Innranet fyrir þitt fyrirtæki

Hverju þarft þú að koma áleiðis til starfsfólksins þíns? Hvað vilja þau vita? Hverju er það að miðla sín á milli? Öll fyrirtæki hafa mismunandi menningu og Innranetslausn gæti komið til móts við það. 1xINTERNET aðstoðar þig við að setja upp innranet sem er sniðið að ykkar þörfum.

Hvað gerir góður innrivefur fyrir þitt fyrirtæki?

Forrester Employee Experience (EX) Index sýnir að það starfsfólk sem er ánægt með samskiptaleiðir í starfi sínu og hefur aðgang að öllum viðeigandi viðfangsefnum er mun virkara í starfi. Þess vegna getur notkun innrivefs skipt sköpum í samstarfi innan fyrirtækja.

Þegar innrivefur er valinn skal gæta þess að efnið sé gert aðgengilegt starfsfólki í gegnum þær rásir sem því þykir ákjósanlegast; í gegnum vefinn, farsímann eða önnur viðeigandi fyrirtækjaforrit. Sérstillingarmöguleikar, sveigjanleg hönnun og viðmótsverkfæri eru einnig mjög nauðsynleg.

Intranet software screenshot tablet

Notaðu Drupal til að innleiða félagslegt innranet á þínum vinnustað. Samskipti eru lykillinn að farsælu samstarfi. Við höfum ótakmarkaða möguleika þegar kemur að eiginleikum fyrir innranet.

Hafðu samband

Byggðu öflugan innrivef með 1xINTERNET

Við aðstoðum þig við að setja upp upplýsingaflæði innan fyrirtækisins með öflugri lausn. Við getum lagt þér lið við hugmyndavinnu og síðan innleiðingu innranetsins.

Intranet software by 1xINTERNET screenshot tablet

Vinsælir eiginleikar

Samskipti

 • Erindi frá stjórnendum og starfsráði
 • Mikilvægar nýjar greinar
 • Stafrænar auglýsingatöflur
 • Umbótatillögur starfsfólks

Aðgangur að upplýsingum

 • Öflug leit with Elastic Search
 • Aðgangur að skjölum, myndböndum og myndum
 • Listi yfir tengiliðaupplýsingar starfsmanna
 • Innbyggt aðgengi að viðskiptaupplýsingum eins og ársskýrslum og sölutölum

Félagslegir eiginleikar

 • Like og athugasemdir
 • Afmælistilkynningar
 • Hrós milli starfsfólks
 • Starfsfólki er skipt í flokka

Nýlegir Innrvefir

Innranet

Jägermeister - kraftmikið innranet

Flaska af Jägermeister með grænan bakgrunn

"JägerNet" er miðlæg samskipta- og samstarfsmiðstöð fyrir alþjóðlegt teymi með yfir 1000 starfsmenn.

Innranet

Reykjavíkurborg - Innranet

1x Case Study Teaser City Reykjavik

Starfsfólk Reykjavíkurborgar er yfir 9000 talsins í mismunandi geirum eins og skólum, leikskólum og öðrum opinberum stofnunum. Elda innranet...

1xINTERNET notar Drupal við þróun innranetslausna fyrir fyrirtæki

Frjálsi hugbúnaðurinn Drupal hefur fest sig í sessi sem frábær vettvangur fyrir þekkingarstjórnun og innri samskipti fyrirtækja. Drupal hefur því marga kosti þegar kemur að innranetslausnum.

Drupal and 1xINTERNET

Kostir þess að nota Drupal við gerð innrivefs

Engin leyfisgjöld

Drupal er frjáls hugbúnaður og þar af leiðandi notkun innranetslausnanna ókeypis.

Stöðug þróun

Drupal er í stöðugri þróun af virku samfélagi og hugbúnaðurinn er notaður um allan heim. Þú færð því alltaf aðgang að nýjust tækni.

Aðlögun sem hentar þér

Hægt er að aðlaga innranetslausnina að þörfum og uppsetningu hvers fyrirtækis.

Tímasparnaður

Það er auðvelt og fljótlegt að setja upp Drupal og innrivef sem uppfyllir þínar þarfir.

Aðlöguð að öllum tækjum

Innrivefslausnin okkar er aðlöguð fyrir öll tæki, þannig að starfsfólk getur nálgast upplýsingar í gegnum fartölvur, farsíma og tölvur hvenær sem er.

Eiginleikar innrivefs

Innrivefur okkar hefur mikið úrval eiginleika sem hægt er að velja úr. Sem dæmi má nefna tilkynningakerfi, markaðstorg, fundardagskrár, fréttastraum, skilaboðaspjall og skjalageymslu. Allt sérsniðið að þörfum fyrirtækisins, þú velur hvað hentar og nýtist þér.

