Borði fyrir 1. sæti á Splash Awards

SENEC GmbH - Vefsíða fyrir fyrirtæki

Atvinnugrein
Smásala
Lausn
Vefumsjónarkerfi
Tækni
Drupal, React, Design system

SENEC framleiðir sólarorkutæki og fyrirtækið er starfrækt í Þýskalandi, Ástralíu og á Ítalíu. Samkeppnin er hörð á sólarorkumarkaðnum og til þess að fyrirtæki séu samkeppnishæf þurfa þau að hugsa út fyrir rammann og leggja áherslu á nýsköpun. Helsta áskorunin í þessu verkefni var að byggja upp sterka “net-ímynd” (e. online presence) með framúrskarandi notendaupplifun, óvenjulegum samskiptaþáttum og eiginleikum. Nýi vefurinn átti að að kynna SENEC sem alhliða birgi dreifðra orkuskipta og endurnýjanlegra orkukerfa.

Hvað er SENEC?

SENEC býður viðskiptavinum sínum upp á nýstárlegar sólarorkulausnir í Þýskalandi, Ástralíu og á Ítalíu og er á meðal 3 fremstu fyrirtækja á þessu sviði. SENEC er ört vaxandi sprotafyrirtæki og dótturfyrirtæki EnBW, sem er ein stærsta orkuveita Þýskalands. SENEC hefur sérfræðiþekkingu á orkusjálfstæði (e. energy independence) og tekur því virkan þátt í orkuskiptum neytenda með skapandi lausnum og nýstárlegum vörum. SENEC leggur ríka áherslu á sjálfbærni í starfi sínu og allar lausnir þeirra stuðla að sjálfbærri framtíð.

SENEC for a sustainable future

Sameiginleg markmið í samstarfi okkar til langs tíma

Okkar samstarf hófst árið 2019, þegar við settum nýja og endurbætta vefsíðu SENEC í loftið.

SENEC er metnaðarfullt alþjóðlegt fyrirtæki og er leiðandi á samkeppnishörðum markaði fyrir sólarorkulausnir. Til þess að hafa forskot á keppinauta sína, þurftu þau að byggja upp sterka net-ímynd. Samstarf 1xINTERNET og SENEC hefur gert þeim kleift að ná þremur af sínum helstu viðskiptamarkmiðum:

  • Afkastamikil vefsíða með nútímalegri hönnun og áherslu á notendaupplifun og þátttöku notenda.

  • Leitarvélabestun (SEO) til þess að auka sýnileika vefsíðunnar á vefnum og ýta undir “organic” umferð.

  • Vefsíða sem býr til sölutækifæri (e. lead generation) með háþróuðum rakningaraðferðum og markaðs- og greiningarkerfum.

Helstu eiginleikar verkefnisins

 

Öflugur Drupal bakendi og hauslaus framendi

Í daglegu samstarfi okkar sjáum við um að uppfæra vefsíðu SENEC með nýjustu eiginleikum og virkni sem við byggjum á vinsælum “trendum” í Drupal-þróun. Notendaviðmótið var búið til með svokallaðri “component-based” aðferð, sem þýðir að hönnunin er sett saman af endurnýtanlegum íhlutum (e. reusable components). Hauslaus framendi var síðan innleiddur með Storybook.

Þar sem framendi og bakendi eru aðskildir, er hægt að þróa og stækka bæði svæðin sjálfstætt. Þetta gerir það að verkum að hægt er að innleiða breytingar hraðar. Lestu meira um kosti hönnunarkerfa á blogginu okkar.

Á vefsíðunni má finna flotta grafík og þætti sem grípa notandann og ýta undir þátttöku hans á síðunni, t.d. google kort, ýmis vefeyðublöð og kraftmikla gagnvirka eiginleika.

SENEC Configurator - SENEC Haus

Flóknasta tæknin sem við höfum þróað fyrir vefsíðuna er “SENEC Haus configurator”. Þetta er nýlegur eiginleiki sem gerir notendum kleift að skoða hreyfimynd af SENEC.360 lausninni og kynna sér kosti hennar.

SENEC Haus er hús byggt með 3D-JS og birt með React appi. React appið sjálft safnar saman gögnum frá vefþjónustum SENEC (e. API) og gögnum sem koma úr Drupal. Þessi eiginleiki er settur upp sem blokk (e. Block) í Drupal. 

Þessi gagnvirki eiginleiki gerir notendum kleift að setja inn raunverulegar upplýsingar um heimilin sín til þess að reikna út orkusparnað og sjálfbærni.

React app fyrir nýtt samningakerfi

Það er flókið ferli að búa til orkusamning þar sem það inniheldur mörg skref og þarf að uppfylla ýmis skilyrði. Við notuðum lausn byggða á React til að skapa bestu mögulegu upplifunina fyrir viðskiptavini. Við byggðum “progressively decoupled” React app, sem þýðir að það er að hluta til “hauslaust”, og það er notað til að taka á móti gögnum sem notendur senda inn í gegnum vefeyðublaðið á síðunni.

