
Schwabe Group samanstendur af tengdum fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaðinum. Fyrirtækið starfar á 16 mismunandi mörkuðum um allan heim og stóð frammi fyrir vandamálum varðandi sölu á netinu, hækkandi viðhaldskostnað og vandamálum tengdum flóknum öryggisuppfærslum. Sú ákvörðun var tekin að þróa fjölsíðulausn (e. multi-site solution) til að tryggja betra starfsumhverfi á krefjandi markaði. Þar komum við hjá 1xINTERNET inn.
Hver eru Schwabe Group?
Schwabe Group samanstendur af nokkrum mismunandi tengdum fyrirtækjum í lyfja- og heilsuiðnaði. Öll fyrirtækin innan samstæðunnar leggja áherslu á plöntur sem grunn að þróun lyfja- og heilsuvara.
Móðurfyrirtæki Schwabe group, sem nú heitir Dr. Willmar Schwabe GmbH & Co. KG, er einn af elstu lyfjaframleiðendum í Evrópu og saga fyrirtækisins nær yfir 150 ár aftur í tímann.
Hver var áskorunin?
Þegar Schwabe Group hafði samband við 1xINTERNET var umhverfið þeirra að keyra á mismunandi vefumsjónarkerfum (e. CMS systems) og static vefsíðum sem voru búnar til ódýrt. Það var mikið ósamræmi milli vefsíðna og engin skipti á milli markaða.
Ein stærsta áskorunin var að tryggja öryggi og samræmi. Vefeiginleikar (e. web properties) voru hýstir á mismunandi vettvöngum og framkvæma þurfti uppfærslur handvirkt á hverjum og einum vettvangi.
Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki eins og Schwabe Group að það sé samræmi á milli vefsíðnanna þeirra og jafnvel þó að ekki sé gerð krafa um að öll vefsíðuhönnun sé eins, þá þarf sveigjanlega lausn til að geta vaxið á samkeppnishörðum markaði.
Hver var lausnin, hvað gerði 1xINTERNET?
Schwabe Group hafði samband við 1xINTERNET með það í huga að láta útbúa nýtt vefumsjónarkerfi (e. CMS platform). Fyrirtækið rekur margar vefsíður fyrir mismunandi vörumerki og vantaði kerfi sem gerði þeim kleift að samræma útlit og notendaupplifun á öllum vefsíðum. Kerfið átti að bjóða upp á svigrúm fyrir sérkenni hvers vörumerkis en um leið þurfti að vera hægt að deila viðeigandi efni á alla markaði. Helsta markmiðið var að vekja athygli á vörunum, auka sýnileika þeirra á netinu og ná þannig að skapa nýjar viðskiptaleiðir og auka sölu.
Þetta var gert með því að greina hönnun hvers vörumerkis til þess að sjá hvernig það yrði sett upp í hönnunarkerfi. Hönnunarkerfi var búið til með Storybook til að hægt væri að deila öllum sameiginlegum þáttum milli vörumerkja innan fyrirtækisins á allar vefsíður stofnunarinnar. Í upphafi voru fjögur sniðmát innleidd í kerfið fyrir fyrstu vörumerkin: Umckaloabo®, Gaspan®, Tebonin®, Lasea®. Nokkrum vikum síðar var búið að bæta yfir 10 vörumerkjum við hönnunarkerfið.
Til þess að hönnunarkerfið gæti þjónað þörfum fyrirtækisins á sem skilvirkastan hátt, þurfti að búa til öflugt vefumsjónarkerfi. 1xDXP fjölsíðulausnin okkar var innleidd en hún er byggð á Drupal bakenda og hýst á Site Factory hjá Acquia, Premium Partner 1xINTERNET.
Fjölsíðulausn geymir miðlægan kóða í einni kóðahirslu (e. code repository). Þegar nýir íhlutir eru þróaðir fær hver vefsíða uppfærslu og hægt er að nota alla nýja eiginleika strax á öllum vefsíðum. Íhlutirnir eru byggðir með svokölluðum efnisgreinum (Paragraphs), sem veitir ritstjóranum mikinn sveigjanleika þegar hann býr til efni. Lögð var áhersla á ritstjórnarupplifun og að kerfið væri auðvelt í notkun þar sem ritstjórar Schwabe Group eru margir og staðsettir víðsvegar um heiminn. Með því að leyfa ritstjórum að velja úr skilgreindum, núverandi vörumerkjum í hönnunarkerfinu er búið að tryggja samræmda fyrirtækjahönnun fyrir allar framtíðar vefsíður.