Hvað segja viðskiptavinir okkar

"Okkur vantaði nýstárlega lausn til að auðvelda samvinnu og samskipti milli teyma okkar sem starfa víðs vegar um heiminn. Markmiðið var að gera samskipti hröð og gagnsærri. Við vildum nýta nýja eiginleika samfélagsmiðlanna okkar og geta upplýst samstarfsfólk okkar um allan heim. Innranetið okkar er margverðlaunað og uppfyllti allar þessar væntingar. Það er mjög gott að vinna með 1xINTERNET.“

Andrea Ostheer, framkvæmdastjóri fyrirtækjasamskipta hjá Mast-Jägermeister SE

 Andrea Ostheer

Algengar spurningar varðandi 1x Innranetið

Innrivefur eflir teymis anda innan fyrirtækis. Það eykur framleiðni og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna ef samskipti eru opin og skýr. Ennfremur getur innrivefur fyrirtækis stuðlað að liðsanda og skilvirkri þekkingarmiðlun. Með bættri samvinnu má draga úr kostnaði og fínstilla ferla.

Hagnýt og þægileg hönnun

Í dag notum við farsímana okkar fyrir allt mögulegt og því þarf að bjóða notendum móttækilega hönnun sem aðlagast mismunandi skjástærðum.

Dagatal

Dagatal getur verið gagnlegt til að birta frídaga og afmæli. Einnig fækkar það tölvupóstum sem sendir eru til starfsfólks varðandi þessi málefni.

Leit

Það getur verið þreytandi fyrir starfsfólk þegar það finnur ekki þær upplýsingar sem það leitar að. Af þessum sökum er mikilvægt að innleiða góða leit.

Tilkynningar

Halda skal starfsmönnum upplýstum um nýjar færslur eða efni í gegnum tölvupóst eða með tilkynningum á lesborði.

Deiling á efni

Í nútímalegum innrivefslaunsum geta starfsmenn, deilt, sérmerkt og svarað efni inná vefnum og valið að fylgja ákveðnum notendum. Hægt er að bjóða uppá skoðananakannanir og ýmislegt annað til að eiga samskipti við starfsfólk.

Gagnvirk starfsmannaskrá

Slík skrá auðveldar samvinnu milli samstarfsfólks og auðveldar tengingu við rétta fólkið.

Lesborð (e. dashboards)

Upplýstu teymið um mikilvæg málefni beint á heimasíðu innranetsins.

Drupal býður upp á margvíslega eiginleika sem þú getur notað til að stuðla að þekkingarmiðlun, félagslegu samstarfi og innri samskiptum starfsmanna. Mikilvægustu aðgerðir sem innra net ætti að innihalda er hægt að framkvæma með Drupal. Að auki er hægt að útfæra frekari eiginleika til að mæta þínum þörfum.

Spjallborð

Staður þar sem starfsfólk getur skipst á skoðunum en ákveðnir stjórnendur hafa umsjón með umræðunni. Drupal kjarninn býður upp á möguleikann fyrir spjallborð.

Notendavæn leit

Hægt er að útvíkka  innbyggðu Drupal leitina, til dæmis með samþættingu "Apache Solr" til að veita fulla textaleit, síun, sjálfvirkri útfyllingu og margt fleira.

Wikis

Samvinna á vefnum er skipulögð með svokölluðum "Wikis" þannig að allt efni getur verið uppfært eða lagfært að hvaða notenda sem er.

Vörn með lykilorðum

Hægt er verja ákveðna hluta vefsins með lykilorðum og ákveða þannig hvað einstaklingar fái aðgang að ákveðnum upplýsingum.

Ein innskráning

Notendur innrivefs þurfa aðeins að skrá sig inn einu sinni til að fá aðgang að innrivefnum. 

Helsti munurinn á samfélagslegu innraneti og "venjulegu" innraneti er að samfélagslegt innranet inniheldur öfluga þekkingarmiðlun og tól sem auðvelda samvinnu. Efni er ekki aðeins búið til miðlægt af stjórnanda, heldur geta notendur tekið virkan þátt í sköpun efnis, myndað tengsl sín á milli, skrifað bloggfærslur og skipst á upplýsingum í gegnum Wikis, á spjallborðum og í einkaspjalli.Samfélagslegur innrivefur stuðlar því bæði að upplýsingamiðlun sem og samskiptum, samvinnu og innri leit. 

Drupal býður upp á tilbúnu dreifinguna Open Social og því er mjög auðvelt að setja upp samfélagslegt innranet með frjálsum hugbúnaði. Við hjá 1xINTERNET getum aðstoðað.

Reglugerðir og opinber skjöl

Setja skal upp svæði þar sem nýjustu útgáfur af öllum umsóknarformum, reglugerðum og opinberum skjölum fyrirtækis eru geymdar.

