1xINTERNET á Drupal Developer Days 2024 í Burgas

4 min.
Hópmynd af Drupal samfélaginu á Drupal Developer Days í Burgas
Ljósmyndari: Joris Vercammen

Við hjá 1xINTERNET erum staðráðin í að taka virkan þátt og leggja okkar af mörkum til Drupal samfélagsins. Við notum öll tækifæri til að taka þátt í viðburðum sem gera okkur kleift að læra, deila þekkingu og tengjast öðrum sem nota Drupal. Í ár vorum við einn af styrktaraðilum Drupal Developer Days í Burgas þar sem við deildum líka þekkingu okkar og reynslu með hugbúnaðinn. Lestu áfram til að sjá hverju 1xINTERNET deildi með gestum ráðstefnunnar.

Burgas 2024: staður þar sem alþjóðlega Drupal samfélagið kom saman

Drupal Developer Days er einn af lykilviðburðunum í Drupal dagatalinu en þar koma saman áhugamenn, hönnuðir og sérfræðingar alls staðar að úr heiminum. Á þessu ári varð hin fallega strandborg Burgas fyrir valinu sem fundarstaður en þar fór fram þriggja daga ráðstefna þar sem fór fram miðlun á þekkingu, tengslamyndun og sameiginleg vinna fyrir Drupal.

Teymið okkar sótti ýmsa fundi, vinnustofur og tengslamyndunar viðburði sem Drupal Developer Days bauð upp á. Teymið okkar hélt einnig fyrirlestra, þar sem við deildum reynslu okkar og innsýn um ýmis efni, sem stuðlar að þekkingu innan Drupal samfélagsins.

Okkar fyrirlestrar á Drupal Developer Days 2024

Hér eru kynningar á fyrirlestrum Artem Dmitriiev, bakenda forritara og Christoph Breidert meðstofnanda 1xINTERNET.

Artem byrjar fyrirlesturinn sinn á Drupal Developer Days 2024 í Burgas
Ljósmyndari: Joris Vercammen
Artem með kynningu sína á Drupal Developer Days 2024 í Burgas
Ljósmyndari: Joris Vercammen

"Að efla ritstjóra: hvernig stjórna má efni á auðveldan hátt í flóknu umhverfi" eftir Artem Dmitriiev

Eyðublöð á vefnum virðast stundum flókin og erfitt að vinna með. Rauntíma framenda klipping og sniðmát geta bætt upplifun ritstjóra efnis, gert hana auðveldari, minnkað stress og aukið framleiðni. En hvernig?

Nútíma vefsíður krefjast þess að efni sé vel skipulagt fyrir API-tengingar  og ótengdar lausnir (e.decoupled), sem gerir notendaviðmót flókið fyrir ritstjóra vegna þess hvernig það er byggt upp og vegna umfangsmikilla dálka sem geta verið notaðir.

Þessi fyrirlestur útskýrir hvernig á að bæta upplifun ritstjórans með því að nota vinsælar Drupal einingar "Content Templates" og "Frontend Editing." Þessar einingar hafa verið þróaðar af 1xINTERNET og gefið að Drupal samfélaginu svo aðrir geti notað.

Þú munt læra hvernig best er að að stjórna efni í miklu magni og sjá hvernig hægt er að bæta vinnuumhverfi ritstjóra, jafnvel fyrir fullkomlega aftengdar (e. decoupled) vefsíður.

Sjá kynningu frá fyrirlestri

Christoph byrjar fyrirlesturinn sinn á Drupal Developer Days 2024 í Burgas 2024
Christoph sýnir kynningu sína á Drupal Developer Days 2024 í Burgas 2024

"Gervigreind með Drupal - Það er auðvelt að nota LLM tækni  en hvernig byggir þú í raun og veru forrit sem gagnast þér?" Fyrirlestur: Christoph Breidert

Notkun gervigreindar forrita eins og ChatGPT frá OpenAI er að verða algeng, sérstaklega fyrir einföld verkefni eins og að búa til eða endurskrifa texta, sem nú þegar fellur vel að Drupal.

Hins vegar liggur raunverulegur möguleiki stórra tungumálalíkana (LLM) í því að þróa sérsniðin forrit sem eru sérsniðin að gögnum viðskiptavina og viðskiptaferlum, þrátt fyrir áskoranir sem fylgja því.

Þessi fyrirlestur veitti góða yfirsýn yfir hvernig LLMs virka, með áherslu á kosti "In-context Learning" og "Retrieval Augmented Generation" (RAG) til að sérsníða forrit.

Þú munt sjá hagnýt notkunartilvik og takmarkanir opinberra LLMs og fá innsýn í hagræðingu og smíði eigin gervigreindarforrita. Fáðu innblástur með hugsanlegum notkunar tilfellum og árangursríkum aðferðum fyrir LLM samþættingu.

Sjá kynningu frá fyrirlestri

Mynd af 1x teyminu á götu fullri af ljósum

Takk Drupal Developer Days fyrir gestrisnina og frábæran tíma. Við hlökkum nú þegar til DrupalCon Barcelona 2024 þar sem teymið okkar mun halda áfram að deila þekkingu sinni og reynslu. Þetta árið mun DrupalCon fara fram dagana 24. til 27. september í CCIB (Barcelona International Convention Center). Við hvetjum þig til að mæta á fyrirlestrana okkar. Dagskráin er nú þegar komin á netið!

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Breytingar gerðar í framenda með Drupal

Sýna virkni með breytingu í framenda

Hvernig getur þú bætt virkni vefumsjónarkerfis og veitt ritstjórum gott vinnuumhverfi ? Við höfum...

5 min.
Ítarefni

Hvernig á að búa til gagnleg gervigreindar forrit

Spjall milli notanda og sýndar-aðstoðarmanns

Til að búa til gagnleg gervigreindar forrit er mikilvægt að skilja hvernig gervigreind virkar og...

8 min.