Heimssamtök skátahreyfinga

Atvinnugrein
Samtök
Lausn
Vefumsjónarkerfi
Tækni
Drupal, Apache Solr, Design system

Heimssamtök skátahreyfinga eru non-profit samtök og alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu og menntun ungmenna. Eldri vefsíða samtakanna var byggð í Drupal 7 og til þess hægt væri að bæta aðgengi að efni síðunnar þurfti að uppfæra hana. 1xINTERNET hannaði og innleiddi fjöltyngda (e. multilingual) CMS lausn í Drupal 9 sem uppfyllti allar kröfur samtakanna og gerði draum þeirra um nútímalega, aðgengilega og hraðvirka vefsíðu að veruleika.

Hvað eru heimssamtök skátahreyfinga (WOSM)?

Heimssamtök skátahreyfinga (WOSM) eru “non-profit” samtök, sem þýðir að þau eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samtökin voru stofnuð árið 1907 en í dag er þetta stærsta æskulýðshreyfing í heimi. Skátarnir (Scouting) eru alþjóðleg ungmennahreyfing sem hefur það að markmiði að efla ungt fólk í þeim tilgangi að virkja það til þátttöku í samfélaginu. Höfuðstöðvar WOSM eru í Kuala Lumpur, Malasíu, og samtökin reka 7 svæðisskrifstofur. Rúmlega 57 milljónir vinna fyrir Skátana í gegnum 173 landssamtök á 225 stöðum í heiminum.

Á heimasíðu heimssamtakanna er að finna upplýsingar um allt alþjóðlegt skátastarf, viðburði, fréttir og hvernig hægt er að taka þátt. Samtökin þurftu á nýrri síðu að halda, þar sem allt efni væri vel skipulagt og aðgengilegt notendum. Upprunalega vefsíðan var byggð í Drupal 7 og þarfnaðist uppfærslu yfir í Drupal 9. Skátasamtökin leituðu því aðstoðar 1xINTERNET.

World Organization of the Scout Movement frontpage screenshot

Hvaða vandamáli stóðu þau frammi fyrir?

Eldri vefsíða heimssamtakanna, sem var byggð í Drupal 7, var að hluta til orðin úrelt og ekki aðgengileg öllum landssamtökum skáta í heiminum. Drupal 7 nálgaðist “end-of-life”, sem þýddi að sú útgáfa yrði ekki lengur uppfærð og ekki yrði boðið upp á viðhald og öryggisuppfærslur. Þar sem sumir kjarnamódúlar (e. core modules) vefsíðunnar voru að “renna út”, voru ýmsar villur að koma upp á vefsíðunni. Þetta varð til þess að samtökin leituðu að betri lausn og uppfærslu.

Nokkurs ósamræmis gætti í hönnuninni og leitin virkaði ekki sem skyldi fyrir viðburði og fréttir en það gerði notendum erfitt fyrir við það að nálgast þær upplýsingar sem þeir þurftu. Vefsíðan innihélt gríðarlegt magn efnis og það þurfti að setja það betur upp til að gera síðuna aðgengilegri og til að auðvelda ritstjórum uppfærslur og viðhald.

WOSM fékk 1xINTERNET í það verkefni að endurhanna og endurmóta síðuna með það að markmiði að gera hana aðlaðandi og aðgengilega fyrir notendur um allan heim. Helsta áskorunin var endurskipulagning efnis og flutningur yfir í Drupal 9 þar sem það þurfti að samræmast efnisstefnu WOSM og þýða allt yfir á mörg tungumál. Þýðingarmódúllinn (e. language translation module) á vefsíðunni skipti sköpum þar sem hann bætir aðgengi síðunnar fyrir hina fjölbreyttu notendahópa um allan heim.

Hvernig gátum við aðstoðað?

1xINTERNET vann í nánu samstarfi við Heimssamtök skátahreyfinga (WOSM) til að búa til aðgengilega og sjónrænt aðlaðandi vefsíðu með Drupal 9 sem uppfyllti kröfur þeirra. Meginmarkmiðið var að endurhanna og endurmóta vefsíðuna svo að hún mætti þörfum notenda og samræmdist efnisstefnu WOSM. 1xCMS lausnin okkar gerði okkur kleift að búa til nútímalega og móttækilega vefsíðu sem virkar gallalaust á mismunandi tækjum.

Hönnunarteymið okkar þróaði ferska og samræmda UX hönnun með því að nota hönnunarkerfi samþætt við Storybook. Við fluttum og endurskipulögðum efnið til að gera það aðgengilegt fyrir breiðan hóp notenda. Vel skipulagt og flott stikl (e. navigation) auðveldar aðgengi að upplýsingum. Nýja CMS lausnin gerði stjórnun vefsíðunnar skilvirkari; bætti ritstjórnarupplifunina og gerði öllum ritstjórum kleift að viðhalda síðunni, óháð þeirra tæknikunnáttu. 

