AuPairWorld - Gagnaflutningur í Drupal

Atvinnugrein
Þjónusta
Lausn
Vefumsjónarkerfi, Hýsingarlausn
Tækni
Drupal, React

AuPairWorld er vettvangur á netinu fyrir au pairs og fjölskyldur í leit að au pair. Vettvangurinn er starfræktur á heimsvísu og er sá stærsti sinnar tegundar í heimi. Kominn var tími á að uppfæra þá veftækni sem var notuð sem leiddi til þess að vefsíðan þeirra var endurbyggð í Drupal 9 og mikið af gögnum voru flutt yfir á nýju síðuna. AuPairWorld leitaði aðstoðar hjá 1xINTERNET við þetta flókna verkefni.

Hver eru AuPairWorld?

AuPairWorld er vettvangur þar sem au pairs og gistifjölskyldur geta átt samskipti. Fyrirtækið er starfrækt á heimsvísu og yfir 3 milljónir au pairs og fjölskyldna hafa skráð sig á síðuna frá stofnun hennar árið 1999. Það er mikil traffík á pörunarvefsíðu (e. matching website) Aupairworld og á henni eru þúsundir virkra notenda. 

Au pairs og gistifjölskyldur sem hafa áhuga geta skráð sig á síðuna, leitað að öðrum með því að nota sérhannað leitartól og fengið ábendingar um fólk eða fjölskyldur sem falla að leitarskilyrðunum. Einnig er boðið upp á svokallaða premium áskriftarleið sem gerir notendum kleift að hafa samband sín á milli í gegnum öruggt skilaboðakerfi.

Hvaða vandamáli stóðu þau frammi fyrir?

AuPairWorld vefsíðan hefur verið í stöðugri þróun síðan hún fór fyrst í loftið árið 1999 og er nú orðin risastór vettvangur með mörgþúsund notendur sem nota síðuna daglega og milljónir skráðra notenda. AuPairWorld þurfti að uppfæra vefsíðuna sína í nýjustu útgáfuna af Drupal til þess að geta nýtt alla þá möguleika sem nútímatækni hefur upp á að bjóða. Til þess að ýta undir frekari þróun og bæta virkni pörunarþjónustunnar þurftu þau einnig að að endurskoða gögn í bakendanum.

AuPairWorld áttu flókið verkefni fyrir höndum; að flytja mikið safn gagna frá Drupal 7 yfir í Drupal 9, auk þess að flytja efni frá öðrum stuðningskerfum. Þetta verkefni krafðist reyndra sérfræðinga svo AuPairWorld setti sig í samband við 1xINTERNET. Þar sem það er mikil umferð á síðunni var mjög mikilvægt að flutningurinn hefði ekki áhrif á þjónustuna á live síðunni og að viðkvæm notendagögn væru örugg.

Hvernig gátum við aðstoðað?

1xINTERNET útvegaði AuPairWorld lausn sem myndu aðstoða við að nútímavæða tæknistaflann. Við tókum við umsjón tæknilegra áskorana til að geta veitt AuPairWorld öfluga og háþróaða lausn sem skilar bættri virkni og skölunarhæfni fyrir frekari þróun.

Það var flókið verkefni að flytja gögnin úr gamla vefumhverfinu yfir í kerfi sem er byggt í Drupal 9. 1xINTERNET nýtti sér reynslu og sérþekkingu sína til að tryggja að flutningurinn gengi hratt og örugglega fyrir sig og hefði ekki áhrif á notendur eða þjónustu AuPairWorld. Passað var sérstaklega upp á notendagögn á meðan á flutningsferlinu stóð.

Þar sem 1xINTERNET hefur lengi verið í samstarfi við Acquia, gátum við boðið AuPairWorld hýsingu hjá Acquia sem felur í sér sólarhringsstuðning, öfluga leitarþjónustu og örugga gagnageymslu. Þetta var mikilvægt fyrir AuPairWorld þar sem þau hafa í vörslu sinni mikið af viðkvæmum gögnum um notendur.

Við nýttum einnig tækifærið til að betrumbæta kerfið fyrir notendur með því að bæta virkni við vettvanginn eins og “blikk virkni” þar sem notendur geta “blikkað” aðra og hafið samskipti sín á milli.

Helstu eiginleikar verkefnisins

Drupal gagnaflutningur

Flókinn gagnaflutningur Drupal 7 vefsíðu og flutningur annarra kerfa yfir í Drupal 9.

Bætt virkni

Gagnlegar samskiptaaðgerðir voru útfærðar, t.d. blikk virkni.

Viðskiptaáskriftir

Viðskiptaáskriftir gera fjölskyldum kleift að velja Premium áskriftarleið eða skoða ókeypis leitaraðgerðir.

Gagnaskipan í bakenda

Tiltekt í gögnum í bakendanum sem eykur sveigjanleika og einfaldar viðhald.

Premium eiginleiki

Premium skilaboðaþjónusta var innleidd svo fjölskyldur gætu haft samband við au pairs á öruggan hátt.

Acquia hýsing

Hýsing hjá Acquia er skalanleg, besta lausnin fyrir síður þar sem umferðin er þung. Hýsingin ræður við það þegar umferðin er í hámarki. Einnig er hægt að fá stuðning allan sólarhringinn og gagnaöryggi er háþróað.

Frá viðskiptavininum

"Við höfum verið að leiða saman au pairs og gistifjölskyldur í gegnum netið síðan árið 1999. Með hjálp 1xINTERNET tókst okkur að setja í loftið nýjan og endurbættan vef með góðum árangri. Vettvangurinn okkar, sem er fjöltyngdur, fékk glænýjan tæknilegan grunn. Þetta auðveldar okkur áframhaldandi þróun AuPairWorld fyrir viðskiptavini okkar."

Heike Fischer, Managing Director, AuPairWorld

Heike Fischer - Managing Director, AuPairWorld

Af hverju var Drupal notað í þetta verkefni?

Drupal hentaði vel í þetta verkefni þar sem það er sveigjanlegur hugbúnaður, það er auðvelt að aðlaga hann að vefsíðum sem hafa flókna virkni eins og AuPairWorld. Það var mikilvægt að hafa góða gagnaskipan, sem er einn af helstu kostum Drupal. Þar sem Drupal 7 vefsíða AuPairWorld virkaði vel, var rökrétt að halda þróun áfram í Drupal og uppfæra í nýjustu útgáfuna.

Drupal and 1xINTERNET

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

EIT Health - Community Platform

EIT Health - Pipette und Reagenzgläser

EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett...

Vefumsjónarkerfi

Schwaketenbad - Endurgerð vefsíða með 1xDXP

Schwimmmerin zieht im Pool ihre Bahnen

Schwaketenbad er innisundlaugarsvæði í Konstanz, Suður-Þýskalandi. Árið 2015 brann þessi vinsæli vatnsleikvöllur til grunna og enduruppbygging...