Eldum Rétt - Hauslaus Drupal Commerce lausn

Solution
E-commerce lausnir

Sigurvegari International Splash Awards

Eldum Rétt

Íslenska áskriftarþjónustan Eldum Rétt býður viðskiptavinum sínum upp á matarkassa með matreiðsluleiðbeiningum fyrir heimamatargerð og sendir upp að dyrum. Fyrirtækið er leiðandi á íslenskum markaði. Hugmyndin er að bjóða upp á einstaklega sveigjanlega og fjölbreytta valkosti fyrir fjölskyldur af öllum stærðum sem hægt er að panta og breyta í gegnum netið. Eldum Rétt hefur tekist að skila tveggja stafa vexti ár eftir ár undanfarin 5 ár á sama tíma og hagnaður fyrir hverja máltíð hefur aukist. Viðskiptavinum hefur fjölgað um 30%. Viðskipti þeirra eru algjörlega háð gögnum úr kerfinu sem við smíðuðum fyrir þau árið 2018. Síðan þá höfum við stöðugt verið að uppfæra og betrumbæta lausnina.

Hvað er Eldum Rétt?

Eldum Rétt er leiðandi fyrirtæki í áskriftarþjónustu á Íslandi en þau bjóða upp á matarkassa fyrir heimamatargerð. Eldum Rétt var stofnað árið 2013 og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á þessa þjónustu. Eldum Rétt veitir viðskiptavinum sínum gríðarlegan sveigjanleika hvað varðar áskriftarpakka, matarval og afhendingu.

Í gegnum vefsíðuna eða appið velja viðskiptavinir uppáhaldsréttina sína og kerfið reiknar út magn hráefna sem síðan er pakkað í kassa ásamt uppskriftum og leiðbeiningum. Í kerfinu er gríðarlegt magn mismunandi máltíða fyrir hvaða tilefni sem er, allt frá einföldum hversdagsmáltíðum yfir í hátíðarrétti fyrir gamlárskvöld. Þessi þjónusta sparar viðskiptavinum stressið í kringum matarinnkaup og dregur úr matarsóun þar sem fólk fær nákvæm hráefni send heim.

Í dag eru um 400.000 máltíðir sendar á íslensk heimili á hverju ári. 35 manns starfa við netverslunina sjálfa. Árið 2022 nam ársvelta Eldum Rétt 1,5 milljörðum króna.

Hvaða vandamálum stóð viðskiptavinurinn frammi fyrir?

Gamla vefsíðan var byggð í Drupal 7 með Drupal Commerce árið 2014. Þegar fyrirtækið stækkaði þurfti að uppfæra stafræna innviði þess til þess að mæta nýjum kröfum. Öll starfsemi Eldum Rétt byggist á gögnunum í kerfinu og eru þau notuð til að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustuna.

Eldum Rétt var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á þessa þjónustu og þau vildu nýta alla nýjustu og bestu tækni fyrir viðskiptavini sína. Þeirra nálgun tekur mið af viðskiptavininum og býður upp á sérsniðna valkosti fyrir áskrift, matarval og afhendingu.

Tæknilegar kröfur Eldum Rétt eru flóknar og umfangsmiklar. Viðskiptavinir geta valið matarkassa með leiðbeiningum úr miklu úrvali og geta stillt matarkassana með eftirfarandi atriði til hliðsjónar:

  • Tíðni (breyta hversu oft þeir koma, gera hlé á afhendingum)

  • Sveigjanlegur fjöldi skammta 

  • Sveigjanlegar tímasetningar

  • Mismunandi afhendingarstaðir

  • Matreiðsluleiðbeiningar skref fyrir skref

  • Persónulegur smekkur fólks (“smekksprófílar”)

  • Verðbil

  • Gjafabréf

  • Aukavörur

Hvernig gátum við aðstoðað?

Þegar Eldum Rétt leitaði til 1xINTERNET langaði þau að uppfæra stafræna umhverfið sitt svo hægt væri að nýta tæknilega möguleika þess og nota gögn úr kerfinu til að betrumbæta innri verkferla.

Þau tóku upp nálgun sem tekur mið af viðskiptavininum og reyna þannig að bjóða viðskiptavinum upp á eins mikinn sveigjanleika og hægt er.

