Borði fyrir 1. sæti á Splash Awards 2022

Schwabe Group - miðlægt fjölsíðukerfi

Atvinnugrein
Heilbrigðisþjónusta
Lausn
Fjölsíðukerfi
Tækni
Drupal, Elasticsearch, Design system
https://www.schwabe.de/

ÁSKORUNIN

Schwabe samsteypan vildi sameina og efla vefumsjónarkerfi sín með sterku fjölsíðukerfi. Megin markmiðið var að tryggja samræmi á öllum vefsíðum, hafa miðlægða stjórnun og fá yfirsýn yfir lagalegar kröfur um allan heim.

LAUSNIN

Miðlægt mælaborð, aðgengilegt öllum vörumerkjum og mörkuðum, var þróað með hönnunarkerfi til að búa til  miðlæga stjórnun fyrir allar vefsíður samsteypunnar. Sérstökum öryggiskröfum er stjórnað miðlægt til að einfalda yfirsýnina.

ÚTKOMAN

Nýja kerfið var tekið í notkun innan þriggja mánaða. Með því að nota fjölsíðukerfi gat Schwabe samsteypan viðhaldið samræmdu útliti á netinu, stjórnað uppfærslum fram í tímann og haft yfirsýn yfir alþjóðlegar lagakröfur.

VIÐSKIPTAVINURINN

Dr. Willmar Schwabe GmbH & Co. KG

Schwabe samsteypan samanstendur af nokkrum mismunandi fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaðinum, en vörum fyrirtækisins er dreift í yfir 50 löndum. Öll fyrirtækin innan Schwabe leggja áherslu á plöntur sem grunn að þróun lyfja og heilsuvara. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 4.000 sérfræðingar í 16 löndum sem reka yfir 100 vefsíður.

Fjölskyldufyrirtækið, Dr Willmar Schwabe GmbH & Co. KG, státar af farsælli 150 ára sögu. Sem eitt af elstu lyfjafyrirtækjum Evrópu, skilar það árlegri sölu upp á yfir 900 milljónir evra, með vel þekktum vörum eins og Lasea®, Tebonin®Gaspan® og Umckaloabo®.

Video file
VERKEFNIÐ

Miðlæg stýring fyrir allar vefsíður

Þegar Schwabe hafði samband við 1xINTERNET voru vefsíður fyrirtækisins keyrðar á mismunandi vefumsjónarkerfum með takmörkuðu fjármagni. Mikið ósamræmi var á milli vefsíðanna og engin tenging milli markaða.

Ein stærsta áskorunin var að tryggja að öryggisstöðlum og kröfum væri fylgt eftir á öllum mörkuðum. Vefsíður fyrirtækisins voru hýstar á mismunandi stöðum og allar  öryggis uppfærslur gerðar handvirkt á mismunandi stöðum. Þetta leiddi til ekki einungis til aukins kostnaðar heldur gerði það að verkum að erfitt var að fylgjast með mismunandi lagakröfum um allan heim.

Mikilvægasta markmiðið fyrir Schwabe var að búa til skalanlegt fjölsíðukerfi sem gæti uppfyllt núverandi kröfur og undirbúið það fyrir framtíðarverkefni innan eðlilegs tímaramma.

Skjáskot af heimasíðu Schwabe

Hraðari útgáfa með fjölsíðukerfi

Nýja fjölsíðukerfið  fór í loftið aðeins 3 mánuðum eftir að verkefnið hófst. Síðan þá hafa 20-30 vefsíður Schwabe samsteypunar verið settar inní þetta nýja umhverfi árlega.

FRÁ KÚNNANUM

“Að innleiða þetta fjölsíðukerfi hefur skipt sköpum fyrir okkur…”

"Að innleiða þetta fjölsíðukerfi hefur skipt sköpum fyrir fyrirtækið okkar. Í okkar samkeppnis umhverfi þurfum við að vera með nútímalegar lausnir sem gera okkur kleift að bregðast hratt við og hafa samt fulla yfirsýn yfir allar okkar vefsíður. Með 1xINTERNET hefur ótrúlegur árangur náðst á svo stuttum tíma. Við hjá Schwabe samsteypunni hlökkum til framtíðar verkefna".

