Byggt á reynslu

Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

1xCMS lausnin er öflugt og sveigjanlegt vefumsjónarkerfi sem er sérstaklega hannað til að mæta þörfum fyrirtækja. Hún er áreiðanlegur vettvangur sem einfaldar efnissköpun og umsjón efnis, einfaldar vinnuflæði, gerir samvinnu skilvirkari, býður upp á mikinn sveigjanleika, og tryggir öryggi sem og einstaka og samræmda upplifun af vörumerki. 1xCMS byggir á okkar reynslu: 90% af helstu eiginleikum og virkni er tilbúin beint úr kassanum svo þetta er tilvalin lausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum óháð starfsemi þeirra.

CMS vettvangur sem eykur virði fyrirtækisins

Öflugt og sveigjanlegt vefumsjónarkerfi fyrir þitt fyrirtæki

Einfaldaðu sköpun og umsjón efnis 

1xCMS lausnin gerir sköpun og umsjón efnis skilvirkari. Hún býður upp á framúrskarandi ritstjórnarupplifun með leiðandi hönnun og “drag-and-drop” viðmóti sem er auðvelt í notkun. Algengustu eiginleikar og virkni eru tilbúin til notkunar beint úr kassanum, þar á meðal staðlaðar efnis- og miðlategundir, efnisgreinar (e. content sections) og sniðmát, CKEditor sem býður upp á marga eiginleika og hægt er að gera breytingar á framendanum í rauntíma. Allt þetta gerir það að verkum að sköpun og umsjón efnis og annarra stafrænna eigna verður talsvert einfaldari þar sem allt er að finna á einum stað og ritstjórar þurfa ekki að hafa mikla tæknilega þekkingu.

Efnisgreinar (e. content sections) með “drag-and-drop” virkni

Bætt vinnuflæði og skilvirkari samvinna  

1xCMS lausnin er miðlægur vettvangur sem eflir samvinnu milli mismunandi teyma og deilda og tryggir um leið hraðara og skilvirkara vinnuflæði. Lausnin býður upp á stækkanlegt sett sem inniheldur notendahlutverk, heimildir og sérsniðin verkflæði. Þú hefur þannig yfirsýn yfir alla notendur sem fá aðgang að efninu og vinna með það á öllum stigum vinnuflæðisins (drög, endurskoðun, birting, o.s.frv.). Þetta hjálpar þér við að skilgreina skýr verkefni og ábyrgð hvers og eins, stýra verkefnum og fylgjast með framvindu og virkni notenda í rauntíma.

Tveir efnisstjórar að nota CKEditor 5 í rauntíma

Einstök og samræmd upplifun af vörumerki 

1xCMS lausnin er einstaklega sveigjanleg þegar kemur að því að byggja og sérsníða stafræna upplifun sem er í takt við þínar viðskiptaþarfir. Lausninni fylgir samþætt hönnunarkerfi sem er samansett af endurnýtanlegum íhlutum og gerir þér kleift að búa til samræmda upplifun af vörumerkinu þínu. Auðvelt er að bæta við sérsniðnu efni og eiginleikum sem og viðbótarvirkni til að bæta notendaupplifun enn frekar.

Meira um hönnunarkerfi

Hönnunareiginleikar á borð við leturgerðir, liti og stíliseringar

Skölunarhæfni fyrir fyrirtækið þitt

1xCMS lausnin er byggð á módúlar arkitektúr og API-drifinni tækni sem hentar vel til að halda utan um viðskipti fyrirtækja af öllum stærðum. Hún er fáanleg bæði hefðbundin/tengd (e. coupled) og hauslaus (e. headless), þar sem framendinn er aftengdur bakendanum. CMS kóðagrunnurinn er hannaður þannig að hægt sé að stýra mörgum vefsíðum í gegnum einn vettvang. Þetta þýðir að þú getur auðveldlega búið til og stýrt efni, eiginleikum og virkni þvert á öll stafræn tilvik. Þetta dregur verulega úr kostnaði við þróun og viðhald.

Meira um fjölsíðukerfi

Kjarna CMS kerfi tengt við þrjár vefsíður og mismunandi umhverfi

Öryggi fyrirtækja

1xCMS lausnin tryggir öryggi fyrirtækja af öllum stærðum og allar vefsíður eru verndaðar gegn gagnalekum og DDoS árásum. Lausnin veitir öfluga dulkóðun, örugga gagnageymslu, aðgang og flutningskerfi og hægt er að samþætta hana við hvaða SSO þjónustu sem er, sem tryggir að gögnin þín séu alltaf vernduð. Öruggar útgáfur (e. deployments), regluleg afrit og sjálfvirkar öryggisuppfærslur stuðla að því að vefsíðan sé alltaf örugg og uppfærð.