Fleiri eiginleikar fyrir ritstjóra:
- Leiðandi notendaviðmót, auðvelt að koma nýju fólki inn í málin
- Drag-and-drop virkni
- Hægt að gera breytingar beint í framenda
- Eiginleikar og sniðmát (e. template) fyrir allar síður í kerfinu
- Sjálfvirk efnisskoðun (e. automatic content check)
- Fljótlegt og auðvelt að setja vefsíður í loftið (u.þ.b. 15 mín)
- Auðvelt að bæta við vörumerkjum
- Skilvirkt viðhald á kóða og öryggi
Frá viðskiptavini okkar
"Það hefur skipt sköpum fyrir fyrirtækið okkar að innleiða þessa fjölsíðulausn. Á markaði eins og okkar, þar sem samkeppnin er mikil, þurfum við nútímalegar lausnir sem gera okkur kleift að vinna hratt og hafa góða yfirsýn yfir allar vefsíðurnar okkar. Við höfum náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma með hjálp 1xINTERNET. Við hjá Schwabe Group hlökkum til framtíðarverkefna."
Alexander Reisenauer, Director Global Digital marketing

Vefsíður sem Schwabe Group setti nýlega í loftið


Af hverju Drupal og Site Factory?
Schwabe Group ákvað að nota Drupal eftir að hafa gert ítarlegar markaðsrannsóknir og borið saman fjöldann allan af vefumsjónarkerfum. Drupal varð fyrir valinu vegna þess hvað kerfið er sveigjanlegt og að auki býður það upp á marga eiginleika sem eru hentugir fyrir fyrirtæki þegar kemur að öryggi, skölunarhæfni og aðgengi.
Þegar kom að hýsingu lausnarinnar stakk 1xINTERNET upp á að nota Site Factory frá Acquia. Með Site Factory, getur Schwabe Group stjórnað öllum sínum vefsíðum á einu "stjórnborði" (e. dashboard). Það tekur aðeins um það bil 15 mínútur að setja upp nýja vefsíðu, velja sniðmát (e. template), veita ritstjórum aðgang og byrja að setja inn efni.
Helstu eiginleikar verkefnisins
Hröð uppsetning
- Með fjölsíðulausn 1xINTERNET getur Schwabe Group unnið hratt að uppsetningu nýrra vefsíðna. Innan tveggja mánaða eftir innleiðingu lausnarinnar hafði fyrirtækið sett fyrstu tvær síðurnar í loftið og verið er að vinna í öðrum 10. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að setja upp margar síður eða forrit svo það hægir ekki á neinu þegar fyrirtækið vex.
Site Factory
- Eitt miðlægt stjórnborð þar sem hægt er að stjórna öllum vefeiginleikum eða búa til nýja á nokkrum mínútum.
Fjöltyngi
- Allar nýju vefsíðurnar er hægt að stilla þannig að þær séu aðgengilegar á mismunandi tungumálum. Þetta er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem eru starfrækt á mismunandi mörkuðum um allan heim.
Kostnaður í lágmarki
- Heildarkostnaður við rekstur hverrar síðu verður lægri eftir því sem fleiri síður eru búnar til á vettvangnum.
Miðlægt hönnunarkerfi
- Miðlægt hönnunarkerfi sem var sérstaklega sett upp með þarfir Schwabe Group í huga hefur gert það að verkum að umsjónaraðilar hvers vörumerkis geta nú endurnýtt eiginleika og tryggt samræmi á milli markaða.
Stjórnun hlutverka
- Það er auðvelt að hafa umsjón með ritstjórnar- og stjórnendahlutverkum á einum stað í fjölsíðukerfinu, halda þannig góðri yfirsýn og öllum hlutverkum uppfærðum.