Algorithm-inn í bakendanum er mjög flókinn fyrir e-commerce lausn þar sem Eldum Rétt býður upp á gríðarlegt úrval af sveigjanlegum máltíðarsettum og mismunandi samskiptaleiðir við viðskiptavini í gegnum push tilkynningar, SMS og tölvupóst. Þetta var allt gert með nýjum tæknistafla (e. technology stack).

Frá viðskiptavininum

“Öll starfsemi Eldum rétt fer fram í gegnum netið. Upplifun notenda og áreiðanleiki netverslunarinnar er því í fyrirrúmi. Við treystum 1xINTERNET fullkomlega til að leysa hvaða tæknivandamál sem er - allt frá hýsingarinnviðum og UI hönnun til bakenda- og framendaþróunar. Allt er þetta unnið með góðu skipulagi og verkefnastjórnun. 1xINTERNET hefur stöðugt sýnt fram á yfirburði og áreiðanleika á fyrrnefndum sviðum í þau 5 ár sem við höfum unnið með þeim”.

Róbert Karl Lárusson, CTO

Róbert Karl Lárusson

Helstu eiginleikar verkefnisins

Áskriftarþjónusta

Áskriftarmöguleikar Eldum Rétt eru umfangsmeiri en gengur og gerist (hjá Amazon eða þess háttar). Hægt er að kaupa hvaða vöru sem í boði er og í öllum áskriftarleiðum er hægt að sleppa einstaka pöntunum eða gera hlé á þeim um einhvern tíma. Viðskiptavinurinn getur líka endurvirkjað áskriftina sína og kerfið passar uppá að hún fari rétt af stað og að pantanir komi með réttu millibili. Ennfremur er öllum máltíðum vikunnar í áskriftinni pakkað saman og þær koma heim að dyrum í einni sendingu.

Sveigjanleg máltíðarsett og matseðlar

Eldum Rétt býður upp á sveigjanlega samsetningu máltíða. Hægt er að velja magn máltíða og fjölda skammta innan fyrirfram ákveðinna stillinga en strúktúrinn á bakendanum í kerfinu er líka sveigjanlegur. Þetta gerir notendum kleift að endurraða hráefnum í ákveðnum máltíðum. Þessi dæmi eru flókin uppsetningar þar sem verðlagning er breytileg og fer eftir einstaka pöntunum.

Pöntunarmöguleikarnir eru flóknir í samanburði við keppinauta eins og HelloFresh, Blue Apron og Plated. Áskriftarleiðir og sendingarmöguleikar eru sveigjanlegri en þeir sem Amazon býður upp á.

Umbúðir sniðnar að pöntunum

Eldum Rétt notar snjall-algorithma fyrir pökkun pantana. Kerfið geymir upplýsingar um stærð hverrar vöru (breidd, hæð, dýpt, þyngd) og hvaða umbúðir eru tiltækar á lagernum til pökkunar. Kerfið reiknar einnig út hagstæðustu leiðina til að pakka hverri pöntun og sendingarkostnað.

Viðskiptavinir geta valið að vörunum þeirra sé pakkað í eins fáar sendingar og hægt er eða valið mismunandi afhendingarstaði fyrir hverja vöru. Þessi virkni í kerfinu tekur mið af sendingarframboði á vörum, t.d. hvort heimsending sé í boði. Þetta getur verið mismunandi eftir póstnúmeri viðskiptavinarins. Það að vörum sé pakkað í umbúðir sem búið er að reikna út að passi akkúrat er umhverfisvænna og dregur úr sendingarkostnaði.

Sveigjanlegar áætlanir

Eldum Rétt býður upp á sveigjanlega tímaáætlun, þar á meðal hefðbundna vikuáætlun sem er uppfærð á hverjum fimmtudegi og afhending fer fram vikuna eftir, og áætlun fyrir lengri tímabil (2 vikur eða meira) með sveigjanlegum sendingarmöguleikum. Kerfið sýnir sjálfkrafa tiltækar vörur og samsvarandi sendingarmöguleika fyrir viðskiptavininn.

Mismunandi afhendingarstaðsetningar

Það er vinsælt meðal viðskiptavina Eldum Rétt að geta stillt afhendingarstaðinn. Það er mögulegt að fá pantanir sendar á mismunandi staði, til dæmis ef fólk er statt í sumarbústað.

