Jägermeister - kraftmikið innranet

Atvinnugrein
Smásala
Lausn
Innranet
Tækni
Drupal, Elasticsearch

ÁSKORUNIN

Jägermeister framleiðir einn vinsælasta jurtalíkjör í heimi. Fyrirtækið vildi búa til innri vef sem myndi ýta undir samstarf meðal starfsfólks sem er nú orðið yfir 1000 talsins og vinnur víða um heiminn. Markmiðið var að auðvelda innri samskipti, bjóða starfsmönnum upp á skemmtilegar leiðir til að finnast það vera hluti af vörumerkinu og auka þátttöku.

LAUSNIN

Innranet sem sameinar upplýsingamiðlun og samskipti með öflugri leitarvél. Lausnin er miðlæg samskipta- og samstarfsmiðstöð starfsfólks. Á vefnum er margt í boði: gagnvirkt auglýsingaborð, algengar spurningar og viðburðir, en þessir eiginleikar stuðla að þátttöku starfsfólks.

ÚTKOMAN

JägerNet er kraftmikið innranet og í raun stafræn birtingarmynd vörumerkisins. Þessi innri vefur nær til starfsfólks með sannfærandi og gagnvirku efni sem miðlar rödd Jägermeister. Á skrifstofum, í verksmiðjum og mötuneytum má svo finna stafræn skilti sem gera innranetið sýnilegra og stuðla að góðri fyrirtækjamenningu.

VIÐSKIPTAVINURINN

Jägermeister

Jägermeister er flestum kunnur en þessi geysivinsæli jurtalíkjör er framleiddur af Mast-Jägermeister SE, þýsku fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í rúmlega 140 ár. Fyrirtækið er staðsett í Wolfenbüttel á Neðra-Saxlandi. Öll Jägermeister framleiðslan fer fram þar, en líkjörinn er byggður á háleynilegri uppskrift sem inniheldur 56 mismunandi jurtir, blóm og rætur. Jägermeister líkjörinn var fundinn upp fyrir meira en 80 árum, hann hefur einstakt bragð og alþjóðlegt aðdráttarafl.

Innranet Jägermeister í tölvu og síma
VERKEFNIÐ

Félagslegt innranet sem tengir saman starfsfólk á mismunandi stöðum í heiminum

Jägermeister vildi búa til innranet sem myndi ýta undir samstarf, efla þátttöku og samfélagstilfinningu meðal teymisins. Starfsfólk Jägermeister er nú yfir 1000 talsins, og vinnur út um allan heim.

Lausnin, JägerNet, er innri vefur sem sameinar upplýsingamiðlun og samskipti og er ætlað að hvetja fólk til að tengjast. Með öðrum orðum er innranet Jägermeister öflug samskiptamiðstöð sem auðveldar samskipti og eykur þátttöku starfsfólks.

Yfirlit yfir umræðuefni á innraneti Jägermeister

Með því að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar séu sýnilegar starfsfólki, getur JägerNet hjálpað til við að hlúa að samfélagstilfinningu innan fyrirtækisins. Á vefnum er slagorðið „Be the Meister“ áberandi, sem vekur athygli á vörumerkinu á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Jägermeister notar JägerNet-ið bæði til þess að tengja saman teymi sem vinna á ýmsum stöðum og að búa til vinnustað þar sem hver einstaklingur gegnir mikilvægu hlutverki í sameiginlegum árangri fyrirtækisins.

FRÁ KÚNNANUM

“Innranetið okkar hefur farið fram úr væntingum og unnið til verðlauna…”

"Okkur vantaði nýja leið til að gera samstarf og samskipti milli teymanna okkar skilvirkari. Markmiðið var að gera samskiptin bæði hraðari og gagnsærri. Við vildum nota alla þessa nýju eiginleika til að geta haldið samstarfsfólki okkar um allan heim upplýstu. Innranetið, sem hefur nú unnið til verðlauna, uppfyllti allar þessar væntingar og það er mjög gott að vinna með 1xINTERNET teyminu."

 Andrea Ostheer, Manager Corporate Communications hjá Mast-Jägermeister SE

Mynd af Andrea Ostheer
HELSTU EIGINLEIKAR

Betri samskipti með sérsniðnum tilkynningum

Upphaflega fengu allir tilkynningar í tölvupósti um innri samskipti eða þegar tilteknu nýju efni var deilt. Þetta var ekki mjög skilvirkt. Innranetið var þróað til að bæta þessi stafrænu samskipti. Við settum upp tilkynningakerfi í Drupal sem sýnir notendum nýjar tilkynningar við innskráningu á innranetið, svipað því sem þekkist á Facebook. Starfsmenn geta svo “gerst áskrifendur” að því efni sem þeir hafa mestan áhuga á og fengið tilkynningar tengdar því. Auk þess fá þeir upplýsingar um allt sem telst vera viðeigandi fyrir alla starfsmenn.