Meira um hosting lausnina

Öryggismælikvarði sem er hakað í og skjaldartákn

Dragðu úr viðskiptakostnaði með því að forðast þróun staðlaðra eiginleika og fjárfestu aðeins í þeim eiginleikum sem auka virði fyrirtækisins og nýtast notendum

Fáðu tilboð

CMS lausn byggð á reynslu

Með rúman áratug af reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur í gegnum hundruðir vefverkefna höfum við þróað 1xCMS - öflugan og vandlega hannaðan vettvang sem inniheldur 90% af algengustu eiginleikum og virkni, þar á meðal fullkomlega skalanlegt leitarkerfi. Þar sem þessi tækni er “API-drifin” er mjög auðvelt að samþætta hana við önnur kerfi eins og PIM, DAM, Innranet eða E-commerce, og hvaða upplýsingatækniumhverfi sem er. Lausnin er byggð á “módúlum” sem þýðir að þú getur innleitt auka eiginleika sem bæta vefumsjónarkerfið þitt og tryggja að öllum viðskiptaþörfum sé mætt.

Helstu eiginleikar og kostir 1xCMS lausnarinnar

Leiðandi

Notendavænt viðmót

CKEditor

“Drag-and-drop” virkni

Breytingar á framenda í rauntíma

Sniðmát fyrir efni

Staðlaðar efnis- og miðlategundir tilbúnar beint úr kassanum

Samvinna

 Stækkanleg notendahlutverk og heimildir

Stjórnun vinnuflæðis

Innskráningarsaga í rauntíma

Sviðsetning efnis

Efnisstefna

Útgáfur efnis

Einstök

Skipting notenda (e. user segmentation)

Sjálfvirk úthlutun/fjarlæging samkvæmt skiptingu

Skýr/óbein úthlutun samkvæmt skiptingu

Sveigjanleg birting og fjarlæging efnis

Staðbundin & fjöltyngd efnisstjórnun

Leitarvélabestun (SEO)

Sérsniðnar vefslóðir

Öll meta tags í boði (þ.á.m. OpenGraph, Twitter Cards)

Sveigjanleg stýring framsendinga (e. redirects)

Innbyggður XML sitemap generator

Skipulögð gagnasamþætting (JSON-LD)

Aðlögun fyrir farsíma

Skölunarhæfni

Hauslausar eða tengdar lausnir

Módúlar arkitektúr

API-drifin tækni

GraphQL tilbúið til notkunar

 JsonAPI tilbúið til notkunar

Custom API stuðningur

Samþætting við hvaða SSO þjónustur og upplýsingatækniumhverfi sem er

Leitarvél

“Zero latency” leit - enginn biðtími

Stækkanlegt leitarkerfi með síum og leitarskilyrðum 

Sameinuð leit (e. federated search) fyrir fjölsíðukerfi

Hraði

“Lazy loading” fyrir aukin afköst

Granular caching

Efnisafhending í gegnum alþjóðleg CDN

Öryggi 

Sterk dulkóðun

Örugg gagnaflutningskerfi

Örugg gagnageymsla

Öruggur gagnaaðgangur

Öruggar útgáfur (e. deployments)

Regluleg afrit

Sjálfvirkar öryggisuppfærslur

Vörumerki sem nota 1xCMS

BSB lógó
Schwabe lógó
Transgourmet lógó
City of Reykjavik lógó
Scouts lógó
Miklaborg lógó

Skoðaðu hvernig 1xCMS lausnin okkar nýtist fyrirtækjum sem hafa staðið frammi fyrir stafrænum áskorunum

Sjá öll verkefni

CMS lausn byggð á opna hugbúnaðinum Drupal

1xCMS vefumsjónarkerfin eru byggð á opna hugbúnaðinum Drupal en hann er notaður víða um heim og er talinn mjög hentugur þegar kemur að flóknum fyrirtækjalausnum. Þú færð CMS vettvanginn afhentan með öllum nauðsynlegum notkunarréttindum og lausninni fylgja hvorki leyfisgjöld né “vendor lock-in” þar sem kaupandi er algjörlega háður söluaðila. Lausnin verður einfaldlega þín og þér er heimilt að nota hana, sérsníða og stækka eftir því sem þér hentar. Við höfum mikla reynslu af því að byggja hágæða CMS vettvanga með Drupal en við höfum þróað og afhent tugi flókinna CMS lausna. Síðasta áratug höfum við hlotið meira en 10 virt vefverðlaun fyrir okkar vinnu.