Er vefsíðan þín aðgengileg? Fáðu frítt aðgengismat!

Ímyndaðu þér að reyna að nota vefsíðu, en hnapparnir eru of litlir, textinn er erfiður að lesa og ekki virkar að skoða hana með lyklaborði. Þessar hindranir geta gefið þá upplifun að netið og vefsíðan sé staður sem er ekki ætlaður þér. Því miður, fyrir milljónir manna, er þetta daglegur veruleiki. Í þessari grein ætlum við að varpa ljósi á mikilvægi aðgengis fyrir bæði fólk og fyrirtæki og útskýra hvernig þú getur auðveldlega metið núverandi stöðu á aðgengi þinnar vefsíðu.
Aðgengi snýst um fólk
Þegar hugsað er um aðgengi er auðvelt að festast í lagakröfum, stöðlum og reglum. Já, það eru reglugerðir sem kveða á um ákveðnar skyldur þegar kemur að aðgengi. Til dæmis, nýju evrópsku aðgengislögin, sem krefja bæði opinbera og einkageirann til að uppfylla ákveðnar aðgengiskröfur fyrir 28. júní 2025.
Hjá 1xINTERNET, teljum við að gott aðgengi sé annað og meira en að fara að lögum og reglum. Aðgengi snýst um að skapa stafræna upplifun án aðgreiningar fyrir raunverulega notendur með raunverulegar þarfir. Illa aðgengilegar vefsíður koma í veg fyrir að fólk fái aðgang að efni, þjónustu og vörum sem það ætti að hafa aðgang að. Aftur á móti valdeflir aðgengileg vefsíða fólk og veitir upplifun sem býður alla notendur velkomna en ekki bara suma.

Viðskipta ávinningur af góðu aðgengi
Með því að gera vefsíðuna þína aðgengilega uppfyllir þú ekki aðeins einstaka lagaskilyrði. Aðgengileg vefsíða kemur öllum til góða. Vel byggð vefsíða, vel uppbyggt efni og notendavæn hönnun styður ekki aðeins við fatlaða einstaklinga heldur bætir hún einnig heildarupplifun notenda, hefur jákvæð áhrif á leitarvélar og eykur sýnileika þinn á netinu.
Aðgengileg vefsíða opnar dyrnar fyrir milljónir hugsanlegra viðskiptavina sem treysta á ákveðna eiginleika til að vafra um vefinn. Þetta er tækifæri til að þjóna breiðari markhópi, byggja upp traust við notendur og efla orðspor vörumerkisins.

Virði manngerðra aðgengisúttekta
Mörg fyrirtæki nálgast aðgengi með sjálfvirkum verkfærum, sem er frábær leið til að koma í veg fyrir nokkur algeng vandamál. En raunverulegt aðgengi nær lengra en einfaldir gátlistar eða hröð skönnun á vefsvæðinu. Það er þess vegna sem 1xINTERNET býður uppá aðgengismat sem er framkvæmt af okkar sérfræðingum, en ekki eingöngu með sjálfvirkum verkfærum.
Sérfræðingar okkar fara vandlega yfir vefsíðuna þína og meta hvernig raunverulegir notendur nýta sér hana. Við metum hversu aðgengileg hönnun, innihald og virkni er í raun og veru. Með því að sameina krafta sjálfvirkni og ígrundaða greiningu sérfræðinga hjá 1xINTERNET, greinum við vandamál sem gætu ekki verið sýnileg við fyrstu sýn. Úttektir okkar taka til raunverulegrar upplifunar notenda og veita dýpri skilning á þeim hindrunum sem kunna að vera til staðar.

Óviss um stöðu þinnar vefsíðu?
Ef þú ert ekki viss um hvar vefsíðan þín stendur hvað varðar aðgengi getur þú tekið nokkrar mínútur til skoða 10 algengustu “aðgengis” gildrur með því að nota handbókina okkar. Fyrir nákvæmara mat bjóðum við upp á ókeypis aðgengisúttekt til að hjálpa þér að greina núverandi stöðu og hvaða skref þarf að taka til að bæta stöðuna sé þörf á því.
Ferlið er einfalt. Þú sendir inn beiðni og sérfræðingar okkar munu fara vandlega yfir þína vefsíðu. Við útbúum stöðuskýrslu með plani til að uppfylla reglur ef þess þarf. Að endingu bjóðum við upp á ókeypis fund sem fer fram á netinu þar sem við veitum ráðgjöf um stöðuna og næstu skref.
Ef aðgerða er þörf getum við aðstoðað þig við innleiðingarferlið og veitt áframhaldandi stuðning til að tryggja að síðan þín sé alltaf aðgengileg, á sama tíma og hún heldur áfram að þróast. Við hjálpum þér að aðlagast breytingum á tækni, þörfum notenda og reglugerðum með aðgengi allra í forgangi.
Taktu skrefið í dag
Evrópsk aðgengislög taka gildi 28. júní 2025. Með því að takast á við aðgengismál með fyrirbyggjandi hætti tryggir þú að farið sé að reglum, tryggir traustari viðskipti fyrir þitt fyrirtæki, sýnir samfélagslega ábyrgð og aðgerðir til að tryggja inngildingu.
Vefsíðan þín hefur möguleika á að hafa jákvæð áhrif á líf fólks og með því að gera hana aðgengilega velurðu að skipta máli. Byrjaðu í dag - fáðu ókeypis aðgengisúttekt og taktu fyrsta skrefið í átt að stafrænni framtíð fyrir alla.
Fleiri greinar
Vefaðgengi: hvers vegna það skiptir máli og hvernig það skal tryggt

Aðgengi að vefnum skiptir sköpum til að tryggja að allir geti notað og skoðað stafrænt efni án...
Allt sem þú þarft að vita um Evrópsku aðgengis löggjöfina

Evrópska aðgengis löggjöfin (EAA) miðar að því að auka aðgengi að vörum og þjónustu fyrir fólk með...