Þjónusta
Við höfum margra ára reynslu af vefþróun, ráðgjöf og hugmyndavinnu við stafræna stefnumótun og flókin vefverkefni. Við vinnum öll verkefni frá upphafi til enda og hjálpum þér að þróa og framkvæma þína hugmynd. Þegar verkefni eru komin í loftið sjáum við um áframhaldandi þróun, aðstoð og stafræna markaðssetningu sé þess óskað.
Vefþróun
1xINTERNET tekur virkan þátt í uppbyggingu og þróun Drupal hugbúnaðarins og er leiðandi í notkun Drupal á þýskum markaði. Við þróum einnig verkefni byggð á React/React Native og Elastic/SolR. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og höfum reynslumikið teymi framenda- og bakenda forritara sem geta komið þinni stafrænu sýn í framkvæmd.

Ráðgjöf
Hjá 1xINTERNET starfa viðskiptafræðingar, verkefnastjórar, hönnuðir og markaðsfræðingar sem geta veitt alhliða ráðgjöf við öll vefverkefni. Okkar ráðgjöf snýr að öllum þáttum stafrænnar mótunar, til dæmis sýnileika á vefnum, notagildi og notendaviðmóti síðunnar þinnar, innleiðingu á vefsíðugreiningu og öllu öðru sem tryggir góðan árangur verkefnis.

Drupal þjálfun
Þar sem teymið okkar hefur mikla sérþekkingu getum við boðið upp á faglega Drupal þjálfun. Þjálfunin fer fram í litlum hópum yfir nokkra daga. Umfang fer eftir þörfum þátttakenda. Við bjóðum upp þrjár leiðir en einnig er hægt að velja sérsniðna þjálfun ef þörf krefur.

Hýsing og stuðningur
Hýsingin okkar er áhrifarík lausn til að skila afkastamikilli, öruggri og áreiðanlegri stafrænni upplifun. Hún hjálpar þér að flýta fyrir markaðssetningu á Drupal verkefnum þínum og hún dregur verulega úr viðskiptakostnaði.
