1xBRANDCHALLENGE í heilt ár

6 min.

Síðastliðið ár höfum við verið með áskorun í gangi innan fyrirtækisins sem við köllum “The 1x brand challenge”, en hún hófst í raun fyrir slysni eina helgina í Whatsapp hópnum okkar. Einn samstarfsfélagi deildi mynd af 1x pokanum sínum á ströndinni og myndinni fylgdu skilaboðin “Kveðjur frá ströndinni á Spáni”. Því næst deildi einhver annar mynd frá veitingastað og skrifaði “Kveðjur frá Berlín” og þar á eftir kom mynd af 1x pokanum við stöðuvatn með skilaboðunum “Kveðjur frá Austurríki”. 

Það var gaman að fá smá innsýn inn í líf samstarfsfélaganna og sjá hvað fólk var að bralla utan vinnutíma. Upp frá þessu spratt hugmyndin um mánaðarlega 1xINTERNET vörumerkja áskorun eða “1xBRAND CHALLENGE 2022”. Þetta var bara hugsað sem smá skemmtun og tækifæri til að vinna Toblerone merkt 1xINTERNET. Namminamm!

1xINTERNATIONAL

Hjá 1xINTERNET starfa nú 77 starfsmenn frá 24 mismunandi löndum, öll samskipti innan fyrirtækisins fara fram á ensku en í heildina tölum við 18 mismunandi tungumál. Við fögnum fjölbreytileikanum, því sem við eigum sameiginlegt og því sem gerir okkur ólík. Síðastliðið ár hafa 1x bakpokinn okkar, 1x vatnsbrúsinn og fötin merkt 1x komið víða við; Marokkó, Kasakstan, Egyptalandi, Bandaríkjunum og auðvitað Spáni, Þýskalandi og Íslandi þar sem skrifstofurnar og megnið af starfsfólki er staðsett.

Fyrrverandi samstarfsfélagi okkar sem hætti hjá okkur til þess að ferðast um heiminn tók líka þátt og sendi okkur mynd frá Balí. Svo góð leið til að halda sambandi við fyrrum vinnufélaga og vini!

1xACTIVE

Þegar við búum til 1x varninginn veljum við að framleiða praktíska hluti þar sem við viljum að þeir séu notaðir. Við höfum látið framleiða gæða bómullarboli og peysur, góðan bakpoka og hentugan vatnsbrúsa; við leggjum vinnu í það að búa til hluti sem teymið okkar mun kunna að meta.

Teymið okkar er kraftmikið og starfsfólkið okkar stundar ýmsar íþróttir og áhugamál af kappi - salsadans, köfun, klifur, hjólreiðar, golf, BMX hjólreiðar, fjallgöngur, yoga, kite surfing, cross-fit, juijitsu og svo framvegis.

1x varningurinn hefur hitt hvali, séð virk eldgos, snjó, ís og fossa.

1xFRIENDS 

Við höfum ekki aðeins verið að sýna frá ævintýralegum ferðalögum og íþróttaafrekum í áskoruninni heldur einnig hversdagslegum augnablikum, kúri með gæludýrunum og gæðastundum með ástvinum. Það eru nokkrir loðboltar sem mæta stundum á online fundi og allir þekkja hjá 1x. Skol, Molly og Benni eru eiginlegar heiðursfélagar 1xINTERNET. Við fögnum því þegar börn, hundar, kettir og snákar (já meira að segja snákar!)  trufla myndsímtölin okkar. Einu sinni þurfti ég að enda fund því dóttir mín kallaði “Mamma, komdu og sjá snákinn í trénu!”. Hann var 2ja metra langur, þetta var mjög spennandi en ég náði því miður ekki að taka mynd af honum í 1x bol. Annars hefði ég unnið áskorunina þann mánuðinn, bókað!

Við erum (stundum) með keppnisskap

Pablo, 12 metres under the Atlantic Ocean with his 1x bag.

Pablo, framendaforritari hjá 1x, setti markið hátt þegar hann fór með 1x pokann sinn niður á 12 metra dýpi í Atlantshafinu þar sem hann var í köfunarferð. Okkur líkar svona keppnisskap. Allt lagt undir til að vinna Toblerone! Sem hann gerði vissulega fyrir þessa stórkostlegu mynd.

Yfirlit yfir árið

1xBRANDCHALLENGE gefur okkur gott yfirlit yfir árið hjá 1x. Þetta var gott ár að mörgu leyti, við höfum ferðast í stórum hópum; til Íslands og á DrupalCon Prague þar sem við sköpuðum góðar minningar. Við höfum einnig ferðast í minni hópum - á Splash Awards í Hamborg, DrupalCamp í Zaragoza, á Symfony ráðstefnuna í París, career fair í Granada og á Bodenvatn til að hitta viðskiptavin okkar, BSB.

Við höfum hist á skrifstofunum og fagnað, haldið vinnustofur og bara af því okkur langaði til að hittast. Svo höfum við auðvitað ferðast í fríum og deilt því með samstarfsfélögunum.

Við erum alþjóðlegt teymi og á meðan við lifum, lærum og ferðumst, ferðast 1x með okkur og er hluti af öllum upplifununum.

Bestu myndir ársins

Fleiri greinar

Viðburðir

1xCAMP Iceland - júní 2022

Group photo

1xINTERNET bauð öllu starfsfólki sínu til Íslands dagana 16.-19. júní 2022 og ákveðið var að halda...

Viðburðir

Pizzu- og pastasigling á Bodenvatni og vinnustofa

Group photo Team BSB and 1xINTERNET Team on a boat trip on Lake Constance

Í lok ágúst var teyminu frá 1xINTERNET sem vann að BSB verkefninu boðið til Konstanz við Bodenvatn...