1xHEALTH: Framtíð vinnustaðar veltur á heilsu og vellíðan starfsfólks

5 min.

Við hjá 1xINTERNET hófum árið á heilsuáskorun fyrir allan vinnustaðinn. Þetta kann að hljóma klisjukennt en þetta var ekki alveg dæmigerð áskorun. Hún var margþætt, allir áttu að geta tekið þátt og ætlunin var að byggja sterkt samfélag innan fyrirtækisins.

Við buðum upp á þrjár áskoranir sem starfsfólk gat valið úr fyrsta mánuðinn - auka vatnsinntöku, hreyfa sig í a.m.k. 30 mínutur á dag og sleppa áfengi. Einnig höfðu þátttakendur þann möguleika að setja sér sínar eigin áskoranir og það veitti manni innblástur að skoða markmið samstarfsfélaganna; sumir hverjir ætluðu að labba 30 km á viku á meðan aðrir vildu draga úr farsímanotkun. Það hljómar ef til vill handahófskennt, en byrjun árs er góður tími til að hefja nýtt verkefni. Í ár leggjum við áherslu á heilsu og vellíðan.

1xHEALTH CHALLENGE

Í sannleika sagt tapaði ég strax þeirri áskorun sem ég setti mér persónulega; að labba 5 km á dag. Aftur á móti lærði ég hvað það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið en það var í rauninni tilgangur 1xHEALTH áskorunarinnar. Ég bætti svefnrútínuna mína með því að koma mér upp þeim vana að lesa fyrir svefninn, en þetta var einmitt hugmynd sem ég fékk frá samstarfsfélaga. Á morgunfundunum okkar á mánudögum voru ýmis málefni tengd heilsu tekin fyrir; svefn, markmiðasetning og næring, við miðluðum okkar reynslu og fengum innblástur hvert frá öðru, töluðum um hvað var virka fyrir hvern og einn og gáfum góð ráð. Við fengum meira að segja kynningu um spírur frá einum samstarfsfélaga!

Viðburðir á skrifstofunum

Eftir þennan fyrsta mánuð af “áskorunum” höfum við farið mismunandi leiðir til að gera 1xHEALTH hluta af vinnudeginum. Við notum slack rás til að deila okkar á milli árangri, erfiðleikum og hollum uppskriftum. Við höfum líka skipulagt viðburði á skrifstofunum. Spænski hópurinn fór í 10 km hjólatúr um Los Toruños garðinn og þau enduðu svo á að fá sér hollan hádegisverð saman við sjóinn í El Puerto de Santa Maria. Þýska teymið fór í innanhúss trampólíngarð í Frankfurt þar sem Artem fann sitt innra tundurskeyti (sjáðu sönnunargögn hér fyrir neðan).

1xHEALTH & vellíðan 

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs skiptir okkur miklu máli hjá 1xINTERNET og þess vegna er það mikilvægur hluti af hugmyndafræði fyrirtækisins. 1xHEALTH snýst um að búa til samfélag sem allir geta tekið þátt í. Hrafi, íslenskur samstarfsfélagi okkar, kom í heimsókn á skrifstofuna í Conil og prófaði klifur í fyrsta sinn en hún fór með þremur starfsmönnum af spænsku skrifstofunni sem klifra mjög reglulega.

“Áður en ég prófaði að klifra hafði ég áhyggjur af því að ég væri ekki nógu sterk til að geta tekið þátt. Ég komst fljótt að því að klifur snýst ekki bara um að toga sig upp, heldur skiptir jafnvægi öllu máli, gripið með höndum og fótum, líkamsbeiting og svo þarf maður auðvitað að horfast í augu við lofthræðsluna. Ég skemmti mér svo vel og gat miklu meira en ég hélt þó ég sé ekki með mjög sterka handleggi”.

Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir

 

Manneskja klifrar á klifurvegg

Við viljum ekki endilega bara verðlauna þá hröðustu og sterkustu, við viljum hvetja hvert annað burt séð frá því hvar hver og einn er staddur á sinni heilsuvegferð. Sýnt hefur verið fram á að sveigjanleiki í starfi bætir andlega og líkamlega heilsu og þess vegna stendur öllu starfsfólki til boða að vinna í fjarvinnu. Teymin okkar vinna saman og áhersla er lögð á samskipti; það er mikilvægt að standa upp og teygja úr sér þegar maður situr heima við tölvuna allan daginn.

Útsýni starfsfólks á mismunandi stöðum - munurinn á að fara í göngutúr á Spáni og á Íslandi.

5K DAY á Alþjóðlegum krabbameinsdegi

Í febrúar vorum við með “5K DAY” þar sem allir voru hvattir til að hlaupa, labba, synda eða skríða 5 km og deila sinni leið. Þetta var mjög gaman og þarna kom í ljós hvað starfsfólk 1x vinnur frá mismunandi stöðum og hvaða áhrif staðsetningin getur haft á æfingarnar. Þau eru ansi hörð þarna á Íslandi. Ég er ekki viss um að ég myndi finna metnaðinn til að hlaupa 5 km með vindinn og snjóinn í andlitið en Fanney og Hadda gerðu það og eiga sérstakt hrós skilið fyrir vikið! Sumir styrktu krabbameinsrannsóknir með sínum 5 km með því að taka þátt í herferð  Alþjóðasamtakanna gegn krabbameini (UICC), en þau eru einmitt viðskiptavinur okkar. UICC voru með alþjóðlega 5k herferð til að vekja athygli á átakinu “close the care gap”. 

Frá Berlin til Conil: 2,723 km saman

Þegar við höfðum séð hvers við erum megnug, ákváðum við að setja okkur sameiginlegt verkefni - að safna kílómetrum sem samsvara vegalengdinni frá skrifstofunni í Berlín á skrifstofuna í Conil á einum mánuði, en þetta eru 2723 km! Sú hreyfing sem er mæld í mínútum var færð yfir í kílómetra og saman rerum við, klifruðum, hlupum, löbbuðum, hjóluðum, syntum og kite surf-uðum þessa 2732 km til Conil. Búið er að skipuleggja hitting fyrir allt fyrirtækið í Conil í júní svo við ákváðum að halda áfram og athuga hvort við gætum farið alla leið í kringum hnöttinn í þessum 80 dögum þangað til við hittumst. Nú munum við sjá hvort við getum peppað hvert annað alla leið… spennan magnast! Fylgstu með 1xHEALTH teyminu!

Deila grein

Fleiri greinar

Fyrirtækjamenning

1xBRANDCHALLENGE í heilt ár

Pablo, 12 metres under the Atlantic Ocean with his 1x bag.

1xBRANDCHALLENGE áskorunin færði okkur margar góðar minningar árið 2022. Þetta var gott tækifæri til...

4 min.
Viðburðir

1xCAMP Iceland - júní 2022

Group photo

1xINTERNET bauð öllu starfsfólki sínu til Íslands dagana 16.-19. júní 2022 og ákveðið var að halda...

5 min.