
HEICO SPORTIV - Drupal 8 vefverslun
HEICO SPORTIV vantaði stafrænar lausnir til að auka sölu. Fyrirtækið leitaði leiða til að eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini og til að geta boðið Volvo söluaðilum og öðrum áhugasömum upplýsandi og áhrifaríka upplifun í gegnum vefsíðuna. Fyrirtækið vantaði samstarfsaðila með reynslu í vefsíðu- og vefverslanagerð. Einnig þurfti að færa vefsíðu fyrirtækisins úr Drupal 7 kerfinu yfir í Drupal 8. Verkefnið var því að skapa nútímalega vefverslunar upplifun fyrir þeirra markhóp, bæði B2B og B2C viðskiptavini.
Heico Sportiv og hvernig við gátum aðstoðað
HEICO SPORTIV hefur framleitt sérsniðna aukahluti fyrir Volvo bíla frá árinu 1995. Um er að ræða framsæknar hágæða vörur þar sem frammistaða er höfð í fyrirrúmi. Þetta eru ýmsar vörur; útblásturskerfi, bremsukerfi, felgur, fjaðranir og alls kyns hönnun fyrir innra og ytra útlit bílsins. Allar vörur HEICO eru hannaðar, þróaðar og framleiddar af mikilli ástríðu í Þýskalandi.
Eldri vefsíða HEICO samsvaraði ekki framsækinni stefnu fyrirtækisins. Sú vefsíða var byggð á Drupal 7 og stafrænum lausnum var ábótavant. Síðan var einungis hugsuð fyrir B2B viðskiptavini og skorti greiðslumöguleika. Vegna þessa var ákveðið að útbúa nýja vefverslun byggða á Drupal 8 sem stæði undir væntingum notenda. Markmiðið yrði að auka sölu og gera Volvo aukahlutina aðgengilegri fyrir kaupendur, bæði Volvo söluaðila og óháða aðila.
Af hverju varð Drupal fyrir valinu?
HEICO SPORTIV vantaði samstarfsfélaga til þess að uppfæra vefsíðu fyrirtækisins, úr Drupal 7 yfir í Drupal 8. Fyrst og fremst vantaði aðila með reynslu í stafrænum lausnum til að innleiða greiðslumöguleika og aðrar staðal stafrænar lausnir sem eru í boði í dag. Þar sem HEICO notaðist við Drupal áður, kom annað vefkerfi ekki til greina.

Markmið verkefnis og útkoma
Tilgangur þessa verkefnis var að búa til nýja vefsíðu með vefverslun í Drupal 8. Eftirfarandi kröfur áttu að vera uppfylltar:
- Stafræn viðskiptalausn með faglega virkni
- Vefverslun fyrir alla kúnna, bæði B2B og B2C
- Innleiðing greiðslumöguleika
- Einföldun á viðhaldi vörulista
- Bætt notendaviðmót
- Innleiðing á vöruumsjónarkerfi
- Innleiðing á vefumsjónarkerfi


Helstu eiginleikar nýju vefsíðunnar og vefverslunarinnar
Vöru innflutningur
- Allar vörur fluttar yfir úr Heico Sportiv viðskiptakerfinu (e. ERP system).
Bætt notendaviðmót
- Auðveldara að uppfæra upplýsingar um margar vörur í einu.
Drupal Commerce
- Innleiðing á Drupal Commerce kerfinu.
Mismunandi verðskrár
- Ólíkir söluaðilar hafa sér verðskrár sem Heico úthlutar þeim, allt eftir viðskiptaskipan þeirra. Nú er hægt að bæta við sérstökum verðskrám fyrir sérstaka viðskiptavini.
SOLR leit
- Innleiðing á SOLR ítarleit þar sem hægt að er leita að vörum og þjónustu eftir flokkum.
Myndasamanburður
- Flettimöguleika bætt við. Tvær myndir leggjast hvor yfir aðra sem hægt er að bera saman með því að nota músarbendil.

Myndasamanburður með flettivirkni.
Áskoranir í ferlinu
- Flókinn og fjölbreytilegur vörulisti þar sem ein vara getur passað inn í margar mismunandi árgerðir eða tegundir mismunandi bíla.
- Ein vara er aðgengileg á nokkrum mismunandi vefslóðum.
- Ólíkir söluaðilar hafa sér verðskrár.
- Virðisaukaskattur er reiknaður og birtur eftir því hvert heimilisfang viðtakanda er, og hvort viðskiptavinur er söluaðili eða óháður aðili.