Hönnunarkerfi

Hönnunarkerfi er öflugt tæki fyrir fyrirtæki af öllum stærðum til að halda utan um hönnun. Hluti af þeirri þjónustu sem 1xINTERNET býður viðskiptavinum upp á er fullbúið hönnunarkerfi sem heldur utan um hönnun fyrirtækisins og stjórn stafrænna eigna og tryggir samræmda upplifun af vörumerkinu. Við notum hönnunarkerfin ásamt Storybook til að hjálpa viðskiptavinum að búa til samræmd notendaviðmót og sameinaða notendaupplifun á öllum vettvöngum.

Skilvirkara hönnunarferli með hönnunarkerfi

Hönnunarkerfi eru byggð á öflugri aðferðafræði sem veitir staðla sem notaðir eru til að halda utan um hönnun og auðvelda þannig samræmi í hönnun og þróun. Hjá 1xINTERNET vinnum við í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar sem taka virkan þátt í að setja upp, skilgreina og samþykkja grafíkina og íhlutina sem mynda hönnunarkerfið. Saman búum við til öflugt hönnunarkerfi sem hjálpar þér að skilgreina hönnunina þína, undirbýr fyrirtækið þitt fyrir framtíðarþróun og eykur áhrif fyrirtækisins á markaði.

Samræmd hönnun á öllum vettvöngum

Sameiginlegt “hönnunartungumál”

Þegar sameiginleg geymsla er notuð fyrir íhluti notendaviðmóts (e. UI components) verður til svokallað “hönnunartungumál”. Þetta auðveldar framendaþróun þar sem hægt er að afrita íhlutina hratt en það sparar fyrirtækjum bæði tíma og peninga. Þegar íhlutirnir eru sameinaðir í geymslusvæði sem er vel viðhaldið, virkar hönnunarkerfið eins og brú sem gerir hönnuðum og forriturum kleift að vinna saman. Þetta styttir einnig tímann sem það tekur að koma vörunni á markað.

Endurnýtanlegir íhlutir

Endurnýtanlegir íhlutir einfalda uppbyggingu flókinna notendaviðmóta. Þetta á við um viðmót af öllum stærðum. Hönnunarkerfi virkar eins og upplýsingabanki fyrir allt sem viðkemur stjórnun íhluta. Þar er að finna sjónræna eiginleika og virkni íhlutanna, einskonar safn eigna (e. assets) sem auðvelt er að uppfæra, endurnýta og aðlaga fyrir mismunandi verkefni. Svona upplýsingabankar með endurnýtanlegum íhlutum hafa mælanleg áhrif á þróun verkefna.

Hönnunarviðmið fyrirtækis

Hönnunarkerfi er sérstaklega gagnlegt tól þegar sömu íhlutir eru notaðir af mismunandi teymum. Sérkenni vörumerkisins heldur sér þar sem öll vefverkefnin sækja íhluti úr sama hönnunarkerfinu. Þannig er hægt að hanna einstaka upplifun fyrir notendur í hverju verkefni sem fylgir samt hönnunarviðmiðum fyrirtækisins. Skilgreind hönnunarviðmið sem hönnuðir, forritarar og markaðsfulltrúar hafa aðgang að, auðvelda samstarf milli teyma geta og innleiðingu samræmdrar hönnunar.

Atomic hönnun

Hönnunarkerfi eru byggð á meginreglum atomic hönnunar. Góð hönnun felur í sér þróun kerfis sem sameinar alla þætti notendaupplifunar með samræmdu útliti á milli kerfa og tækja. Grunnar hönnunarkerfa eru eins og legókubbar sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og búa til misflókna hönnun sem fylgir þó alltaf sömu meginreglum.

Byggðu öflugt hönnunarkerfi fyrir fyrirtækið þitt

Þjónustubeiðni

Storybook, stafræn handbók fyrir fyrirtækið þitt

Storybook er tól sem er notað til að stjórna hönnunarkerfinu, það virkar eins og sjónræn efnisskrá yfir hönnunarkerfið sem sameinar alla skilgreinda þætti á einum stað. Þetta er öflugt tól fyrir framendaumhverfi sem gerir teymum kleift að hanna, smíða, sýna og skipuleggja íhluti notendaviðmóts.

Hönnunarkerfi sem er unnið með Storybook getur haft veruleg áhrif á hönnun og þróun innan stofnunar. Hægt að nota Storybook til að þróa einstaka íhluti óháð öðrum, sem gerir okkur kleift að prófa virkni þeirra og koma í veg fyrir villur. Verkflæðið milli hönnuða og forritara verður fyrir vikið hraðara og skilvirkara sem sparar bæði tíma og peninga.

Helstu kostir þess að nota hönnunarkerfi og Storybook

Betri samskipti

Hraðari þróun

Lægri kostnaður

Skilvirkni

Samræmi

Skölunarhæfni

Hönnunarkerfi og Storybook hjálpa þér að vaxa

Öflugt hönnunarkerfi hefur jákvæð áhrif á fyrirtækið þitt, kerfið þróast eftir því sem fyrirtækið stækkar og gerir þér kleift að viðhalda sérkennum vörumerkisins. Hönnunarkerfi heldur ekki aðeins utan um sjónræna þætti, það setur einnig tóninn fyrir samskipti fyrirtækis við viðskiptavini. Þetta er þar af leiðandi mjög öflugt tól fyrir markaðsteymið þitt.

Sameiginlegt hönnunartungumál og samræmd hönnun skapar samræmda notendaupplifun sem, ásamt góðu notendaviðmóti, er nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki. Endurnýtanlegir íhlutir stuðla að hraðari þróun; uppfærslur, breytingar og skalanir verða leikur einn, jafnvel þegar það er gert á milli teyma, í mismunandi deildum og á mismunandi vettvöngum.

Verkefni sem nota hönnunarkerfi & Storybook

Solution
Fjölsíðulausnir
Schwabe case study 1xINTERNET

Schwabe hópurinn samanstendur af nokkrum mismunandi tengdum fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaðinum starfandi á 16 mörkuðum. Þar sem fyrirtækið stóð...

Solution
E-commerce lausnir
Teaser featured project Transgourmet

Transgourmet's corporate websites and microsites were previously implemented and maintained by different teams using different CMS solutions. For a...