Áhugaverð umræðuefni á innraneti Jägermeister
Tilkynningar á innraneti Jägermeister

Kröftug e-Learning lausn í gegnum innranetið

Jägermeister gerir sérstakar kröfur um þjálfun til starfsmanna sinna og vantaði góða og skilvirka lausn. Við settum upp Opigno, námsstjórnunarkerfi (e. learning management system) sem er byggt á opna hugbúnaðinum Drupal, og gerðum leiðbeinendum námskeiða þannig kleift að hlaða upp Scorm skrám og kynna þessi námskeið beint í gegnum innranetið. Leiðbeinendur geta nú fylgst með starfsmannaskráningum og hverjir ljúka við námskeiðin, en kerfið býr til skýrslur sem gefa innsýn í þjálfunina.

Meira um e-Learning vettvanginn Opigno

Matseðill Jägermeister sýndur á innranetinu

Gagnvirkir matseðlar

Áður fyrr var einföld síða með texta notuð til að sýna vikulegan matseðil mötuneytanna en nú getur starfsfólk skoðað myndbönd frá kokkunum sem sýna matseðilinn. Hægt er að taka þátt með því að líka við og gera athugasemdir við matseðlana. Kerfið kemur til móts við mismunandi starfsmannahópa, hver hópur er með sér matseðil og forsíðu eftir staðsetningu.

Stafrænir skjáir notaðir til að sýna innranetið

Á Jägermeister skrifstofunum, verksmiðjunum og í mötuneytum eru stafrænir skjáir sem birta upplýsingar og tilkynningar frá innranetinu. Þetta stuðlar að samfélagstilfinningu innan fyrirtækisins. Starfsfólk fær stöðugt Jägermeister upplifunina í æð: á skjánum er að finna skemmtilegt efni, mikilvægar upplýsingar, viðburði og margt fleira.

Auglýsingaborð á innraneti Jägermeister
Spurt og svarað á innraneti Jägermeister

Gagnvirkt efni sem er aðgengilegt hvar sem er

Innranetið var hannað með það í huga að gefa öllum tækifæri á að vera með. Allt starfsfólk fyrirtækisins getur tekið þátt, óháð staðsetningu eða tæki, hvort sem það notar tölvu, farsíma eða upplýsingaskjái. Markmiðið var að auðvelda samskiptin þvert á teymi, skrifstofur og staðsetningu.

Gagnvirkir eiginleikar sem stuðla að þátttöku:

  • “Auglýsingatafla” með “pins” eiginleika, svipað og Pinterest.
  • Gagnvirkt Q&A svæði, þar sem starfsmenn geta gert allt mögulegt (auglýst tónleikamiða til sölu eða lýst eftir týndu hjóli).
  • Tilkynningar og laus störf sérsniðin að ákveðnum hópum og staðsetningum tryggja að viðeigandi efni berist til hvers hóps.
  • Viðburðaskráningar - ritstjórar geta búið til og skráð viðburði á innranetinu og starfsfólk getur einnig skráð sig á viðburðina þar inni.
Listi yfir viðburði á innraneti Jägermeister
Leitarsíða á innraneti Jägermeister

Einfalt fyrir ritstjóra að gera breytingar á framenda

Leiðandi framendaviðmót hefur bætt ritstjórnarupplifun á innranetinu til muna og auðveldað dreifingu upplýsinga til alþjóðlegs teymis.

Innranet Jägermeister verðlaunað

Innranet Jägermeister hlaut verðlaunin “best brand driven intranet” á Digital Communication Awards 2018 en innranetið þykir ýta undir vörumerki fyrirtækisins með efni sem er  „hvetjandi, sjónrænt og ekta“.

Meira um sigurvegara Digital Communication Awards 2018

AF HVERJU DRUPAL?

Engin leyfisgjöld: innranet byggt á opnum hugbúnaði

Drupal er kjörinn og hagkvæmur kostur fyrir innranet þar sem kerfið er byggt á opnum hugbúnaði og því fylgja engin leyfisgjöld. Innbyggður sveigjanleiki Drupal gerði það að verkum að auðvelt var að sníða lausnina að vörumerki Jägermeister. Hægt var að viðhalda samræmdu útliti og tryggja á sama tíma að hægt væri að innleiða alla æskilega virkni.

Önnur verkefni

Innranet

Reykjavíkurborg - Innranet

1x Case Study Teaser City Reykjavik

Starfsfólk Reykjavíkurborgar er yfir 9000 talsins í mismunandi geirum eins og skólum, leikskólum og öðrum opinberum stofnunum. Elda innranet...

CMS solution

Maggi.de - successful repositioning

Healthy food bowls on the table

Drupal extension for a new market positioning: from a simple recipe platform to a comprehensive, consumer-oriented service portal.