Eyðublaðið samanstendur af röð mismunandi þrepa með fallegum sérsniðnum samskiptaþáttum. Gögnum um orkunotkun er safnað og þau eru staðfest þegar í stað bæði í appinu og hjá netþjóninum (e. server). Í lok ferlisins eru gögnin send yfir í vefþjónustu SENEC og lagalega bindandi orkusamningur verður til.

Auk þess að geta átt samskipti í gegnum React appið geta notendur haft samband við SENEC í gegnum hefðbundin vefeyðublöð. Niðurstöðurnar eru sjálfkrafa sendar yfir í markaðstólið Hubspot, MX Dynamics og innra CRM-kerfi. Vegna GDPR reglugerðarinnar og í samræmi við SENEC Technical and Organizational Measures (TOM), eru engin gögn viðskiptavina geymd inni í Drupal kerfinu sjálfu.

SENEC form submission

Leitarvélabestun og sölutækifæri

Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að byggja upp sterka net-ímynd fyrir SENEC  og gera vefsíðuna þeirra að svokallaðri “lead-maskínu”, eða vél sem býr til sölutækifæri fyrir fyrirtækið. Til að ná þessu settum við upp háþróaða rakningu og innleiddum markaðs- og greiningarkerfi. Það getur skipt sköpum fyrir sýnileika vefsíðunnar á netinu að hafa skýra efnisstefnu, byggða á notendapersónum og vegferðum, og að besta efnið fyrir leitarvélar. Þetta eykur “organic” umferð inn á síðuna sem þýðir að hún hefur birst notendum á viðeigandi stöðum í leitarniðurstöðum.

Tæknilegar áskoranir

  • Hámarka afköst vefsíðu með ótal marga eiginleika

  • Samþætting við JS virkni (Google Maps, React) með Storybook

  • Innleiðing flókinna gagnvirkra eiginleika (SENEC Haus Configurator)

  • Háþróað rakningarkerfi, markaðs- og greiningarkerfi til að auka viðskipti (GA4, Hubspot markaðshugbúnaður, MX Dynamics, Facebook API)

  • Leitarvélabestun og skýr efnisstefna til að auka sýnileika á netinu

  • Sjálfvirkt dreifingarverkflæði (e. deployment workflows) yfir í sérsniðin "containerized" hýsingarumhverfi (KubernetesDocker)

Sigurvegari International Splash Awards

Árið 2019 hlaut SENEC verðlaun fyrir besta Drupal verkefnið í 10 flokkum á International Splash Awards verðlaunahátíðinni í Amsterdam. International Splash Awards er góður vettvangur til að vekja athygli á Drupal-verkefnum á heimsvísu og þar sést greinilega hvað Drupal hentar vel í stafrænni nýsköpun.

Við erum stolt af því að eiga þátt í þessari velgengni og hlökkum til áframhaldandi áskorana á samkeppnishörðum markaði með SENEC.

SENEC - Winner of the International Splash Awards

Frá viðskiptavininum

“Kjarninn í okkar daglega samstarfi felst í stöðugri þróun til að skapa framúrskarandi notendaupplifun og ráðgjöf varðandi starfræna markaðssetningu til þess að auka sýnileika vefsíðunnar á netinu. 1xINTERNET býður upp á ráðgjöf varðandi leitarvélabestun sem og Drupal innleiðingu og var þess vegna frábær kostur fyrir okkur.”

Ramona Göbhart, teymisstjóri stafrænnar markaðssetningar hjá SENEC

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

SENEC óskaði eftir Drupal þar sem kerfið hefur getið sér gott orð sem CMS-lausn fyrir fyrirtæki. IT deildin hjá SENEC rekur öll þeirra kerfi innanhúss og það er hægur leikur að samþætta Drupal við önnur umhverfi vegna þess að kerfið er byggt á frjálsum hugbúnaði og hefur innbyggða API-virkni.

“Það kemur okkur skemmtilega á óvart hve einfaldur og sveigjanlegur Drupal bakendinn er. Ritstjórar okkar geta framleitt betra efni og unnið mun hraðar en áður. Þetta gerir okkur kleift að auka netviðskiptin okkar og ná betur til markhópsins.”

Nils Buntrock, fyrrverandi markaðsstjóri SENEC

Það mikilvægasta við tæknilegt umhverfi SENEC er að Drupal tengist “feature-rich” vefþjónustum (APIs) sem hægt er að nota til að sækja vöruupplýsingar, notkunargögn og samningsupplýsingar úr utanaðkomandi forritum. Vefsíðan er samþætt við ýmis kerfi sem eru hluti af SENEC umhverfinu (vefþjónustur viðskiptavina, markaðshugbúnaðinn Hubspot, MX Dynamics, CRM kerfi, greiningarkerfi o.s.frv.).

Fleiri verkefni

Vefverslanir

BSB - headless e-commerce

Skip á siglingu um Bodenvatn

Sérstilling og hámarksafköst með Drupal: notendamiðuð vefsíða með samþættu headless e-commerce kerfi til að auka sölu á netinu.

Fjölsíðukerfi, Hýsingarlausn

Umwelttechnik BW GmbH

Teaser UTBW

UTBW er ríkisstofnun sem starfar á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar. Stofnunin heldur úti mörgum vefsíðum og vildu stýra þeim öllum í einu...