
CMS lausnirnar okkar eru hannaðar með það í huga að mæta þörfum fyrirtækja: þær eru hraðar, skalanlegar, öruggar, auðveldar í notkun og samþættanlegar við hvaða tækniumhverfi sem er. Helstu eiginleikar eins og mismunandi efnisgerðir, notendahlutverk og leyfi, sveigjanleg efnissköpun, o.s.frv. eru tilbúnir til notkunar. CMS hugbúnaðurinn er fáanlegur annars vegar með tengdum framenda og hins vegar hauslaus (e. headless), þar sem framendi er aðskilinn bakenda.
Hafðu umsjón með efninu þínu og dreifðu því á allar stafrænar rásir
Það mikilvægasta við allar CMS lausnir er að það sé auðvelt að búa til, stjórna og breyta efni. Then, you must be able to easily serve the content as a website with a coupled CMS, with an API as a headless CMS, or as structured content to any other digital channel.
1xCMS lausnin okkar hefur þessa virkni tilbúna til notkunar. Þú getur einbeitt þér algjörlega að þeim eiginleikum sem þú þarft til að gera CMS kerfið að bestu mögulegu lausninni fyrir fyrirtækið þitt.

1xCMS er kerfi sem heldur utan um efnið þitt. Þetta er öflug lausn og auðveld í notkun. Hægt er að sérsníða og endurnýta CMS-kerfið fyrir mörg mismunandi vefverkefni og búa þannig til hágæða notendaupplifun.
Af hverju ættir þú að nota vefumsjónarkerfi frá 1xINTERNET?
Vefumsjónarkerfi frá 1xINTERNET eru byggð á Drupal. Drupal er frjáls hugbúnaður notaður víða um heim og talinn mjög hentugur þegar kemur að flóknum fyrirtækjalausnum. Lestu meira um Drupal hér. Við erum sérfræðingar í CMS-lausnum byggðum á Drupal og höfum hannað framúrskarandi og jafnframt mjög flóknar vefsíður. Skoðaðu verkefnin okkar.

Helstu eiginleikar 1xCMS
Góð ritsjórnarupplifun og auðveld í notkun
- Einfalt notendaviðmót, þjálfunarkostnaður í lágmarki
- "Drag and drop" virkni
- Breytingar á framenda gerðar á staðnum
- Efnissniðmát (e. content templates)
- Sjálfvirk efnisskoðun
Sveigjanleg efnis- og miðlastjórnun
- Staðlaðar efnisgerðir eins og síður, fréttir, viðburðir, staðsetning eru fáanlegar tilbúnar
- Hægt er að aðlaga og stækka efnisgerðir að fullu
- Fjöltyngt og staðfæranlegt umhverfi (e. localizable)
- Staðlaðar miðlategundir eru einnig fáanlegar tilbúnar. Auðvelt að bæta auka DAM- og PIM-kerfum við.
- Utvíkkanlegar heimildir, hlutverk og vinnuferli í boði ef þörf krefur.
Hröð leit yfir allar vefsíður
- Biðtími leitar er enginn
- Hægt er að stækka leitina að fullu með sérstilltum síum
- Í tilfelli fjölsíðulausnar er hægt að virkja sameinaða leit (e. federated search) til að skila niðurstöðum frá öllum vefsíðunum.
Hraðar vefsíður og afhending efnis
- Nákvæmir caching möguleikar
- Afhending úr CDN; efni, vefsíður, og efni frá efnisþjónustu / API
Búið til einu sinni og endurnotað fyrir allar vefsíður
- Allur kóði er skrifaður þannig að þú getir stjórnar mörgum mismunandi vefsíðum á sama CMS grunnkóðanum.
Hauslaus CMS
- GraphQL tilbúið til notkunar
- JsonAPI tilbúið til notkunar
- Sérsniðnar vefþjónustur auðveldlega búnar til
Persónulega sérsniðið efni
- Sérvaldir notendahópar
- Sjálfvirkt efni framreitt og fjarlægt fyrir ákveðna notendahópa
-
Skýr og óbein úthlutun efnis á hópa
-
Sveigjanleg staðsetning og endurheimt sérsniðins efnis
Lestu meira um sérstillingu efnis hér
Algengustu eiginleikar innifaldir í 1xCMS
- Byggt á öllum CMS lausnum sem við höfum unnið í gegnum árin höfum við hannað 1xCMS með vinsælustu eiginleikunum sem flestir vilja
- Sparaðu fjármuni með því að vera ekki að finna upp hjólið. Við höfum reynsluna, við vitum hvað virkar.
- Fjárfestu frekar í þáttum sem eru sérgerðir fyrir þitt fyrirtæki og búa til virði fyrir þig.
100% frjáls hugbúnaður
- Engin leyfisgjöld
- kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).
- Öll réttindi kerfis og eign hugbúnaðarins er þín

