Veflausnir sem markaðsfólk og vefstjórar þurfa

5 min.
Tákn sem tákna eiginleika vefkerfisins

Sem markaðsstjóri eða vefstjóri veistu hversu krefjandi það er að vinna í stafrænum heimi þar sem samkeppnin er mikil og hlutirnir breytast hratt. Þú gætir fundið fyrir þrýstingi til að bregðast hratt við síbreytilegum kröfum markaðarins og veist hversu mikilvægt er að búa til efni sem tengist þínum markhóp. Þú átt skilið lausnir sem eru nýjar, leiðandi og gera þér vinnuna auðveldari, með það að markmiði að skila framúrskarandi árangri enn hraðar. Þess vegna er “Try Drupal” einfalt í notkun fyrir framleiðslu á efni fyrir markaðsfólk og vefstjóra.

Við höfum þegar skrifað um hvernig hversu auðvelt Drupal vefumsjónarkerfið er í uppsetningu þegar tekið er tillit til hraða og nýsköpunar. Í þessari grein munum við einbeita okkur að sérstökum eiginleikum kerfisins sem hjálpar til við að gera framleiðslu á efni auðveldari á sama tíma og auðveldara verður að viðhalda samræmi vörumerkis og forgangsraða skapandi hluta vinnunar. Við höfum nýtt alla þá kosti sem Drupal hefur upp á til að færa þér besta kerfið til að búa til gott efni fyrir þínar vefsíður.

Eiginleikar kerfisins sem auðvelda þér vinnu frá degi til dags

Tákn sem tákna framenda einingar

Breytingar á efni gerðar í framenda

Notendavæn nálgun við innsetningu á efni er kjarninn í lausn okkar. Breyting á efni í framenda gerir markaðsfólki og ritstjórum efnis kleift að gera breytingar á efni á mun auðveldari hátt. Þú einfaldlega smellir á þann hluta efnis sem þú vilt breyta og sérð breytingarnar sem þú gerir strax. Það eykur skilvirkni, einfaldar efnisstjórnun og bætir heildarupplifun þeirra sem vinna með efnið.

Lærðu hvernig á að breyta efni í framenda síðunnar

Kóðinn sem leyfir Frontend Editing er búinn til og viðhaldið af 1xINTERNET, þessi módúll hefur verið sett í loftið sem hluti af Drupal sem allir notendur geta notað í sinni vinnu án kostnaðar.

Meira um efnis innsetningu í framenda

Tákn sem tákna mismunandi efnis einingar

Efniseiningar tilbúnar til notkunar

Vefumsjónarkerfið okkar inniheldur 90% af stöðluðum einingum (e. modules) sem allir sem reka vefi þurfa. Á hönnunarstigi verkefna sérsníðum við íhluti til að mæta öðrum þörfum sem viðskiptavinir kunna að hafa, til dæmis að aðlaga þitt vörumerki að vefsíðunni.

Hver hluti er samþættur í hönnunarkerfið sem er aðlagað að þínu vörumerki. Þetta tryggir að samræmi sé viðhaldið í  öllum kerfum þegar þitt vörumerki er notað í hvaða samsetningu á mismunandi síðum. Ennfremur eru hlutirnir þróaðir þannig að hönnun, aðgengi og bestu mögulegu SEO einingar eru alltaf fyrsta flokks.

Skoðaðu lista af tilbúnum íhlutum

Með lista af tilbúnum efnis íhlutum eru möguleikar við gerð efnis, einfaldlega frábærir.

Lærðu hvernig á að búa til síður með íhlutum

Þrjár gerðir fyrir mismunandi sniðmát

Sérhönnuð efnis sniðmát

Þessi eiginleiki kerfisins er sérstaklega mikilvægur fyrir markaðsfólk og vefstjóra. Með “Try Drupal” geturðu búið til sniðmát sem hentar þér og síðan þjónar sem upphafspunktur fyrir næstu síður sem eru settar upp.

Þessi eiginleiki bætir framleiðni og flýtir fyrir skapandi hluta vinnunnar, þar sem hann gerir þér kleift að einbeita þér að því að búa til efni með einföldum hætti. Þú munt aldrei aftur þurfa að búa til síðu frá grunni, sem sparar ekki aðeins tíma heldur eykur samræmi og bætir upplifun viðskiptavina.

Lærðu hvernig þú gerir þín eigin form fyrir síðu
Lærðu hvernig þú notar tilbúin form fyrir síðugerð

Content templates módullinn er líka þróaður og viðhaldið af 1xINTERNET. Drupal samfélagið má svo nota hann að vild til að tryggja gæði Drupal.

Meira um Content template módúlinn

Litlir kassar sem tákna skipulagt fjölmiðla safn

Sveigjanleg efnismiðlun

Miðlæg efnismiðlun býður upp á skjótan aðgang að öllum myndum, myndböndum og skjölum sem hlaðið er upp og veitir möguleika á að skipuleggja og úthluta á allar stafrænar eignir með einföldum hætti.

Með góðri samþættingu við íhluti síðunnar er hægt með aðeins einum smelli að setja margmiðlunarefni á hvað síðu sem er. “Try Drupal” vefkerfið sér sjálfkrafa um allar stærðarbreytingar og klippingu á myndum, sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Þú getur líka stillt fókus punkt fyrir hverja mynd til að tryggja að vörumerkið þitt sé sett fram á sem bestan hátt þegar myndir eru notaðar.

Skýrslur eru tiltækar sem sýna þér hvar hver eign hefur verið birt. Ef skipt er um myndir eða skjöl eru öll tilvik þar sem hún er notuð á síðum uppfærð sjálfkrafa aftur, sem sparar mikinn tíma og eykur yfirsýn.

Fjölmiðla hluti kerfisins vinnur vel  með ytri kerfum og styður auðveldlega samþættingu við Digital Asset Management (DAM) kerfi og Product Information Management (PIM) kerfi sem þýðir að hægt er að viðhalda eignum utan fjölmiðla hlutans og draga þær inna á einfaldan hátt.

Lærðu hvernig best er að stjórna þínu efni

Lógó Try Drupal

Einn upphafspunktur fyrir betri árangur

Nú hefur þú séð hversu auðvelt það er að búa til efni með því að nota tilbúið Drupal vefkerfi. Með “Try Drupal” einbeitir þú þér að því sem raunverulega skiptir máli: að tengja við notendur þína, á meðan vefkerfið auðveldar daglegt starf.

“Try Drupal” lausnin með sínum margvíslegum eiginleikum er góð fyrir rit- og  vefstjóra og uppfyllir þarfir markaðsfólks, sem gerir það að frábærum upphafspunkt fyrir hvaða stofnun eða fyrirtæki  sem er, óháð stærð eða atvinnugrein.

Try Drupal

Í næstu grein okkar munum við veita þér meiri innsýn í hvernig á að nota forstillt Drupal vefkerfi til að fínstilla vefsíðuna þína fyrir SEO og safna upplýsingum um hegðun notenda til að taka gagnadrifnar ákvarðanir um innihald efnis og markaðsstefnu.

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Breytingar gerðar í framenda með Drupal

Sýna virkni með breytingu í framenda

Hvernig getur þú bætt virkni vefumsjónarkerfis og veitt ritstjórum gott vinnuumhverfi ? Við höfum...

5 min.
Knowledge base

Content templates module in Drupal

Content Templates module

When it comes to building a successful website, content creation plays an essential role. However...

4 min.