
Jägermeister
Jägermeister er vinsælasti líkjörinn í Þýskalandi og hefur þar að auki notið mikilla vinsælda á heimsvísu. Jägermeister hefur einstakt bragð og er nú fáanlegur í yfir 145 löndum.
Hér að neðan getur þú lesið um innranetið sem við byggðum fyrir Jägermeister.
Jägermeister - á heimilum út um allan heim
Jägermeister er jurtalíkjör, 35% að styrkleika, og er framleiddur af þýska fjölskyldufyrirtækinu Mast-Jägermeister SE sem hefur verið starfrækt í yfir 140 ár.
Fyrirtækið er staðsett í Wolfenbüttel í Neðra-Saxlandi. Öll Jägermeister framleiðslan fer fram þar, en Jägermeister er heimsins vinsælasti jurtalíkjör, byggður á háleynilegri uppskrift sem inniheldur 56 mismunandi jurtir, blóm og rætur. Líkjörinn var fundinn upp fyrir rúmlega 80 árum.

Fyrirtækið vildi búa til innranet sem myndi auðvelda samstarf og auka gagnsæi innan teymisins en starfsfólk Jägermeister er orðið yfir 1000 talsins og starfar víða um heiminn.
1xINTERNET útbjó tól sem sameinar upplýsingamiðlun, samfélagsnet, leitareiginleika, margmiðlun, deilimöguleika og fleira til að skapa samskipta- og samvinnumiðstöð fyrir starfsfólk.
Eiginleikar sem óskað var eftir
- Allt starfsfólk innan fyrirtækisins átti að hafa aðgang, hvar sem það væri statt og í gegnum hvaða tæki sem er, t.d. tölvu, síma, o.s.frv.
- Auðvelt og þægilegt að deila þekkingu þvert á öll teymi, skrifstofur og lönd.
- Auka gagnsæi innan fyrirtækisins (top-down, bottom-up, peer-to-peer) og skapa þannig opið vinnuumhverfi sem ýtir undir samvinnu.
- Hvetja starfsfólk til að "Be the Meister" og upplifa sig þannig sem hluti af fyrirtækinu á skemmtilegan hátt. Markmiðið með þessu var að auka starfsánægju og þátttöku.
Frá viðskiptavini okkar
"Okkur vantaði nýja og skapandi leið til að auðvelda samvinnu og samskipti á meðal teymisins sem er staðsett víða um heiminn. Markmiðið var að gera samskiptin hraðvirkari og gagnsærri. Við vildum geta notað nýju samfélagsmiðlaeiginleikana okkar og haft samband við allt samstarfsfólkið okkar um allan heim. Innranetið okkar er margverðlaunað og það er mjög gott að vinna með 1xINTERNET teyminu."
Andrea Ostheer, samskiptastjóri hjá Mast-Jägermeister SE


Áframhaldandi þróun
1xINTERNET ber nú ábyrgð á öllu viðhaldi og frekari þróun innranetsins. Teymið okkar vinnur náið með PR teymi Jägermeister.
1xINTERNET þróaði ýmsa nýja eiginleika fyrir innranetið:
- Tilkynningar: áður var það þannig að þegar nýju efni var deilt fengu allir notendur email, sem þótti ekki besta leiðin. Við innleiddum nýtt tilkynningakerfi með Drupal sem sýnir tilkynningarnar þegar notendurnir skrá sig inn á innranetið, svipað og á Facebook, sem tryggir að allt starfsfólk verði vart við viðeigandi tilkynningar.
- e-Learning: Jägermeister ætlast til þess að starfsfólk þess klári ákveðnar þjálfanir og þau vildu finna lausn sem byði upp á það. Við notuðum að hluta til Opigno sem er tilbúin, frjáls þekkingarstjórnunarlausn byggð í Drupal. Við innleiddum að auki virkni sem gefur áfangastjórum heimild til þess að hlaða inn Scorm skrám og halda þessum áföngum úti í innranetinu. Áfangastjórar geta rakið hvaða starfsfólk skráir sig og klárar kúrsana og þeir geta einnig útbúið skýrslur.
- Uppboð: Við bjuggum til sérhannað uppboðstól með Drupal sem gerir vefstjórum kleift að setja inn hluti á uppboð og starfsfólk getur boðið í þessa hluti þangað til tíminn rennur út. Við tengdum þetta að auki við tilkynningakerfið svo uppboðsstjórar og þátttakendur fengju tilkynningar þegar eitthvað nýtt kæmi í ljós (ný boð, vinningsboð, tapboð, o.s.frv.).
- Matseðill: Upphaflega var matseðillinn bara einföld textasíða sem sýndi hvað væri á boðstólnum yfir vikuna. Við endurbættum síðuna og höfðum þar inni myndbönd frá kokkunum þar sem þeir útskýra matseðilinn og starfsfólk hefur þann möguleika að skilja eftir athugasemdir og hafa samband við kokkana.
- Viðburðir: Við erum núna að vinna í nýrri lausn sem gerir ritsjórum/umsjónaraðilum kleift að búa til viðburði í innranetinu. Starfsfólk mun geta skráð sig á viðburðina inni í kerfinu, en eins og staðan er núna þarf að gera það á annarri síðu.