Matreiðsluleiðbeiningar - skref fyrir skref

Matreiðsluleiðbeiningar á PDF formi fylgja matarkössunum. Viðskiptavinir geta einnig nálgast leiðbeiningarnar í gegnum vefsíðuna eða fylgt þeim skref fyrir skref í appinu. Leiðbeiningarnar hafa tekið töluverðum breytingum frá því í gamla kerfinu. Þær innhalda nú nákvæmar upplýsingar sem settar eru upp á skipulagðan máta:

Matreiðsluleiðbeiningar með tímasetningum: Leiðbeiningum er skipt niður í skref sem geta verið mismörg eftir skammtastærð. Þar að auki er magn hráefna reiknað út frá fjölda skammta hverju sinni sem tryggir að allar tölur séu réttar í leiðbeiningunum.

Næringarinnihald og hitaeiningar: Í kerfinu eru allar upplýsingar um næringarinnihald og hitaeiningafjölda hráefna geymdar. Þær upplýsingar eru síðan notaðar til þess að reikna út næringarinnihald hverrar máltíðar og til að skilgreina hugsanlega ofnæmisvalda.

Annað: Notendur hafa aðgang að upplýsingum um erfiðleikastig og eldunartíma, sem og umsögnum frá öðrum notendum.

Persónulegur smekkur

Úrvalið sem Eldum Rétt býður viðskiptavinum sínum upp á er gríðarlegt. Einn af nýlegum eiginleikum kerfisins er möguleikinn á að hanna sinn eigin “smekksprófíl” sem tekur mið af persónulegum smekk notandans. Sem fyrr geta viðskiptavinir valið að skoða rétti sem eru t.d. “vegan” eða “ketó”, en nú geta þeir einnig síað út rétti sem falla ekki undir þeirra smekksprófíl. Snjall algorithmi velur og birtir notanda uppskriftir sem falla að smekk viðkomandi.

Verðskrá

Margir hafa áhyggjur af því að áskriftarþjónusta sem sendir matarkassa heim að dyrum sé of dýr. Þetta á sérstaklega við um yngri kynslóðina. Hjá Eldum Rétt geta viðskiptavinir valið um að dýrari máltíðir birtist þeim ekki í kerfinu.

Gjafabréf

Viðskiptavinahópur Eldum Rétt fer stöðugt vaxandi og meðlimir hans vilja deila matreiðslugleðinni með vinum og vandamönnum. Nú er hægt að kaupa “gjafabréf” þar sem viðskiptavinir ráða upphæðinni. Bakendinn tekur mið af skattlagningu matar og drykkjar.

Aukavörur

Eldum Rétt býður upp á aukavörur þegar gengið er frá pöntun, t.d. eftirrétti eða máltíðir sem passa við ákveðin tilefni. 

Tæknilegir eiginleikar verkefnisins

Gagnaflutningur

Á fyrsta stigi þróunar þurfti að flytja tiltæk gögn úr gamla kerfinu inn í nýtt umhverfi Eldum Rétt. Gagnaflutningurinn var tímafrekt verkefni vegna þess hve flókinn gagnastrúktúrinn er. Kortlagning og skilgreining ákvæða (e. dependency resolution) fór fram á meðan verkefninu stóð. Ferlið var einnig enn flóknara vegna magns gagna; rúmlega 250.000 pantanir og alls 1,2 milljónir gagnasetta. Þessi flutningur þurfti að fara fram án nokkurra truflana svo að viðskiptavinir fengju afhentar pantanir sem höfðu verið lagðar inn aðeins nokkrum klukkustundum fyrr í gamla kerfinu.

API / OAuth

Vefþjónustur (e. API) Eldum Rétt hafa mikla möguleika og geta tengst við ýmsa bakenda, t.d. samfélagsmiðla og farsímaöpp. OAuth tryggir örugga auðkenningu og heimild á vettvangnum (líka í gegnum Facebook og þess háttar). Ennfremur notar Eldum Rétt GraphQL og JSON:API sem gerir öðrum kerfum kleift að sækja hvaða gögn sem er úr kerfinu. Hauslausa commerce lausnin og Eldum Rétt appið, sem er keyrt á React Native, nota þessi tól. Utanaðkomandi kerfi geta líka sótt gögn á öruggan og sveigjanlegan hátt.