Alexander Reisenauer, Forstöðumaður Stafrænnar þróunar á heimsvísu 

Mynd af Alexander Reisenauer
HELSTU EIGINLEIKAR

Miðlæg stýring á öllum vefsíðum

Stuttur tími á markað

Með nýju fjölsíðukerfi getur Schwabe brugðist mjög hratt við þegar nýjar vefsíður eru settar í loftið. Það eru engin takmörk á fjölda vefsíðna eða forrita (e. apps) sem hægt er að setja í loftið.

Miðlægt mælaborð

Stofnað var miðlægt mælaborð fyrir allar nýju vefsíðurnar, sem gerir ráð fyrir miðlægri stjórnun og hýsingu. Schwabe notar Acquia Site Factory til að auðvelda yfirsýnina en þetta mælaborð veitir aðgengi á öllum mörkuðum og fyrir hvern og einn ritstjóra.

Miðlæg stýring

Nýja lausnin hefur einfaldað stjórnun uppfærslna, sem tryggir betra samræmi við lagalegar kröfur og gagnavernd um allan heim. Þjónustustigið er 99,95%, stutt af eftirliti og stuðningi allan sólarhringinn.

Miðlægt hönnunarkerfi

Með miðlægu hönnunarkerfi, sem sett var upp til að mæta kröfum Schwabe geta vörumerkjastjórar náð samræmi á öllum mörkuðum með notkun endurnýjanlegra  einingar (e. web components).

Miðlæg kóðastjórnun

Fjölsíðukerfi gerir það mögulegt að stjórna kóða í miðlægri kóða geymslu (e. code repository). Um leið og nýjar einingar (e. components) eru þróaðar fær hver vefsíða uppfærslu og hægt er að nota nýju aðgerðirnar strax á öllum vefsíðum.

Miðlæg stjórnun ritstjóra

Með miðlægu fjölsíðukerfi verður stjórnun allra ritstjórnar- og ritstjórnunarhlutverka frá einum stað áreynslulaus. Þetta tryggir yfirsýn verkefna og aðgerða degi til dags.

Sölutækifæri

Schwabe samsteypan er smám saman að búa til nýjar vörumerkja vefsíður til að auka meðvitund um vörur sínar og sýnileika á netinu. Vefsíðurnar eru allar leitarvélabestaðar (e. SEO) til að tryggja aukin tækifæri.

Aukinn sparnaður

Heildarkostnaður við hverja vefsíðu lækkar með hverri nýrri síðu sem notar fjölsíðukerfið.

Fjöltyngi

Allar nýju vefsíðurnar eru með fjöltyngi virkni (e. multi -lingual) sem er nauðsynleg fyrir fyrirtæki sem starfar á mismunandi mörkuðum um allan heim.

Skjáskot sem sýnir skipulag hönnunarkerfis á vefsíðu Schwabe
Skjáskot sem sýnir endurnýtanlegar einingar (e. web components) á vefsíðu Schwabe

Meiri skilvirkni fyrir vörumerkin

Kerfið (e. platform) veitir næga möguleika á að efla hvert og eitt  vörumerki og tryggir um leið að farið sé eftir stöðlum fyrirtækisins.

Notendur geta auðveldlega stækkað kerfið og búið til nýjar síður með litlum fyrirvara. Þetta auðveldar notendum að búa til sérgert efni fyrir hvern markað.

 • Miðstýrt hönnunarkerfi til að tryggja staðlaða fyrirtækjahönnun.
 • Sjálfstæði vörumerkja.
 • Virkni og vörumerkjanotkun er auðveld í notkun milli markaða.
 • Notendur geta auðveldlega bætt við nýjum vefsíðum.

