Úttekt á aðgengi og úrbætur
Starfræn upplifun fyrir alla
Aðgengis staðlar uppfylltir fyrir þína Drupal síðu
Aðgengi er grundvallar réttur fólks en þjónusta okkar á úttekt á aðgengi og skipulag er varðar úrbætur er hönnuð til að hjálpa þér að búa til aðgengilega stafræna upplifun fyrir alla notendur. Við bjóðum upp á alhliða greiningu til að bera kennsl á og leiðrétta hindranir sem koma í veg fyrir að notendur geti tekið fullan þátt í að nota þitt stafræna efni.

Lagalegar skyldur og áhætta fyrir fyrirtæki sem ekki uppfylla kröfur
Nýju evrópsku aðgengislögin (EAA) þvinga bæði opinbera og einkageirann til að uppfylla aðgengiskröfur fyrir 28. júní 2025. Fyrirtæki sem ekki fara að reglunum gætu átt yfir höfði sér þungar refsingar:
Sektir allt að
€100,000
Takmarkanir á
markaði
Vörur teknar af
markaði
Stjórnsýsluviðurlög
Mikilvægi og kostir þess að huga að aðgengis málum
Fjárfesting í aðgengi snýst ekki aðeins um að farið sé að lögum; þetta er stefnumótandi ráðstöfun sem er í takt við gildin um inngildingu og samfélagslega ábyrgð.
Ónýttir möguleikar á markaði
1 af hverjum 4 einstaklingum í ESB er með einhvers konar fötlun. Sem neytendur hefur fatlað fólk meira en 1,2 billjón dollara í árlegar ráðstöfunartekjur. Fyrirtæki sem leggja áherslu á aðgengi geta nýtt sér þennan markað og þannig aukið tekjur sínar og um leið bætt þjónustu.

Lagalegt
samræmi
Betri notenda
upplifun
Aukin notkun
notenda
Jákvæð áhrif á
SEO virkni
Drupal úttekt á aðgengismálum og úrbætur því tengt
Alhliða greining
Við framkvæmum nákvæmar, handvirkar og sjálfvirkar prófanir til að tryggja WCAG 2.1 árangursviðmiðun, til að Drupal vefsíðan þín sé í samræmi við Evrópsku aðgengis löggjöfina og uppfylli nýjustu aðgengisstaðla.

Matsskýrsla
Við útbúum ítarlega skýrslu með lista yfir A11Y brot á aðgengi og áhrifum þeirra brota ásamt ráðleggingum varðandi úrbætur og kostnaðaráætlun við lagfæringar.

Úrbætur á aðgengismálum
Okkar teymi af reyndum forriturum og sérfræðingum í aðgengismálum getur aðstoðað við að innleiða nauðsynlegar breytingar til að uppfæra vefsvæðið þitt í samræmi við aðgengisstaðla.

Þjónusta við viðskiptavini
Sem leiðandi hugbúnaðarhús í Evrópu bjóðum við upp á stöðugt eftirlit og þjónustu fyrir þína Drupal vefsíðu til að fylgja eftir stöðlum um aðgengi og að reglum sé framfylgt á hverjum tíma.

WCAG samræmis þrep sem við styðjumst við
WCAG þrep A
Lágmarks þrep
WCAG þrep AA
Mælt með
(skylt frá 28. júní 2025 af EAA)
WCAG þrep AAA
Hæsta þrep
Önnur þjónusta
Drupal vefþróun
Reynslu miklir forritarar, kraftmiklar lausnir og margþættir eiginleikar með Drupal.
UX/ UI hönnun
Einfalt og aðlaðandi notendaviðmót fyrir framúrskarandi notendaupplifun.
SEO aðlögun
Meiri sýnileiki og betri röðun leitarvéla með markvissum SEO aðferðum.