Hönnunarkerfi

Samræmd og skalanleg hönnun á öllum vettvöngum

Öflug hönnunarkerfi og Storybook

Hluti af þeirri þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á er fullbúið hönnunarkerfi sem heldur utan um hönnun fyrirtækisins og stafrænar eignir. Kerfið tryggir samræmda upplifun af vörumerkinu. Við notum hönnunarkerfin ásamt Storybook til að hjálpa viðskiptavinum að búa til samræmd notendaviðmót og sameinaða notendaupplifun á öllum vettvöngum.

Demo hönnunarkerfi

Tvær yfirlitssíður sem sýna íhluti úr hönnunarkerfi
Tákn skilvirkni

Skilvirkni

Tákn samræmi

Samræmi

Tákn skölunarhæfni

Skölunarhæfni

Tákn lægri kostnaður

Lægri kostnaður

Skilvirkara hönnunarferli með hönnunarkerfi

Hönnunarkerfi eru byggð á öflugri aðferðafræði sem veitir staðla sem notaðir eru til að halda utan um hönnun og auðvelda þannig samræmi og skilvirkni í hönnun og þróun. Við vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar sem taka virkan þátt í að setja upp, skilgreina og samþykkja sjónræna hönnunarþætti og íhlutina sem mynda hönnunarkerfið.

Yfirlit yfir hönnunarviðmið vörumerkis

Sameiginlegt “hönnunartungumál”

Þegar sameiginleg geymsla er notuð fyrir íhluti notendaviðmóts (e. UI components) verður til svokallað “hönnunartungumál”. Þegar íhlutirnir eru sameinaðir í geymslusvæði sem er vel viðhaldið, virkar hönnunarkerfið eins og brú sem gerir hönnuðum og forriturum kleift að vinna saman. Þetta styttir einnig tímann sem það tekur að koma vörunni á markað.

Helstu eiginleikar íhlutanna í notendaviðmóti

Endurnýtanlegir íhlutir

Endurnýtanlegir íhlutir einfalda uppbyggingu flókinna notendaviðmóta. Hönnunarkerfi virkar eins og upplýsingabanki fyrir allt sem viðkemur stjórnun íhluta. Þar er að finna sjónræna eiginleika og virkni íhlutanna, einskonar safn eigna (e. assets) sem auðvelt er að uppfæra, endurnýta og aðlaga fyrir mismunandi verkefni.

Mismunandi síður að nota sömu endurnýtanlegu íhlutina

Hönnunarviðmið fyrirtækis

Hönnunarkerfi er sérstaklega gagnlegt tól þegar sömu íhlutir eru notaðir af mismunandi teymum. Skilgreind hönnunarviðmið sem hönnuðir, forritarar og markaðsfulltrúar hafa aðgang að, auðvelda samstarf milli teyma geta og innleiðingu samræmdrar hönnunar.

Hönnunarviðmið fyrirtækis með litum, letri og hnöppum

Atomic hönnun

Hönnunarkerfi eru byggð á meginreglum atomic hönnunar. Grunnar hönnunarkerfa eru eins og legókubbar sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og búa til misflókna hönnun sem fylgir þó alltaf sömu meginreglum.

Fimm þættir í atomic hönnun

Storybook

Storybook er tól sem er notað til að stjórna hönnunarkerfinu, það virkar eins og sjónræn efnisskrá yfir hönnunarkerfið sem sameinar alla skilgreinda þætti á einum stað. Þetta er öflugt tól fyrir framendaumhverfi sem gerir teymum kleift að hanna, smíða, sýna og skipuleggja íhluti notendaviðmóts.

Storybook með grunnum, íhlutum og síðum

Verkefni sem nota hönnunarkerfi og Storybook

Eldum Rétt lógó
Scouts lógó
UTBW lógó
Schwabe lógó
Transgourmet lógó
SENEC lógó

Önnur þjónusta

UI/UX hönnun

UX/UI hönnun sem setur stafræna upplifun notandans í fyrsta sæti.

Meira um UI/UX hönnun

Sérsniðið efni

Sérfræðiráðgjöf um markviss samskipti við endanotendur.

Meira um sérsniðið efni

Leitarupplifun

Kraftmikil og skalanleg leitarkerfi með ElasticSearch.

Meira um leitarkerfi