Borði fyrir 2. sæti á Splash Awards 2022

Umwelttechnik BW GmbH

Atvinnugrein
Opinber stofnun
Lausn
Fjölsíðukerfi, Hýsingarlausn
Tækni
Drupal, Elasticsearch, Design system
https://www.umwelttechnik-bw.de/en

Umwelttechnik BW GmbH, Landesagentur für Umwelttechnik und Ressourceneffizienz Baden-Württemberg (UTBW), er ríkisstofnun sem starfar á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar í Baden-Württemberg, Þýskalandi. UTWB fól 1xINTERNET það verkefni að þróa fjölsíðulausn (e. multisite solution) sem yrði stafrænn vettvangur fyrir alla starfsemi ríkisins. Til þess að tryggja bestu mögulegu notendaupplifunina innleiddum við alhliða leit og ítarlega síu.

Hver eru Umwelttechnik BW GmbH?

UTBW hefur verið starfrækt síðan árið 2011 en hlutverk stofnunarinnar er halda utan um viðeigandi upplýsingar, t.d. um ýmsa starfsemi og aðila á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar. Þessar upplýsingar eiga að vera aðgengilegar á einum stað. Um 40 manns starfa hjá UTBW við það að leiða saman leiðtoga í viðskiptum, vísindum og stjórnmálum með það að markmiði að styðja við þróun stefnumótandi verkefna og veita fyrirtækjum stuðning og ráðgjöf.

Umwelttechnik BW GmbH leggur sérstaka áherslu á að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki á svæðinu. Stofnunin stendur fyrir viðburðum tengdum ákveðnum starfsgreinum, notar innlenda og alþjóðlega markaðssetningu og setur saman sérstaka samstarfshópa. Fyrirtækin fá þannig aðstoð við að taka skref í átt að umhverfisvænni framtíð.

Uppbygging vefsvæða UTBW

Corporate website

Fyrirtækjavefur og vefgátt fyrir hagsmunaaðila

Umwelttechnik-BW er hugsað sem sameiginlegt upplýsinga- og aðgerðasvæði fyrir hagsmunaaðila. Gáttin geymir upplýsingar um unhverfistækni og auðlindanýtingu.

Á nýju vefsíðunni er alhliða leit og hægt er að sía niðurstöðurnar eftir lykilhugtökum sem skila viðeigandi upplýsingum og birta einnig viðburði og fyrirtæki úr CompA-RE. Einnig er að finna einstaka undirsíður sem gefa yfirlit yfir þá margþættu þjónustu sem UTBW býður upp á og beina notendum í gegnum mikið safn upplýsinga.

Fyrirtækjaprófílar

CompA-RE er síða fyrir öll fyrirtæki sem starfa á sviði umhverfistækni. Fyrirtæki frá Baden-Württemberg geta skráð sig, búið til fyrirtækjaprófíl og vakið athygli á sér.

Gagnvirkt kort sýnir staðsetningu fyrirtækjanna. Kerfið þýðir fyrirtækjaprófílana sjálfkrafa yfir á fjögur tungumál með samþættu þýðingartóli og eru þeir því aðgengilegir á alþjóðlegum markaði.

Company Profiles
Events

Viðburðir

Stofnunin stendur fyrir alls kyns viðburðum. Viðburðirnir eru mismunandi að gerð og mislangir. Búinn var til viðburðavettvangur þar sem hægt er að birta og auglýsa viðburði, allt frá einföldum upplýsingaviðburðum yfir í viðburði með flókna dagskrá sem standa jafnvel yfir í marga daga. Einnig er hægt að ganga frá bókun viðburða í gegnum kerfið.

Hvert var vandamálið?

Áskorunin fólst í því að kortleggja allar þær upplýsingar sem áttu við; starfsemi og lykilaðila úr viðskiptum, vísindum og stjórnmálum til tryggja aukið öryggi og samræmi.

Þegar UTBW leitaði til 1xINTERNET voru vefeignir fyrirtækisins að keyra á mismunandi vefumsjónarkerfum (CMS) sem og kyrrstæðum (e. static) vefsíðum. Það var ósamræmi á milli vefeigna og engin samnýting á gögnum. Hvert CMS hafði sérstaka leit sem leitaði aðeins í eigin efni og allar síður höfðu sína eigin hönnun. Það var ekki hægt að nýta samlegðaráhrifin á milli síðna vegna þess að það þurfti að gera sérstakar öryggisuppfærslur og sjá um viðhald fyrir hvert og eitt vefumsjónarkerfi.

Hvernig gátum við orðið að liði?

1xINTERNET lagði fram þá tillögu að uppfæra Drupal kerfið, endurgera allar vefsíður UTBW og setja þær aftur í loftið. 

Nýtt vefumsjónarkerfi var byggt í Drupal. Sú virkni og það efni sem til var í fyrra kerfi var flutt yfir í nýjan módúlar arkitektúr og fjölmargar örsíður (e. microsites) voru tengdar. Einnig settum við upp alhliða leit og síu sem hægt er að nota fyrir allt efni á öllum síðum stofnunarinnar.

Frá viðskiptavini okkar

“Nýja vefsíðan er stórt skref í því ferli að gera þá þjónustu sem ríkisstofnunin býður upp á aðgengilega stafrænt. Búið er að safna saman öllu nauðsynlegu efni og hanna framúrskarandi leit sem kemur með tillögur að hugsanlegum leitarorðum. Nú geta notendur ekki aðeins fundið það efni sem leitað er að, heldur skilar leitin viðbótarniðurstöðum um frekara efni tengt leitarefninu. Verkefnið hefur gengið mjög vel hingað til og við hlökkum til frekara samstarfs!”

Katja Berg, Verkefnastjóri yfir Digital media UTBW

Photo of Katja Berg

Helstu eiginleikar verkefnisins

Samnýttur grunnur

Með 1xDXP fjölsíðulausninni gat 1xINTERNET búið til samnýtanlegan grunn fyrir allar vefsíður UTBW. Lausnin er hönnuð þannig að sérhver síða getur haft sitt sérstaka útlit en á sama tíma er auðvelt að skapa hágæðaefni og gera það aðgengilegt á öllum síðunum.

Samræmi í hönnun

1xINTERNET bjó til hönnunarkerfi til þess að hægt væri að samræma hönnun á milli allra vefsvæðanna. Hönnunin fyrir hverja síðu var brotin niður til þess að sjá hvernig hún myndi passa inn í kerfið. Hönnunarkerfið var síðan sett saman af öllum þeim þáttum (e. components) sem yrðu notaðir á öllum vefsvæðunum.

CMS & Hýsing

1xINTERNET bjó til öflugt 1xCMS vefumsjónarkerfi svo hægt væri að keyra allar vefsíðurnar. Einnig var fleiri módúlum bætt við kerfið sem ritstjórarnir þyrftu seinna meir. Bakendinn er byggður í Drupal og hýstur hjá 1xINTERNET.

Síur & Leit

Þökk sé sameiginlegum grunnkóða var hægt að setja upp dreifða, fjölnýtta (e. multi-tenant) heiltextaleitarvél. Notendur geta nú fengið aðgang að öllu efni, tilboðum og upplýsingum um samstarfsaðila í gegnum eitt leitarbox (ElasticSearch vélina).

Síumöguleikinn, sem vinnur með lykilhugtök (e. key terms), sýnir notandanum ítarefni um fyrirtæki, fjármögnunaráætlanir, verkefni, verðlaun og fréttir.

Öryggi, viðhald og stuðningur

Öll vefsvæðin nota sama grunnkóða sem tengir þau saman og skapar samlegðaráhrif þegar kemur að viðhaldi og stuðningi.

Rakning og aðgengi

Nýja síðan er aðgengileg og stillt fyrir vefrakningu og leitarvélabestun (SEO).

1xDXP vörur sem voru notaðar í verkefninu

Fjölsíðukerfi byggt á opnum hugbúnaði

Kjarna CMS kerfi tengt við þrjár vefsíður og mismunandi umhverfi

Fjölsíðulausnin okkar er byggð á opnum hugbúnaði og gerir þér kleift að búa til margar vefsíður með einum kóðagrunni. Með lausninni er hægur leikur að búa til efni og dreifa því á alla vettvanga, hafa umsjón með öllu á einum stað og hægt er að tryggja stöðuga upplifun af vörumerki á mörgum vefsíðum.

Lesa meira um þetta: Fjölsíðukerfi byggt á opnum hugbúnaði

Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Efnisgreinar (e. content sections) með “drag-and-drop” virkni

CMS-lausn fyrir fyrirtæki, byggð á opnum hugbúnaði. 90% af eiginleikum og virkni tilbúin beint úr kassanum. Hún er áreiðanlegur vettvangur sem einfaldar efnissköpun og umsjón efnis, einfaldar vinnuflæði, gerir samvinnu skilvirkari og tryggir samræmda upplifun af vörumerki, sveigjanleika og öryggi.

Lesa meira um þetta: Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

UTBW höfðu áður notað Drupal 7 og 8, þekktu inn á kerfið og voru ánægð með Drupal. Samnýttur Drupal 9 kóðagrunnur skapaði samlegðaráhrif. Eitt af því mikilvægasta í þessu verkefni var það að þrátt fyrir að allar síðurnar væru tengdar, héldu þær sínum sérkennum. Fjölsíðulausnin sparar endurtekinn kostnað við viðhald og stuðning.

Drupal logo

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

EIT Health - Community Platform

EIT Health - Pipette und Reagenzgläser

EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett...

Vefumsjónarkerfi Hýsingarlausn

AuPairWorld - Gagnaflutningur í Drupal

AuPairWorld Teaser Image

AuPairWorld er stærsti Au Pair vettvangur á netinu. Kominn var tími að uppfæra síðuna í Drupal 9 sem var nauðsynlegt skref í síbreytilegu stafrænu...