
Hjá 1xINTERNET byggjum við stafrænar lausnir af öllum stærðum og gerðum. Við leggjum ríka áherslu á góð samskipti við fyrirtækin sem við vinnum með og veitum ráðgjöf á öllum stigum verkefna. Til að tryggja bestu mögulegu útkomu útvegum við teymi sérfræðinga sem henta sérstaklega fyrir þitt verkefni. Teymið okkar samanstendur af 65 Drupal sérfræðingum sem eru staðsettir á skrifstofum okkar í Frankfurt, Berlín, Conil, Reykjavík og víðsvegar um Evrópu. Ert þú á leið í stafrænt ferðalag? Við komum með!
Allt á einum stað
Við höfum allar lausnir sem þarf í starfrænni umbreytingu fyrirtækja. Stafræn stefnumótun, hönnun, vefþróun og greining á núverandi vef er meðal þeirra verkefna sem við bjóðum uppá. 1xINTERNET hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir veflausnir, farsímaforrit og vefverslanir. Til að tryggja sem bestan árangur höfum við þróað okkar eigin 1xDXP lausnir en þær taka mið af því sem við höfum gert fyrir viðskiptavini okkar í gegnum árin. Markmið 1xDXP var að einfalda starfræna umbreytingu en um leið að búa til lausnir sérsniðnar fyrir hvert og eitt fyrirtæki.

Af hverju ættir þú að velja 1xINTERNET?

Allt á einum stað
Við sjáum um allt frá upphafi til enda; skipulag, framkvæmd, greiningu og skölun.

Reynsla af stafrænum verkefnum
Við leggjum áherslu á ánægju viðskiptavina og höfum skilað af okkur rúmlega 200 vel heppnuðum verkefnum.

Hröð og sveigjanleg þjónusta
Við styðjumst við Agile-aðferðir og hverju verkefni er úthlutað sérstökum verkefnastjóra.
Stafræn framtíð með 1xINTERNET
1xDXP - Okkar lausnir
1xDXP lausnirnar eru allar byggðar á Drupal. Drupal er frjáls hugbúnaður, notaður víða um heim og talinn mjög hentugur þegar kemur að flóknum fyrirtækjalausnum. 1xDXP lausnirnar hafa alla virkni sem þarf til þess að skapa frábæra notendaupplifun.
1xDXP býður upp á vefumsjónarkerfi, DAM, PIM-kerfi, netverslunarlausn, Innranet og MSM.
Þar sem allar vörurnar okkar eru byggðar á frjálsum hugbúnaði, fylgja þeim engin leyfisgjöld og kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).

1xINTERNET




Við erum til staðar alla leið
Við erum hluti af þínu teymi og tryggjum þannig góðan árangur
Við höfum lagt áherslu á það frá upphafi að hanna mismunandi gerðir stafrænna lausna fyrir viðskiptavini okkar, þó að ekkert verkefni sé eins. Höfum við lært að það skiptir máli að hafa allt á einum stað. Við bjóðum upp á viðskiptaráðgjöf í upphafi verkefnis, stefnumótun, hönnun notendaviðmóts, greiningu á núverandi vef, markaðsráðgjöf, vefþróun, hýsingu og þjónustu þegar verkefni er komið í loftið til að tryggja áframhaldandi góðan árangur.

Verkefnin okkar
Schwabe
Schwabe Group samanstendur af nokkrum tengdum fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaðinum. Fyrirtækið starfar á 16 mismunandi mörkuðum um allan heim og stóð fyrirtækið frammi fyrir vandamálum varðandi sölu á netinu, hækkandi viðhaldskostnaði og vandamálum tengdum flóknum öryggisuppfærslum. Sú ákvörðun var tekin að þróa fjölsíðulausn ( e. multisite solution) til að tryggja betra starfsumhverfi á krefjandi markaði og þar komum við hjá 1xINTERNET til leiks.

Heico Sportiv
HEICO SPORTIV vantaði stafrænar lausnir til að auka sölu. Fyrirtækið leitaði leiða til að eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini og til að geta boðið Volvo söluaðilum og öðrum áhugasömum upplýsandi og áhrifaríka upplifun í gegnum vefsíðuna. Fyrirtækið vantaði samstarfsaðila með reynslu í vefsíðu- og vefverslanagerð. Einnig þurfti að færa vefsíðu fyrirtækisins úr Drupal 7 kerfinu yfir í Drupal 8. Verkefnið var því að skapa nútímalega vefverslunar upplifun fyrir þeirra markhóp, bæði B2B og B2C viðskiptavini.

Viðskiptavinir okkar