Meiri skilvirkni í markaðssetningu

 • Samræmd vörumerkjavitund neytenda.
 • Aukin vörumerkja vitund og sýnileiki á netinu.
 • Sölutækifæri.
 • Stöðluð notendaupplifun, sem tryggir sveigjanleika ritstjóra.
Skjáskot af heimasíðu Lasea vefsíðunnar
Skjáskot sem sýnir kynningu á vörum á vefsíðu Lasea

Meira skilvirkni fyrir ritstjóra

Ritstjórar vilja hámarks sveigjanleika þegar þeir búa til nýtt efni. Kerfið er byggt upp á einingum af málsgreinum sem auðvelt er að stjórna hvar eigi að birtast. Ritstjórar geta valið á milli fyrirfram skilgreinda vörumerkja innan hönnunar kerfisins. Þessi uppsetning er notendavæn og tryggir staðlaða fyrirtækjahönnun fyrir allar framtíðar vefsíður. Notendur geta bætt við nýrri vörumerkja síðu á skömmum tíma.

Helsta virkni fyrir ritstjóra:

 • Auðvelt notendaviðmót
 • Hröð uppsetning nýrrar vefsíðu (u.þ.b. 15 mín)
 • Sameiginleg sniðmát milli vefsíðna
 • Miðlægri kóða stjórnun
 • Reglulegar öryggisuppfærslur og viðhald kóða
 • Sjálfvirk skoðun á efni m.t.t málfars og orðanotkunar
 • Einföld innleiðing nýrra ritstjóra
 • “Drag & drop” virkni
 • Uppfærsl á efni í framenda
 • Hagkvæmt og stækkanlegt
FRÁ KÚNNANUM

"Leiðandi notendaviðmót fyrir hraðvirka vefsíðugerð..."

“Vefumsjónarkerfið okkar býður upp á gott notendaviðmót fyrir hraðvirka vefsíðugerð með sniðmátum og virkni fyrir allt kerfið. Einfalt er að bæta inn nýjum notendum og gera breytingar á efni í framenda síðunnar sem gerir þetta að ómissandi kerfi fyrir öll nútíma vefverkefni.”

Joana Roller, Stafrænn viðskiptastjóri

Mynd af Joana Roller

Samræmi í fyrirtækjahönnun

Fyrirtækjahönnun einstakra vörumerkja var brotin niður til að sjá hvernig þau gætu endurspeglast í hönnunarkerfinu. Storybook var notuð til að búa til hönnunarkerfi fyrir allar nauðsynlegar einingar (e. components) sem gætu nýst öllum vefsíðum fyrirtækisins. Upphaflega voru útfærð fjögur grunnsniðmát  fyrir vörusíður Umckaloabo®, Gaspan®, Tebonin® og Lasea® . Kerfið var síðan stækkað til að ná yfir meira en 10 vörumerki sem eru samþætt í hönnunarkerfið. Í dag státar hönnunarkerfið af meira en 20 litasamsetningum og þjónar yfir 50 vefsíðum.

Eftir farsæla innleiðingu hönnunarkerfisins settum við upp vefumsjónarkerfi  með það að markmiði að geta rekið það á sjálfbæran hátt. Fjölsíðukerfi byggt á opna hugbúnaðinum Drupal, var innleitt og hýst af Site Factory af samstarfsaðila okkar Acquia.

Meira um samstarfsaðila okkar Acquia

Skjáskot af heimasíðu Umckaloabo heimasíðunnar
Skjáskot sem sýnir dæmi um uppsetningu á Umckaloabo vefsíðunni

Eins einstaklingsbundið og þarf

Fjölsíðukerfið kom tilbúið í Drupal með yfir  80% af kröfum Schwabe tilbúnum til notkunar. Þau 20% sem uppá vantar voru sérsniðin fyrir Schwabe.

Við kynningu á lyfjum verða framleiðendur að fylgjast vel með reglugerðum hverra landa fyrir sig og þess vegna krefst Schwabe samsteypan þess stundum vöruvefsíðum sé breytt til að uppfylla mismunandi kröfur fyrir vörur sínar í mismunandi löndum. Þökk sé bakenda virkni kerfisins er auðvelt að uppfylla þessar kröfur.

