Schwaketenbad - Endurgerð vefsíða með 1xDXP

Atvinnugrein
Afþreying
Lausn
Vefumsjónarkerfi
Tækni
Drupal

Schwaketenbad er vinsælt, fjölskylduvænt innisundlaugarsvæði með vatnsrennibrautum í Konstanz, Suður-Þýskalandi. Árið 2015 eyðilagðist byggingin í eldsvoða og endurbyggingin tók 7 ár. Þegar laugin var opnuð á ný þurfti Schwaketenbad nýja uppfærða vefsíðu.

Hver eru Schwaketenbad? 

Schwaketenbad er innisundlaugarsvæði í Konstanz, Suður-Þýskalandi. Árið 2015 brann þessi vinsæli vatnsleikvöllur til grunna og enduruppbygging svæðisins tók 7 ár. Þegar laugin var opnuð á ný þurfti Schwaketenbad nýja, uppfærða vefsíðu. 1xINTERNET útvegaði hraðvirka 1xDXP lausn; nútímaleg og fínstillt vefsíða var hönnuð og sett upp á innan við mánuði.

Hvaða vandamálum stóð viðskiptavinurinn frammi fyrir? 

Schwaketenbad var vinsælt sundlaugasvæði en hafði horfið af markaði í næstum 7 ár vegna brunans og enduruppbyggingar í kjölfarið. Þau þurftu að fá nútímalega, fínstillta og skilvirka vefsíðu á skömmum tíma til að geta tryggt stöðu sína á markaðnum eins fljótt og mögulegt var.

Nýja vefsíðan átti að endurspegla enduropnun Schwaketenbad svæðisins. Þau þurftu vefsíðu sem gæti miðlað öllum helstu upplýsingum til viðskiptavina í gegnum hönnun sem er bæði sjónrænt aðlaðandi og auðveld í notkun. Vefsíðan átti að innihalda þann möguleika að með tímanum væri hægt að bæta við hana bókunarkerfi og miðasölu.

Hvernig gátum við hjálpað?

1xINTERNET útvegaði nútímalega lausn með notkun okkar eigin 1xDXP lausnar. Þetta gerði það að verkum að við gátum sett vefsíðuna upp á mjög skömmum tíma og með hugsanlega stækkun hennar í huga.

Til þess að komast aftur inn á markaðinn og auka samkeppnishæfni var augljóst að vefsíðan þurfti hönnun sem er miðuð að gestum síðunnar. Það var sett í forgang að gestir gætu auðveldlega sótt viðeigandi upplýsingar en það léttir einnig álagið á öðrum stöðum síðunnar. 1xINTERNET gerði fallega, aðgengilega og leiðandi hönnun sem sýnir allar nauðsynlegar upplýsingar um sundlaugar svæðið á notendavænan hátt.

Greining á þörfum viðskiptavina með markvissri mælingu sem veitir alhliða gögn um viðskiptavini, eru notuð til að stöðugt bæta virkni síðunnar og tryggja skilvirka og hraðari markaðssókn.

Helstu eiginleikar

Hröð uppsetning

Schwaketenbad þurfti góða lausn með litlum fyrirvara. 1xINTERNET afhenti nútímalega hönnun og hágæða vefsíðu innan eins mánaðar.

1xDXP lausn

Digital Experience Platform frá 1xINTERNET er hröð og notendavæn lausn sem vex með viðskiptavinum okkar inn í næstu verkefni.

UI Hönnun

1xINTERNET bjó til nútímalega, aðlaðandi UI hönnun þar sem notendur geta nálgast mikilvægar upplýsingar með örfáum smellum.

SEO-aðlagað

Til að auka sýnileika og samkeppnishæfni á vefnum.

1xDXP vörur sem notaðar voru í verkefninu

Schwaketenbad vefsíðan er að fullu byggð á 1xDXP lausn 1xINTERNET, þetta gerði það að verkum að það var mjög fljótlegt að innleiða vefsíðu með sveigjanleika fyrir framtíðina í huga.

1xDXP lausnin er byggð á traustum grunni Drupal og hefur því alla nauðsynlega virkni fyrir góða stafræna upplifun. Þetta var mikilvægt fyrir Schwaketenbad þar sem þau vildu vefsíðu sem gæti stækkað með þeim í framtíðinni meðal annars til að setja upp bókunarkerfi og miðasölu til að bæta þjónustu við viðskiptavini.

Skoðaðu 1xDXP lausnina okkar

1xDXP - Innranet

Intranet software screenshot

Við hjá 1xINTERNET aðstoðum þig við að setja upp upplýsingaflæði innan fyrirtækisins með öflugri innranetslausn. 

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Innranet

1xDXP - DAM kerfi

DAM software screenshot

DAM-kerfi halda utan um ýmsar skrár eins og myndir, myndbönd, hljóðskrár, kynningar, hönnunarskrár o.s.frv. Önnur kerfi geta síðan sótt skrárnar í DAM-kerfið. 1xINTERNET hefur hannað DAM-kerfi sem auðveldar þér skipulag og geymir allar stafrænar eignir þínar á einum stað.

Lesa meira um þetta: 1xDXP - DAM kerfi

Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Efnisgreinar (e. content sections) með “drag-and-drop” virkni

CMS-lausn fyrir fyrirtæki, byggð á opnum hugbúnaði. 90% af eiginleikum og virkni tilbúin beint úr kassanum. Hún er áreiðanlegur vettvangur sem einfaldar efnissköpun og umsjón efnis, einfaldar vinnuflæði, gerir samvinnu skilvirkari og tryggir samræmda upplifun af vörumerki, sveigjanleika og öryggi.

Lesa meira um þetta: Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

SENEC GmbH - Vefsíða fyrir fyrirtæki

Field of solar panels

SENEC býður viðskiptavinum sínum upp á nýstárlegar sólarorkulausnir. Helsta áskorunin í þessu verkefni var að byggja upp sterka “viðveru á netinu” með...

Vefumsjónarkerfi

Stofnun Árna Magnússonar - Endurgerð vefsíða með OpenEDU

1x Case Study Teaser Arni

The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies is an Icelandic university organization with a specific focus on linguistics, preserving Icelandic...