Leit

Leitargögn viðskiptavina eru aðeins aðgengileg stjórnanda og starfsmönnum fyrirtækisins. Þetta er mikilvægur eiginleiki í vefversluninni þar sem öll pöntunarstjórnun fer fram í bakenda kerfisins. Það eru margar mismunandi leitarsíður í kerfinu sem nota mismunandi fleti (e. facettes) eftir notkunartilvikum. Fyrir þessar umfangsmiklu og flóknu aðstæður í bakendanum var modular API SolR order index leit notuð.

Tilkynningar

Eldum Rétt notar háþróað tilkynningakerfi fyrir viðskiptavini sína. Kerfið sendir tilkynningar um atburði á borð við kaup, breytingar á stöðu pantana, greiðslur, áminningar um afhendingar og fleira. Fyrsta leiðin til að ná sambandi við viðskiptavin væri til dæmis með push tilkynningu í gegnum Eldum Rétt appið. Ef viðkomandi er ekki með appið gæti næsti möguleiki verið tilkynning í gegnum email. Ef viðskiptavinurinn opnar póstinn ekki innan ákveðins tímaramma myndi hann fá SMS sent.

Þetta var sett upp með svokölluðu “messaging stack” kerfi, sem gerir Eldum Rétt kleift að senda sveigjanlegar tilkynningar í gegnum mismunandi rásir og leiðir, t.d. með push tilkynningum, SMS eða emaili. Tilkynningar birtast notendum líka í athafnaskránni (e. activity log) á vefsíðunni eða í appinu.

Advanced Queue

Advanced queue er notað í runuvinnslu (e. batch operation) og á aðallega við um verkefni tengd áskriftum.

Hýsing

1xINTERNET hefur búið til einstaklega sterka og skalanlega hýsingarinnviði með Google Cloud Platform. Starfsemi Eldum Rétt kallar á það að innviðir geti tíundast í stærð á augabragði.

“Við kunnum mjög vel að meta hvernig heimsklassa Drupal forritarar 1xINTERNET hafa aðlagað og innleitt Drupal Commerce módúlana að óhefðbundnu notkunartilviki okkar á þann hátt að við getum enn nýtt alla möguleika þess, sérstaklega áskriftir. Á síðunni okkar er oft mikil traffík og á álagstímum kemur sér vel hvað hýsingin eru skalanleg. Það dregur úr kostnaði”.

Róbert Karl Lárusson, CTO

Sigurvegari International Splash Awards

Árið 2019 vann lausnin International Splash Awards, alþjóðleg verðlaun sem óháð dómnefnd veitir fyrir árangursrík verkefni þróuð með Drupal.

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

Þegar Eldum Rétt hafði samband við okkur árið 2017 var vefsíðan þeirra keyrð á Drupal 7. Þau voru heilt yfir ánægð með Drupal en vantaði meiri innsýn og vildu geta veitt viðskiptavinum meiri sveigjanleika.

Í dag er Eldum Rétt vefsíðan keyrð á Drupal 9, sem er nútímalegur hugbúnaðarrammi sem býður upp á marga eiginleika sem eru tilbúnir til notkunar (out-of-the-box). Má þar nefna heimsklassa CMS eiginleika og mjög sveigjanlega viðskiptalausn með Drupal Commerce). Til þess að koma til móts við flóknustu kröfurnar hönnuðum við sérsniðna e-commerce virkni fyrir þetta verkefni. Þar sem Drupal er frjáls hugbúnaður var hægur leikur að bæta auka eiginleikum við lausnina. Drupal hefur miklar stækkunarmöguleika í gegnum vefþjónustur (APIs) og það gerir Eldum Rétt kleift að geyma megnið af gögnunum sínum inni í Drupal, t.d. upplýsingar um vörur, notendur og pantanir. Notendur geta síðan sótt þessar upplýsingar í gegnum hinar ýmsu rásir.

Drupal logo

“Fyrirtækið okkar hefur verið að stækka stöðugt samkvæmt öllum mælikvörðum. Drupal hefur sannað sig sem góður grunnur fyrir vöxt og kerfið aðlagar sig að okkar þörfum”.

Róbert Karl Lárusson, CTO

Fleiri verkefni

Solution
E-commerce lausnir
1x Case Study Teaser BSB

BSB provides public transportation on Bodensee, Germany's largest lake. 1xINTERNET has built their renewed website to promote touristic offers and...

Solution
E-commerce lausnir
Teaser featured project Transgourmet

Transgourmet's corporate websites and microsites were previously implemented and maintained by different teams using different CMS solutions. For a...