Samstarfsaðili Acquia
Acquia & 1xINTERNET
Acquia er eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði stafrænna lausna sem byggðar eru á frjálsum hugbúnaði. Við viljum aðeins bjóða viðskiptavinum okkar upp á bestu mögulegu lausnirnar og höfum þess vegna kosið að vinna með Acquia um árabil.

Sameiginlegt markmið okkar
Sameiginlegt markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að þróa, viðhalda og fínstilla stafræna upplifun á sveigjanlegan og skilvirkan hátt.
Farsælt samstarf felur í sér gagnkvæman skilning og traust, auk áherslu á að byggja upp og viðhalda samstarfi til langs tíma. Acquia og 1xINTERNET hafa fundið sameiginlegan grundvöll og í sameiningu náum við settum markmiðum.

Samstarf með Acquia
1xINTERNET er "Acquia Preferred Partner". Yfir 10 starfsmenn 1xINTERNET eru vottaðir af Acquia.
1xINTERNET hefur nú hlotið viðurkenninguna "Acquia Certified Practice Partner" samstarfsaðili. Aðeins 30 fyrirtæki í heiminum hafa opinberlega fengið þessa viðurkenningu ogvið erum eina fyrirtækið með höfuðstöðvar í Þýskalandi sem hefur hlotið hana! Valferlið er strangt en til þess að geta átt möguleika á viðurkenningunni þurftum við að geta sýnt fram á tæknilega sérþekkingu okkar.

"Þau hafa framúrskarandi sérþekkingu á Drupal..."
"1xINTERNET hefur unnið með Acquia í mörg ár. Við höfum verið að stækka Drupal fyrirtækið okkar og fengið aðstoð hjá þeim við stefnumótun. Þau hafa framúrskarandi sérþekkingu á Drupal og mikinn skilning á þörfum viðskiptavina. Þess vegna völdum við þau til þess að fá hjálp við mest krefjandi Drupal verkefnin frá okkar viðskiptavinum."
Tom Bianchi, VP Marketing, EMEA, Acquia
Eitt af þeim farsælu verkefnum sem við byggðum saman
1xINTERNET vann Regional Excellence EMEA verðlaunin á Acquia Engage árið 2021 fyrir fjölsíðulausnina sem var hönnuð fyrir Schwabe Group.
Áður en fjölsíðulausnin okkar var innleidd fyrir allt fyrirtækið, stóð Schwabe Group frammi fyrir mörgum áskorunum. Viðhaldskostnaðurinn fór stöðugt hækkandi þar sem þau voru að reka margar vefsíður og það flækti einnig ferlið við öryggisuppfærslur. Schwabe Group hafði samband við 1xINTERNET með það í huga fá meiri yfirsýn yfir alla vefina sína og geta stjórnað þeim á einum stað.
Þökk sé hýsingarlausn Site Factory frá Acquia hefur markmiðum Schwabe Group verið náð og hægt er að stjórna mörgum vefsíðum í gegnum einn stafrænan vettvang.

Meira un Acquia
Acquia lausnir
Acquia lausnir til að byggja upp framúrskarandi stafræna upplifun.
Acquia hýsing
Öflugur Drupal hýsingarvettvangur byggður á AWS (Amazon Web Services).