Meira um fjölsíðukerfið

Skjáskot af heimasíðu Gaspan
Skjáskot sem sýnir dæmi um síðuuppsetningu á Gaspan vefsíðunni

Flækjustig eftir eftirspurn

Ef þess er óskað, getum við stækkað kerfið með sérsniðinni forritun eða með samþættingu. Viðmótið er breytilegt og auðvelt er að sníða eftir sérstökum þörfum.

Gott dæmi er vefsíða DHU sem er ein flóknasta vefsíða Schwabe samsteypunnar  sem endurspeglar margbreytileikann sem felst í bæði í kröfum síðunnar og á sviði hómópatíu.

Skjáskot sem sýnir leitarniðurstöður á vefsíðu DHU
Skjáskot sem sýnir leitarniðurstöður á vefsíðu DHU

Yfirgripsmikil leit

Skilvirk leit er mikilvæg til að tryggja að notendur finni fljótt það efni sem þeir leita að. Schwabe samsteypan leggur sérstaka áherslu á leit sem uppfyllir staðla fyrirtækisins. Þessar útfærslur má skipta niður í 4 leitir:

Leitað í gagnaskrám þúsunda DHU vara (PIM kerfi með SAP API)

1xINTERNET innleiddi PIM kerfi til að leita í meira en 18.000 vörum og innihaldsefnum þeirra. PIM kerfið býr til niðurstöður úr greinanúmerum og gögnum sem eru geymd í SAP. Öll gögn fá daglega uppfærslu og þeim því endurhlaðið daglega.

Leitað að efni

Hægt að  leita af myndum í efnisleitinni, þar sem búa þarf til viðeigandi myndir fyrir fjölda DHU vara. Því var hugbúnaður tengdur við kerfið sem býr til myndir fyrir þessa leit. 

Leitað að söluaðilum Schwabe samsteypunar

Leit að söluaðilum fyrir vörur Schwabe samsteypunar tekur mið af innihaldi nokkurra síðna.

Leit í mismunandi löndum á schwabe-group.com

Schwabe samsteypan býður upp á leit sem skilar niðurstöðum á milli landa.

Skjáskot af síðunni “Um okkur” á vefsíðu Schwabe

Alþjóðlegar viðurkenningar

Árið 2021 vann fjölsíðukerfi Schwabe “Regional Excellence EMEA” verðlaunin á Acquia Engage 2021.

Meira um “Regional Excellence EMEA” verðlaunin

Árið 2022 var fyrirtækið valið  “Game-Changer fyrir leiðandi lyfjafyrirtæki”  og heiðrað með Splash verðlaunum í flokki heilbrigðisþjónustu.

Meira um vinningshafa Splash verðlaunanna 2022

AF HVERJU DRUPAL?

Sveigjanlegur opinn hugbúnaður fyrir fyrirtækjalausnir

Schwabe samsteypan ákvað að nota Drupal eftir að hafa gert ítarlegar markaðsrannsóknir og samanburði á ýmsum vefumsjónarkerfum. Drupal var valið vegna sveigjanleika í opnum hugbúnað ásamt fyrirtækjalausnum á sviði öryggis, skalanleika og aðgengi.

Þegar leitað var að hýsingarlausnum, mælti 1xINTERNET með að Schwabe samsteypan notaði Site Factory frá samstarfsaðila okkar Acquia til að stjórna og hýsa eignasafnið á vefnum. Með því að nota Site Factory getur Schwabe samsteypan stjórnað öllum vefsíðum sínum á áhrifaríkan hátt frá einu mælaborði. Það tekur aðeins um 15 mínútur að búa til nýja vefsíðu, velja sniðmát, veita aðgang að ritstjórum og byrja að bæta við efni.

Önnur verkefni

E-commerce solution Multisite solution

Transgourmet - multisite and headless e-commerce

Transgourmet food trucks next to the warehouse

Developing a multisite CMS platform with Drupal and Commercetools to offer customers and suppliers the latest digital convenience.

Vefverslanir

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.