Fyrirtækjastefna og markmið

Möguleikinn á að vísa í stefnu fyrirtækisins hjálpar til við að upplýsa starfsmenn um heildarmyndina. Þannig vita þeir hvert fyrirtækið stefnir. Á stefnumótunarhluta innranetsins ættu einnig að koma fram upplýsingar um helstu verkefni og hvers kyns undiráætlanir, t.d. fyrir mismunandi atvinnugreinar.

Gildi og samfélagsleg ábyrgð (CSR)

Margar stofnanir hafa áhuga á að útskýra gildi sín fyrir starfsfólki og áherslu á stuðning við utanaðkomandi félagasamtökÞessar upplýsingar geta stuðlað að því að menning verði til innan fyrirtækisins sem hvetur fólk til þátttöku og gefur starfsfólki tilgang.

Ásýnd fyrirtækis

Flest fyrirtæki vilja að öll samskipti samsvari vörumerki sínu í tónum og ásýnd. Innrivefur geymir upplýsingar um vörumerki og ásýnd fyrirtækisins. Þar ætti að vera hægt að nálgast stafrænar skrár eins og lógó, myndir, kynningarsniðmát o.s.frv. 

Upplýsingar um vörur og þjónustu

Það er mjög mikilvægt að hægt sé að finna upplýsingar um mikilvægustu vörur og þjónustu fyrirtækis á innrivefnum. Þetta stuðlar einnig að vitund starfsfólk um það hvað fyrirtækið gerir út á við. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðlar þetta að betri þjónustu við viðskiptavini.

Upplýsingar um staðsetningar

Flest fyrirtæki eru staðsett á fleiri stöðum en einum og því er mjög gagnlegt að upplýsingar um allar staðsetningar séu aðgengilegar á innrivefnum. Efnið ætti ekki aðeins að miða að því starfsfólki sem starfar á hverjum stað fyrir sig heldur einnig að þeim sem ferðast þangað. Dæmigert efni á innrivef varðandi staðsetningar:

 • Hvernig á að komast þangað
 • Kort og skipulag
 • Aðstaða og öryggisupplýsingar
 • Hótel og veitingastaðir í nágrenninu
 • Upplýsingar eins og nýjasti matseðill mötuneytisins eða Wi-Fi lykilorð fyrir gesti
Svæði fyrir nýtt starfsfólk

Hér er átt við svæði þar sem hægt er að finna t.d. upplýsingar um fyrirtækið með skoðunarferð um helstu sviðin eins og skipulag og stefnumótun. Þarna ætti einnig að vera hægt að finna mikilvæg eyðublöð og gátlista. Hnökralaust ferli við upphaf starfsferils (e. onboarding process) er ekki aðeins skilvirkt heldur tryggir það einnig að hakað sé við öll þau atriði sem fara þarf yfir þegar nýr starfsmaður er ráðinn.

Mannauðsupplýsingar

Allt starfsfólk ætti að hafa aðgang að mannauðsupplýsingum á innrivefnum. Það ætti að geta skoðað upplýsingar um félagslegar bætur, bókað frídaga og einstaklingsþjálfun. Það getur sparað mannauðsstjórum heilmikla vinna að hafa þessar upplýsingar á einum stað þar sem starfsfólk getur sjálft fundið það sem það leitar að. 

Leiðbeiningar um innranet

Ekki gleyma að setja inn leiðbeiningar um notkun vefsins. Þrátt fyrir að flestir nútíma innrivefir séu auðveldir í notkun og krefjist ekki þjálfunar í sjálfu sér, þá eru alltaf einhverjir notendur sem hafa minni tæknikunnáttu. Þetta gæti sérstaklega átt við um félagslega þætti innrivefsins, eins og að "skrifa athugasemdir" eða ganga í hópa, en það gæti verið nýtt fyrir suma starfsmenn. Algengar spurningar, notendaskjöl og kennslumyndbönd geta hjálpað notendum heilmikið.

Aðrar 1xDXP lausnir

1xDXP - PIM kerfi

PIM Product Screenshot teaser

1x PIM er öflug lausn en auðveld í notkun og hún sameinar allar vöruupplýsingar í eitt kerfi.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - PIM kerfi

1xDXP - Stafræn viðskiptalausn

E-commerce software screenshot

Við aðstoðum þig við innleiðingu á stafrænni viðskiptalausn til að setja upp klassíska netverslun, markaðstorg, pöntunargáttir o.fl.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Stafræn viðskiptalausn

Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Efnisgreinar (e. content sections) með “drag-and-drop” virkni

CMS-lausn fyrir fyrirtæki, byggð á opnum hugbúnaði. 90% af eiginleikum og virkni tilbúin beint úr kassanum. Hún er áreiðanlegur vettvangur sem einfaldar efnissköpun og umsjón efnis, einfaldar vinnuflæði, gerir samvinnu skilvirkari og tryggir samræmda upplifun af vörumerki, sveigjanleika og öryggi.

Lesa meira um þetta: Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði