Miklaborg

Atvinnugrein
Fasteignaþjónusta
Lausn
CMS lausnir
Tækni
Drupal, Elasticsearch, React

Árið 2016 byggði 1xINTERNET vefsíðu fyrir íslensku fasteignasöluna Mikluborg. Miklaborg hefur stækkað ört síðustu ár og því var kominn tími á að uppfæra vefsíðuna. Við settum nýja vefsíðu í loftið með nýjustu útgáfu Drupal og notuðum 1xDXP lausnina okkar sem grunn. Vefsíðan inniheldur öfluga leitarvél, endurbætt notendaviðmót og samþættingu við fasteignasölukerfið Homemaker.

Hvað er Miklaborg?

Miklaborg er ein stærsta fasteignasalan á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 en í dag starfa þar um 30 manns. Creditinfo hefur útnefnt Mikluborg framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2015 og ár hvert síðan þá.

Vefsíða Mikluborgar gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi fyrirtækisins þar sem væntanlegir húsnæðiskaupendur geta fundið ítarlegar upplýsingar um fasteignir á sölu og haft beint samband við fasteignasalana. Meirihluti gagnanna sem birtast á vefsíðunni er sóttur í fasteignasölukerfi Mikluborgar, Homemaker. Homemaker er einnig hannað og viðhaldið af 1xINTERNET.

Hvert var markmið verkefnisins?

Eldri vefur Miklaborgar bauð ekki upp á alla þá eiginleika sem fyrirtækið þurfti. Markmiðið var að búa til notendavæna vefsíðu sem væri aðgengilegri og einfaldaði verk ritstjóra. Jafnframt óskaði Miklaborg eftir nútímalegri hönnun með áherslu á birtingu mynda þar sem þær gegna mikilvægu hlutverki í fasteignasölu.

Hugmyndin var að innleiða nýtt vefumsjónarkerfi sem myndi gera ritstjórum kleift að búa til lendingarsíður, en þær eru mikilvægur hluti af markaðsherferðum. Þetta átti að auka umferð á síðuna og búa til sölutækifæri.

Hvernig gátum við aðstoðað?

Ný vefsíða Mikluborgar var þróuð með Drupal 9 og 1xDXP lausnin okkar notuð sem grunnur. Fyrir bakendann innleiddum við 1xCMS vefumsjónarkerfið. Þetta kerfi er mjög notendavænt og ritstjórar síðunnar geta nú auðveldlega búið til efni, þ.á.m lendingarsíður og vefeyðublöð. 

Starfsemi Mikluborgar fer að miklu leyti fram í fasteignasölukerfinu “Homemaker” sem var hannað af 1xINTERNET sérstaklega fyrir Mikluborg. Homemaker virkar eins og gagnabanki fyrir vefsíðuna þar sem kerfið geymir allar upplýsingar um fasteignir á söluskrá. Samþætting við Homemaker vefþjónusturnar gerir vefsíðunni kleift að sækja gögn úr kerfinu og birta þau síðan á síðunni í gegnum létt React app. Þegar eignir eru settar á söluskrá í Homemaker, birtast þær sjálfkrafa á vefsíðu Mikluborgar sem og öðrum fasteignavefjum, t.d. mbl.is/fasteignir og fasteignir.visir.is.

Hönnunarteymi 1x bjó til nútímalega og aðlaðandi hönnun. Þegar notendur opna einstaka eignir blasir við þeim myndasafn, en það var ein af helstu áherslunum fyrir nýju síðuna. Í gegnum eignarsíðuna geta notendur svo haft beint samband við viðeigandi fasteignasala. Nú er einnig hægt að setja eignir á “óskalista” en þessi eiginleiki flýtir fyrir þegar notendur heimsækja síðuna aftur og vilja strax finna þær eignir sem höfðuðu til þeirra.

Ein af meginkröfum þessa verkefnis var að betrumbæta leitarvélina í Söluskránni. Með innleiðingu ElasticSearch tókst okkur að búa til öfluga leitarvél. Einnig settum við upp ýmsar síur sem einfalda leitarupplifunina. Leitin er hröð og niðurstöðurnar breytast um leið og einhverjar breytingar eru gerðar á skilyrðunum.

Samstarf okkar við Mikluborg stendur enn yfir en nú er unnið að Homemaker 2.0, endurbættri útgáfu af fasteignasölukerfinu. Við höfum einnig aðstoðað Mikluborg við það að búa til efni og samþættingu við Google Analytics fyrir markaðsherferðir þeirra.

Helstu eiginleikar verkefnisins

Öflug leitarvél

Við byggðum hraða og öfluga leitarvél með ElasticSearch. Gestir síðunnar geta flett í gegnum eignir á söluskrá og notað meðfylgjandi síur; svæði, tegund, herbergi, verð og stærð.

Nútímalegt notendaviðmót

Nýja vefsíðan hefur nútímalegt útlit og áhersla var lögð á myndir til þess að fanga athygli væntanlegra kaupenda. Nú er auðvelt að hafa samband við fasteignasalana varðandi eignir á sölu. Ritstjórar geta búið til lendingarsíður, sem spila stórt hlutverk í markaðsherferðum.

Samþætting við vefþjónustur

Flóknasta verkefnið var að samþætta við Homemaker vefþjónusturnar. Allar upplýsingar um eignir eru sóttar í fasteignasölukerfið og þær birtast svo sjálfkrafa á vefsíðu Mikluborgar í gegnum React app. Þetta sparar mikinn tíma og fyrirhöfn fyrir ritstjóra síðunnar.

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

Miklaborg hafði þegar reynslu af Drupal en eldri vefsíða þeirra var keyrð á Drupal 7 og Homemaker kerfið er einnig byggt á Drupal. 1xINTERNET og Miklaborg eiga langt og farsælt samstarf að baki og Drupal hefur hentað vel þar sem kerfið hefur upp á margt að bjóða. Miklaborg er ört vaxandi fyrirtæki og þar sem Drupal hefur mikla skölunarhæfni, mun kerfið halda áfram að vaxa með þeim.

Drupal logo

Fleiri verkefni

E-commerce lausnir

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.

CMS lausnir

Unity Blog - Fjöltyngt blogg

Teaser Unity Blog

Unity blog er vinsælt, gagnvirkt blogg sem heyrir undir Unity Technologies, framleiðendur Unity tölvuleikjahugbúnaðarins. Unity vildu samstilla alla...