EIT Health - Community Platform

Atvinnugrein
Heilbrigðisþjónusta
Lausn
Vefumsjónarkerfi
Tækni
Drupal

EIT Health er net fremstu frumkvöðla á sviði heilsu í Evrópu og er styrkt af Evrópusambandinu. Evrópska nýsköpunar- og tæknistofnunin (EIT) hefur sett á fót ýmis verkefni sem kölluð eru Knowledge and Innovation Communities (KICs). EIT Health er eitt þeirra og var stofnað árið 2015.

Hvað er EIT Health?

EIT Health auðveldar nýsköpun sem leiðir til bættrar heilsu evrópskra ríkisborgara.

EIT Health styrkir í kringum 150 aðildarsamtök og stuðlar þannig að samvinnu og nýsköpun milli leiðtoga í viðskiptum, rannsóknum og menntun í Evrópu. Styrkurinn er í formi fjármögnunar, sérfræðiþekkingar og aðgangs að markaðnum en þannig er hægt að framkvæma byltingarkenndar hugmyndir sem hraðast.

EIT Health netið samanstendur af heilsufrumkvöðlum sem hugsa út fyrir kassann. Þessir aðilar búa til vörur og þjónustu sem þörf er á og styðja við nýsköpun. Með þessum hætti verða til ný fyrirtæki og störf og lýðheilsa er ávallt höfð í fyrirrúmi.

Helstu markmið EIT Health eru að bæta heilsufræðslu, stuðla að heilbrigðum lífsstíl og ýta undir velgengi og vöxt sérfræðinga í heilsu. Þau deila innsýn og miðla þekkingu með því að virkja samfélagið allt í gegnum vinnustofur og svokölluð "skills development programmes".

EIT Health vildi búa til samfélagsvettvang sem væri byggður á Acquia/Drupal og vantaði rekstraraðila sem hefði reynslu af því. Það var kominn tími á nýja og endurbætta vefsíðu með nýja hönnun svo hægt væri að auka virkni, örva samvinnu og nýsköpun milli samtaka.

Hvaða vandmáli stóðu þau frammi fyrir?

Árið 2019 leiddi úttekt EIT Health og samskiptastofnunar í ljós þörfina á fullkominni endurhönnun og endurræsingu samfélagsvettvangsins þeirra. Auka átti þátttöku og notagildi vettvangsins með bættri notendaupplifun.

"Connections" var netgátt sem þau ráku áður og átti að auðvelda samvinnu á sviði nýsköpunar fyrir aðildarsamtök EIT Health. Þetta var gagnvirkt svæði þar sem meðlimir gátu rætt verkefni sem voru á döfinni, skipst á upplýsingum og innsýn og tekið virkan þátt í EIT samfélaginu. Þarna var líka hægt að finna mikilvægar upplýsingar viðskiptaáætlanir (allt sem varðar lög, stjórnsýslu og fjármál) og aðrar gagnlegar leiðbeiningar.

Rannsóknir sem gerðar voru af stofnuninni leiddu í ljós að ýmsar nothæfisáskoranir voru til staðar og leitaraðgerðir vantaði. Þetta varð til þess að fáir nýttu sér vettvanginn og að endingu var ákveðið að taka hann í gegn.

Hugmyndin var að vettvangurinn yrði bæði nothæfur og nauðsynlegur og að þar væri að finna eiginleika og efni sem myndi hvetja meðlimi til þess að nota hann. Þau vildu lausn sem myndi auka þátttöku og ýta undir samstarf.

Markmiðið var að hanna og innleiða nýjan vettvang sem væri auðveldur í notkun og notendur ættu auðvelt með að finna viðeigandi upplýsingar svo aðildarsamtök gætu uppfyllt meginmarkmið sitt og EIT Health - að vera hluti af nýsköpunarsamfélagi. Þar kom 1xINTERNET við sögu til að hjálpa til við þróun samfélagsvettvangs með dýnamíska virkni sem notendur gætu nýtt til fulls.

Hvernig gátum við hjálpað?

Til þess að geta innleitt endurbætta notendaviðmótshönnun semfélagsvettvangsins þurfti 1xINTERNET að taka mið af þörfum notenda sem samskiptastofnunin greindi frá. 

Open Social dreifingin sem er byggð á Drupal var notuð til að innleiða kröftugan samfélagsvettvang með spennandi nýja eiginleika sem gera notendum kleift að deila, leggja sitt af mörkum og vinna saman. Á þessum vettvangi má einnig finna einkasvæði fyrir notendur þar sem þeir geta skráð sig inn, búið til prófíla, hópa, umræðiefni og deilt efni.

1xINTERNET þróaði dýnamískt kerfi þar sem meðlimir samfélagsins geta skrifað um þarfir sínar og áhugamál, fundið upplýsingar um væntanleg verkefni og átt samskipti og unnið með öðrum meðlimum. Ítarleg leitargreining og tagging var notað til þess að búa til dýnamískt efni, greiningu og innsýn.

Við hönnuðum notendaupplifun sem hefur gert aðildarsamtökum kleift að nálgast efni, hafa samskipti við önnur samtök og finna upplýsingar um viðburði og halda sambandi.

Hvers vegna varð Drupal fyrir valinu?

Eftir að hafa framkvæmt umfangsmikla rannsókn með samskiptastofu, ákváðu EIT Health að þau þyrftu sérsniðinn samfélagsvettvang byggðan á Acquia. Komist var að þeirri niðurstöðu að innleiðing samfélagsvettvangs með Drupal Open Social dreifingu væri hinn fullkomni kostur fyrir þarfir þeirra til að skapa öflugt samfélag fyrir þekkingarmiðlun.

Drupal and 1xINTERNET

Helstu eiginleikar verkefnisins

Samfélagsvettvangur byggður með Drupal Open Social dreifingunni með dýnamíska eiginleika og virkni.

  • Háþróuð merkingarvirkni (e. tagging) sem auðveldar deilingu tilfanga (e. resources)
  • Háþróuð leitargreining sem birtir innihald eftir notendaflokkum.
  • Skilaboða- og spjallvirkni til þess að kveikja umræður og auka samskipti á meðal notenda.
  • Viðburðaskráning með leitarvirkni.
  • Prófílar fyrir samfélagsmeðlimi og aðildarsamtök sem leiðir fólk saman til að ýta undir samvinnu.
  • Tenging milli fólks virkjuð í gegnum deilingu fréttagreina og tilfanga sem auðveldar framlög til samfélagsins. Niðurstöður eru síaðar eftir áhugamálum, sérfræðiþekkingu og samtökum.
  • Community Stories - svæði þar sem samtök geta deilt árangurssögum með öðrum í EIT samfélaginu.
  • Groups workspaces - hópar hafa sín eigin vinnusvæði og dýnamískt efnissvæði. Meðlimir geta gengið í hópa sem eru til nú þegar eða búið sérstaklega til hópa til þess að deila skjölum eða vinna saman að tilteknum viðfangsefnum.

Hýsing

EIT Health notar Acquia Cloud, sem er Drupal-stillt forrit með innviði sem styðja við Drupal vinnuferla frá þróunarumhverfi yfir í live umhverfi.

Fleiri verkefni

Fjölsíðukerfi

Háskóli Íslands - Fjölsíðukerfi

Featured case study from 1xINTERNET

1xINTERNET hefur, ásamt þróunarteymi Háskóla Íslands, byggt dreifikerfi sem þjónar skólanum, kennurum og mismunandi deildum, stofnunum og...