
Eldri vefsíða Visit Reykjavík var byggð í Drupal 7. Það var kominn tími á að uppfæra bæði útlit og virkni síðunnar og þar komum við inn.
1xINTERNET hefur unnið að vefsíðugerð fyrir Reykjavíkurborg í mörg ár. Í þetta skiptið var okkur falið að þróa bakenda nýrrar vefsíðu VisitReykjavik.is í samvinnu við teymi Hugsmiðjunnar sem sá um hönnun og þróun framendans.
Hluti af bakendaþróuninni var að endurgera og flytja hundruði gagna frá gömlu vefsíðunni yfir á þá nýju.

Uppgötvaðu Reykjavík
Nýja vefsíðan gerir gestum kleift að:
- skoða ýmsa áhugaverða staði í Reykjavík, þar á meðal sögulega staði, kynna sér íslenska matargerð, næturlíf o.s.frv
- uppgötva hvað hvert svæði hefur upp á að bjóða
- skoða viðburði sem eru á næstunni
- safna gagnlegum upplýsingum fyrir heimsóknina, t.d. upplýsingar um borgarkortið
- lesa nýlegar fréttir um Reykjavík
- og margt fleira
Ný vefsíða Visit Reykjavik geymir allar mikilvægar upplýsingar á einum stað og auðveldar ferðamönnum skipulag ferða sinna.
Sérsniðin uppbygging síðna
Ritstjórar hafa frelsi til að búa til nýjar síður með hjálp svokallaðra málsgreina (e. paragraphs), en þær gera þeim kleift að byggja innihald hverrar síðu eftir eigin höfði, endurnýta efnisþætti og sérstilla hvert smáatriði. Hægt er að leggja sérstaka áherslu á ákveðið efni og þar sem málsgreinar eru endurnýtanlegar er hægt að búa til ógrynni mismunandi síðna.


Leit
Mikilvægur partur af endurnýjun vefsíðunnar var að gera notendaupplifunina óaðfinnanlega og að gestir síðunnar gætu auðveldlega fundið allar þær upplýsingar sem þeir gætu haft áhuga á.
Þar sem vefsíðan inniheldur mikið efni notuðum við ElasticSearch í bakendanum til gera leitina eins hraðvirka og mögulegt er. Hún raðar leitarniðurstöðum í hluta, þannig að gestir geta síað niðurstöður eftir efnistegundum. Þegar leitin er endurtekin breytast niðurstöðurnar án þess að það þurfi að endurræsa síðuna og leitin sýnir alltaf nákvæmustu niðurstöðurnar.
Endurskipulag og flutningur efnis
Eldri vefsíðan, sem byggð var í Drupal 7, innihélt mikið af mismunandi efnistegundum sem voru notaðar á óskilvirkan máta. Þær efnistegundir sem voru í notkun, voru notaðar á mismunandi hátt meðal ritstjóra og sumar efnistegundir voru aldrei notaðar. Því þurfti að einfalda ritstjórnarviðmótið. Á nýju vefsíðunni eru helstu efnistegundir í notkun og þar eru einnig ítarlegar stillingar svo hægt sé að sía þær. Ferðamannastöðum er skipta í þrjá flokka og svo bættum við eiginleika sem gerir notanda kleift að sía niðurstöður eftir svæðum.
Þegar búið var að endurskipuleggja þennan mikla fjölda gagna, þurfti að flytja hundruð hnúta (e. nodes) yfir á nýju vefsíðuna. Í sumum tilfellum þurfti að sameina eða endurnefna mismunandi efnistegundir. Við bættum við nýrri flokkun (e. taxonomy) til þess að gera notendaupplifunina betri.
Þar af leiðandi er efnisskipulag rökréttara, það er auðveldara að finna efni og hægt er að sía það á marga vegu.
Áskoranir
Að betrumbæta efnisskipulagið (þar sem gamla D7 vefsíðan bauð upp á of margar efnistegundir), flutningur efnis yfir í nýju efnistegundirnar sem eru einfaldaðar en líka allt öðruvísi, og að búa til endurnýtanlega eiginleika sem er hægt að nota á síðunum og líta vel út þegar þeir eru settir saman.
Af hverju varð Drupal fyrir valinu?
Eldri vefsíða Visit Reykjavík var byggð í Drupal 7 og þar sem Reykjavíkurborg vill nota frjálsan hugbúnað, höfðu þau þegar reynslu af Drupal. Þess vegna var Drupal augljós en jafnframt fullkominn kostur.
Drupal útgáfa: Drupal 8
Helstu módúlar/þemu/dreifing í verkefninu;
Search API
Málsgreinar (e. paragraphs)
Stackpath CDN
Flutningur (e. Migrate)
Teymi
https://www.drupal.org/u/baddysonja
https://www.drupal.org/u/arnarsigurdar
https://www.drupal.org/u/cmd87
https://www.drupal.org/u/nodles
https://www.drupal.org/u/24ma13wg
https://www.drupal.org/u/svitlana
https://www.drupal.org/u/truls1502
