Þróun sérsniðinna farsímaforrita

Góð notendaupplifun á ferðinni

Full þjónusta við gerð farsímaforrita

Farsímaforrit eru mikilvæg fyrir fyrirtæki sem vilja veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu. Markmið okkar er að hjálpa búa til frábæra upplifun fyrir notandann. Við bjóðum upp á fulla þróun farsímaforrita og búum til nýstárleg, hágæða forrit sem eru sérsniðin að þörfum fyrirtækisins til að ná sem bestum árangri.

Ræðum þínar hugmyndir

Farsímaskjár með táknum fyrir mismunandi forrit
Tákn fyrir þróun forrita

Full þjónusta við þróun farsímaforrita

Tákn fyrir Native farsímaforrit

Native öpp

Tákn fyrir Hybrid farsímaforrit

Hybrid öpp

Tákn fyrir tækni sem er notuð

Byggt með nýjustu tækni

Hvernig þróum við farsímaforrit?

Þróunarferli farsímaforrita felur venjulega í sér nokkra áfanga, frá hugmynd til uppsetningar og viðhalds. Með teymi sérfræðinga tryggjum við hnökralausa framkvæmd frá upphafi til enda og vinnum náið með þér til að mæta öllum þínum viðskiptakröfum.

Þróunarferli farsímaforrita

Þróunarferlið má skipta niður í eftirfarandi skref:

  1. Hugmyndir og rannsóknarvinna
  2. Greining og áætlanagerð
  3. UX / UI hönnun
  4. Þróun
  5. Prófanir
  6. App á markað
  7. Þjónusta og viðhald

Hver og einn verður útskýrður hér að neðan.

1. Hugmyndir og rannsóknarvinna

Í byrjun þarf að taka saman allar hugmyndir fyrir appið og gera markaðsrannsóknir til að skilja þarfir notenda, samkeppni og markaðsþróun. Mikilvægt er að þekkja markhópinn vel og skilgreina einstaka sérstöðu appsins.

Tvö farsímatæki í skoðun

2. Greining og áætlanagerð

Í þessum áfanga eru eiginleikar appsins teiknaðir upp ásamt virkni og tæknilegum kröfum. Þetta felur í sér að búa til notendasögur, wireframes og prótótýpur til að sjá fyrir hönnun appsins og notendaupplifun. Að auki er mikilvægt skilgreina tækni og umhverfi fyrir appið (iOS, Android eða bæði) fyrir þróun.

Gröf fyrir greiningu farsímaforrita

3. UX/ UI hönnun

Í hönnunarferlinu er lögð áhersla á að búa til sjónræna og gagnvirka þætti appsins. Þetta felur í sér UI (User Interface) hönnun, þar sem hönnuðir búa til útlit, liti, leturgerð og sjónræna þætti, auk UX (User Experience) hönnun, sem leggur áherslu á að hámarka notagildi og aðgengi appsins.

UX/UI sjónrænir þættir

4. Þróun

Þegar hönnuninni er lokið byrja forritarar að forrita appið út frá skilgreindum kröfum og hönnunar fyrirmælum. Þetta stig felur í sér framendarþróun fyrir notendaviðmótið og bakenda þróun fyrir virkni appsins, gagnageymslu og samþættingu við ytri þjónustu.

Kóðun farsímaforrita

5. Prófanir

Prófun er mikilvægur áfangi til að tryggja að appið virki eins og ætlað er, laust við villur. Þetta felur í sér ýmsar gerðir af prófunum eins og virkniprófun, notendaprófun, álagsprófun og prófunum milli mismunandi tækja og kerfa.

3 mismunandi notendur að prófa appið

6. App á markað

Eftir árangursríka prófun er appið tilbúið til dreifingar í app verslanir (t.d. Apple App Store, Google Play Store). Þetta felur í sér að útbúa nauðsynlegar upplýsingar til að fá appið samþykkt í verslun, þar á meðal lýsingar, skjámyndir og kynningarefni, en nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum og verklagsreglum sem settar eru af þessum vefsvæðum þegar ný farsímaforrit eru sett á markað.

Dreifing appsins í sérgerðar app verslanir

7. Þjónusta og viðhald

Þegar appið er komið í loftið heldur þróunarteymið áfram að þjónusta appið, fylgjast með frammistöðu þess og taka á vandamálum eða villum sem gera komið upp eða sem notendur hafa tilkynnt. Reglulegar uppfærslur og viðhald er nauðsynlegt til að halda appinu virku, öruggu og samkeppnishæfu þegar stýrikerfi of farsímar þróast og breytast.

Skjár frá appi með táknum sem sýna tiltæka þjónustu eftir að það er sett á markað

Dæmi: Þróun farsímaforrita

Native farsímaforrit fyrir Transgourmet & Selgros

Til að Transgourmet og Selgros gætu boðið viðskiptavinum sína einstaka notendaupplifun, höfum við þróað native farsímaforrit sem koma til móts við bæði B2B og B2C viðskiptavini þeirra.

Meira um Transgourmet verkefnið

Transgourmet food trucks next to the warehouse

Önnur þjónusta

Drupal vefþróun

360° Drupal vefþróun frá sérfræðinum í Drupal.

Meira um vefþróun með Drupal

React vefþróun

React vefþróun til að búa til kraftmikil vef- og farsímaforrit.

Meira um vefþróun með React

Gervigreindar forrit

Sérsniðin þróun gervigreinda forrita fyrir fyrirtækið þitt.

Meira um gervigreind forrit