sem eru staðsettir víðsvegar um heiminn. 1xINTERNET...

Vefumsjónarkerfi

EIT Health - Community Platform

EIT Health - Pipette und Reagenzgläser

EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett...