Sveigjanlegt vöruupplýsingakerfi byggt á frjálsum hugbúnaði

Vöruupplýsingastjórnun

PIM stendur fyrir "Product Information Management" eða vöruupplýsingakerfi. Slík kerfi eru nauðsynleg þegar þú þarft að stjórna miklum fjölda vara, sem eru markaðssettar og dreift yfir margar viðskiptarásir og kerfi. Samræmdar vöruupplýsingar og mikil gagnagæði eru nauðsynleg til að skila frábærri upplifun viðskiptavina.

PIM-kerfi sniðið að þínum þörfum

Þegar þú þróar PIM kerfi með 1xINTERNET tryggjum við að allar kröfur fyrirtækisins séu uppfylltar. Við greinum með þér hvernig best sé að sameina vöruupplýsingarnar í eitt kerfi og hvernig best er að dreifa gögnunum á öruggan hátt aftur í önnur kerfi.

Hægt er að setja gögnin saman á ýmsan hátt til að þjóna markaðsleiðum (t.d. vörulista), sölukerfi (t.d. e-commerce, POS) eða önnur kerfi sem byggja á vörugögnum (t.d. innkaupakerfi).

PIM Product screenshot tablet

1xPIM er öflug lausn og á sama tíma auðveld í notkun. Með 1xPIM sameinar þú allar vöruupplýsingar í eitt kerfi.

Prófa vefumsjónarkerfi

 

Af hverju ættir þú að nota 1xPIM?

1xPIM lausnin er byggð með Drupal  hugbúnaðinum sem er notaður víða um heim. Þetta býður upp á traustan grunn til að sérsníða PIM lausnina að þínum viðskiptaþörfum.  1xPIM-kerfinu fylgja öflugar vefþjónustur til að samþætta við þínar stafrænu lausnir. Kerfið er hraðvirkt, öruggt og fjöldi gagna er ótakmarkaður.

Þegar þú notar öflugt PIM-kerfi eins og okkar, getur þú notað þinn tíma í  aðra mikilvæga hluti, t.d  markaðssetningu og sölu varanna í gegnum mismunandi dreifingarrásir, hvort sem þær eru þín eigin vefverslun, Amazon, Google eða jafnvel samfélagsmiðlar eins og Instagram og Facebook þar sem sölutækifærum fer stöðugt fjölgandi.

PIM Product big screenshot on tablet

Eiginleikar 1xPIM kerfisins

Gagnasamræmi

Það er mikilvægt fyrir árangursríkt vinnuflæði að viðhalda gæðum á öllum stafrænum rásum og samræmi milli gagna.

Ritsjórnarferli

Öflug ritstjórnarferli sem gerir daglegt starf áranguríkara og ánægjulegra.

Hröð leit

Leitin í 1xPIM hröð og það er auðvelt að finna viðeigandi upplýsingar. Nauðsynlegur og gagnlegur eiginleiki í daglegu starfi.

Notendaviðmót

Fallegt notendaviðmót sem er auðvelt í notkun.

Samþætting við önnur kerfi sem nota REST vefþjónustur

Notkun REST vefþjónusta auðveldar samþættingu við DAM, MDM, CMS, E-Commerce kerfi

Byggt á frjálsum hugbúnaði

Kerfið okkar er byggt Drupal sem er frjáls hugbúnaður. Það þýðir að því fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in). Þú ræður með hverjum þú vinnur og þú átt þitt kerfi. 

PIM Product Image 03

Viðskiptavinir sem nota 1xPIM

Group Created with Sketch.
Schwabe lógó
Group 2 Created with Sketch.

Fleiri eiginleikar 1x PIM

  • Þú getur skilgreint gagnamengi eftir eigin höfði
  • Kerfið sýnir úrelt gögn og týnd gögn
  • Mismunandi útgáfur og geymsla gagna
  • Flokkun gagna (söfn, gerð, notkun o.s.frv.)
  • Stigveldisskipan - Gögnum er raðað eftir tilteknum reglum á mismunandi þrep, sum undirskipuð öðrum.
  • Breytingar í mörgum vörum í einu leyfðar
  • Samvinna nokkurra aðila möguleg við notkun starfrænna gagna
  • Nákvæmar heimildir og hlutverk notenda
  • Samþætting við hvaða SSO veitu sem er (SAML, OpenID Connect, o.s.frv.)
  • Örugg geymsla og aðgangur að gögnum

Algengar spurningar varðandi 1xPIM

PIM stendur fyrir product information management og MDM fyrir master data management. Eins og nöfnin gefa til kynna einablína PIM-kerfi á vöruupplýsingar á meðan MDM kerfi skoða öll gögn. Hægt er að gera hvort tveggja með 1xPIM og reynslan sýnir okkur að skilin eru ekki skýr: Oft eru kerfi skipulögð sem PIM en stjórna mun meiri gögnum á endanum, í öðrum tilfellum sýna almenn upplýsingastjórnunarkerfi styrk í skipulagningu vörugagna.

1xDXP lausnirnar eru allar byggðar á frjálsa hugbúnaðinum Drupal. Það þýðir að allar þær lausnir sem við hönnum fyrir viðskiptavini okkar eru afhentar með öllum nauðsynlegum notkunarréttindum og viðskiptavinum er frjálst að breyta þeim, stækka þær og nota á þann hátt sem óskað er eftir. Lausnunum fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).

Aðrar 1xDXP lausnir

1xDXP - DAM kerfi

DAM software screenshot

DAM-kerfi halda utan um ýmsar skrár eins og myndir, myndbönd, hljóðskrár, kynningar, hönnunarskrár o.s.frv. Önnur kerfi geta síðan sótt skrárnar í DAM-kerfið. 1xINTERNET hefur hannað DAM-kerfi sem auðveldar þér skipulag og geymir allar stafrænar eignir þínar á einum stað.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - DAM kerfi

1xDXP - Stafræn viðskiptalausn

E-commerce software screenshot

Við aðstoðum þig við innleiðingu á stafrænni viðskiptalausn til að setja upp klassíska netverslun, markaðstorg, pöntunargáttir o.fl.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Stafræn viðskiptalausn

1xDXP - Innranet

Intranet software screenshot

Við hjá 1xINTERNET aðstoðum þig við að setja upp upplýsingaflæði innan fyrirtækisins með öflugri innranetslausn. 

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Innranet