Viðskiptavinir sem nota 1xCMS
Fleiri eiginleikar 1xCMS
- Hægt er að nota "Drag-and-Drop" virkni við stjórnun efnis og vinna í mörgum skrám í einu.
- Leitarvélabestun
- Öll meta tags fáanleg (Standard, OpenGraph, Twitter Cards, JSON-LD, Microdata, etc.)
- Vefgreiningrform sem nota má fyrir helstu vefgreiningar
- Samþætting við hvaða SSO veitu sem er (SAML, OpenID Connect, o.s.frv.)
- Örugg geymsla og aðgangur að gögnum
- Öruggar úgáfur og öryggisuppfærslur
Hafðu samband og fáðu að prófa
Algengar spurningar varðandi 1xCMS
Hvort ætti ég að velja "hauslausa" CMS lausn eða "tengda" (hefðbundna)? add remove
Það fer alfarið eftir þínum markmiðum.
Það er yfirleitt ódýrara að búa til tengda CMS lausn en hauslausa (þar sem framendi er aðskilinn bakenda). Ástæðan er sú að tengdar CMS lausnir eins og Drupal hafa nú þegar framenda sem hefur marga eiginleika innbyggða. Þessa eiginleika þarf að endurgera í þeim tilfellum þar sem framendinn er sérsmíðaður og tengdur við hauslausa CMS lausn.
Kosturinn við hauslausa CMS lausn er sá að hægt er að þróa framendann alveg óháð bakendanum. Þetta er gagnlegt ef þú vilt nota sama bakendann mörgum sinnum og tengja síðan mismunandi framenda við hvern. Slík uppsetning eykur bæði þróunarhraða og sveigjanleika, vegna þess að mismunandi teymi geta þróað mismunandi framenda með mismunandi tækni (React.js, Vue.js, Angular, Next.js, Gatsby, o.s.frv.). Skoðaðu þjónustuna sem við bjóðum upp á við vefþróun.
Hvað er mikilvægt að hafa í hug við val á CMS lausn? add remove
Hvort sem þú vilt byggja nýja CMS lausn eða skipta út gömlu kerfi fyrir nýtt, ættir þú að veita eftirfarandi atriðum eftirtekt:
1. Veldu CMS kerfi sem er notað víða
Þegar þú velur kerfi sem er notað víða eru fleiri þjónustuveitendur og forritarar sem geta lagt þér lið. Þetta veitir þér meira öryggi og tryggir það að allt gangi vel fyrir sig. Drupal einn besti kosturinn þegar þú velur CMS-kerfi fyrir fyrirtæki. Lestu meira um það hverjir nota Drupal hér.
2. Veldu frjálsan hugbúnað
Þeim CMS-kerfum sem eru byggð á frjálsum hugbúnaði fylgja yfirleitt engin leyfisgjöld, þú getur breytt kerfinu og þróað það á þann hátt sem þú vilt og þú sem kaupandi þjónustu ert ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).
Þú sparar ekki endilega peninga á því að nota frjálst CMS-kerfi, en þú borgar fyrir þjónustu í stað leyfisgjalda. Þú getur ákveðið að færa viðskipti þín til annars þjónustuaðila hvenær sem er án mikils kostnaðar.
CMS lausnin okkar er byggð á frjálsa hugbúnaðinum Drupal, þú borgar engin leyfisgjöld og færð allan notkunarrétt.
3. Veldu CMS með öflugum vefþjónustum
CMS-kerfið ætti að vera samþættanlegt við öll önnur kerfi sem þú notar. Þetta á við um DAM- eða PIM-kerfi, CRM-kerfið þitt, ERP-kerfið þitt o.fl. sem þarf að tengja við CMS-kerfið þitt. Skoðaðu DAM og PIM lausnirnar okkar.
Aftur á móti þarf nútímalegt CMS að skila efni óaðfinnanlega á hvaða markaðsrás sem er, t.d. samfélagsmiðlagáttir, viðskiptavettvanga eða önnur markaðskerfi.
Án öflugra vefþjónusta er kerfið þitt sjálfstæð lausn og ekki full nothæf þegar hún er tengd öðrum kerfum.
4. Veldu CMS með frábæra ritstjórnarupplifun
Eitt það mikilvægasta sem hafa þarf í huga er að kerfið hafi frábæra ritstjórnarupplifun. Þannig njóta ritstjórarnir þess frekar að vinna með kerfið, þeir geta hjálpað hver öðrum og vinnuumhverfi teymisins verður mun skilvirkara.
Af hverju ætti ég að nota frjálsan hugbúnað? add remove
1xDXP lausnirnar eru allar byggðar á frjálsa hugbúnaðinum Drupal. Það þýðir að allar þær lausnir sem við hönnum fyrir viðskiptavini okkar eru afhentar með öllum nauðsynlegum notkunarréttindum og viðskiptavinum er frjálst að breyta þeim, stækka þær og nota á þann hátt sem óskað er eftir. Lausnunum fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila (e. vendor lock-in).