Til að gera vefsíðuna aðgengilega um allan heim notuðum við Drupal þýðingarmódúlinn TMGMT ásamt SmartCat til að auðvelda þýðingarferlið á vefsíðunni. SmartCat samþættist óaðfinnanlega við CMS kerfið og gerir þýðingarvinnuflæðið sjálfvirkt, en það auðveldar ritstjórum umsjónina með þýðingum. Vefsíða heimssamtakanna er alþjóðleg og því var þörf á þessari virkni til að tryggja að hægt væri að ná til alþjóðlegra notenda.

Við innleiddum SSO (Single-Sign-On) fyrir vefsíðuna, sem gerir notendum kleift að skrá sig inn með sínum WOSM aðgangi. Þetta gerði innskráningarferlið mun skilvirkara, kom í veg fyrir að notendur þyrftu að muna sérstök Drupal notendanöfn og lykilorð, bætti notendaupplifun og auðveldaði aðgang að efni.

Frá viðskiptavininum

Mihajlo Atanackovic photo

 

"1xINTERNET hefur átt stóran þátt í að nútímavæða og umbreyta aðalvefsíðu Heimssamtaka skátahreyfinga (WOSM). Þeirra vinna hefur gert vefsíðuna okkar aðgengilegri fyrir skáta um allan heim en þau sáu um að flytja vefsíðuna yfir í Drupal 9, bæta notendaviðmótið og setja inn þýðingarmódúl. Teymið er metnaðarfullt og reynsluríkt, nálgun þeirra er alveg miðuð út frá viðskiptavininum og verkefnið hefur farið langt fram úr okkar væntingum. Ég mæli eindregið með 1xINTERNET fyrir öll vefverkefni."

Mihajlo Atanackovic, Director Digital and IT, Heimssamtök skátahreyfinga

Helstu eiginleikar verkefnisins

Flutningur yfir í Drupal 9

Endurskipulagning og flutningur efnis yfir í Drupal 9 bætti aðgengi notenda og einfaldaði ritstjórum efnisumsjón. Fyrir vikið er vefsíðan nú þægilegri í notkun og viðhald er mun einfaldara.

Fjöltyngd þýðing með TMGMT & SmartCat

Þýðingarmódúllinn auðveldar samtökunum þýðingarferlið. Þar sem efni síðunnar er aðgengilegt á mismunandi tungumálum, nær það til fleiri skáta sem staðsettir eru víða um heim. Þetta var mikilvægur eiginleiki fyrir alþjóðlega stofnun á borð við WOSM.

Öflug Solr leit

Solr leitin skilar nákvæmum og viðeigandi leitarniðurstöðum. Eitt af meginmarkmiðum heimssamtaka skátahreyfinga var að gera efnið aðgengilegra.

Leiðandi notendaviðmót

Lausnin okkar notar hönnunarkerfi sem er samþætt við Storybook og við notuðum einnig vefíhluti til að búa til samræmda hönnun og óaðfinnanlega notendaupplifun.

1xCMS lausn

1xCMS lausnin veitir hámarkssveigjanleika og við lögðum áherslu að hún væri eins einföld í notkun og hægt er. Þegar notendur vilja fletta upp og nálgast viðeigandi upplýsingar er mjög hjálplegt að efnið sé vel skipulagt. Lausnin býður einnig upp á öfluga ritstjórnarupplifun.

Samþætting við skátaskrár

Veitir gögn um skátasamtök um allan heim. Notendur geta leitað að og fundið landssamtök skáta, viðburði og aðrar upplýsingar sem tengjast skátastarfi.

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

Eldri vefsíða samtakanna var keyrð á Drupal 7 og þótti Drupal góður kostur. Drupal er byggt á opnum hugbúnaði og er áreiðanlegur valkostur fyrir stór non-profit samtök þar sem kerfinu fylgja engin leyfisgjöld né birgjalæsing (e. vendor lock-in). Það lá beinast við fyrir WOSM að flytja síðuna yfir á Drupal 9 þar sem þau vildu uppfæra. Með því að velja 1xINTERNET fengu þau trausta Drupal sérfræðinga til að sjá um flutninginn. 1xCMS lausnin veitti Skátunum eiginleika og virkni sem uppfylltu þeirra kröfur og samræmdust efnisstefnunni. Allt þetta leiddi til bættrar ritstjórnarupplifunar.

Drupal logo

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

Unity Blog - Fjöltyngt blogg

Teaser Unity Blog

Unity blog er vinsælt, gagnvirkt blogg sem heyrir undir Unity Technologies, framleiðendur Unity tölvuleikjahugbúnaðarins. Unity vildu samstilla alla...

Vefverslanir

VfSt - fínstillt e-commerce lausn

Tákn hjónabands

Flutningur á kerfi yfir í opinn hugbúnað samþætt við Drupal commerce til að tryggja hnökralaust kaupferli.