Háskóli Íslands - Fjölsíðukerfi

Atvinnugrein
Skólar
Lausn
Fjölsíðukerfi
Tækni
Drupal, React, Elasticsearch

Háskóli Íslands keyrir rúmlega 300 vefsíður. Það var því mikilvægt að vefstjórar háskólans hefðu gott yfirlit yfir öll verkefni. Einnig var reynt að halda viðhaldskostnaði eins lágum og mögulegt er. Það var krefjandi verkefni að búa til notendaviðmót með sama útlit fyrir alla notendur en það leiddi af sér mun viðráðanlegra vinnuumhverfi. Vefþróunardeild háskólans setti sig í samband við 1xINTERNET með það í huga að skapa dreifikerfi í Drupal 8 sem yrði síðan notað fyrir allar vefsíður skólans í framtíðinni.

Hvernig gátum við aðstoðað Háskóla Íslands?

1xINTERNET og þróunarteymi Háskóla Íslands lögðust á eitt og bjuggu til fjölsíðu vettvang (e. multi-website platform); vettvang þar sem hægt er að halda utan um marga vefi í einu. Fyrsta vefsíðan, sem gerð var fyrir MBA deild háskólans (mba.hi.is), opnaði í byrjun árs 2020. Á sama tíma var unnið að innleiðingu á hönnunarkerfi fyrir háskólann. Í þessu kerfi er hægt að gera breytingar á einum stað fyrir margar vefsíður í einu. Framendinn er byggður upp sem hönnunarkerfi með Patternlab og það er notað í Drupal dreifikerfinu sem er búið til af okkar teymi. Allar vefsíðurnar eru settar upp með það í huga að hægt sé að þróa þær, viðhalda þeim og dreifa hverri fyrir sig með því að nota innviði háskólans.

Eftirfarandi kröfur áttu að vera uppfylltar:

  • Sameiginlegur uppsetningarprófíll fyrir allar vefsíður háskólans byggður á Drupal 8
  • Innleiðing á hönnunarkerfi fyrir fyrir alla þætti vefsíðanna
  • Innleiðing á nýjustu þróun og Devops ferlum og tólum (innanhúss þróun, Gitlab tilvik, CI/CD)
  • Áreiðanleg og meðfærileg uppsetning, byggð á innviðum vefkerfis háskólans sem flýtir fyrir og auðveldar gerð nýrra vefsíða
  • Stuðningur við vefþróunarteymi háskólans í áframhaldandi þróun
  • Innleiðing á ElasticSearch - Leitarvél sem styður við React fyrir allar vefsíður
  • Sameining á innri vefum háskólans eins og SSO

Af hverju varð Drupal fyrir valinu?

Þar sem þróunarteymi háskólans hafði þekkingu á Drupal og góða reynslu af kerfinu var ákveðið að nota það áfram fyrir frekari þróun. Það sparar tíma, fyrirhöfn og kostnað að velja fjölsíðu lausn Drupal þar sem síðurnar hafa þá sama kóða. Hægt er að framkvæma hluti einu sinni og yfirfæra þá á allar vefsíðurnar á mjög skömmum tíma. Þetta getur til dæmis verið viðhald, stuðningur eða frekari þróun. Það er auðvelt að henda upp nýjum vefsíðum, uppsetningartími styttist og skölun er fljótlegri. Þetta var ein helsta krafa þeirra enda mjög mikilvægt fyrir stofnanir eins og Háskóla Íslands, sem heldur úti mörgum vefsíðum.

Drupal and 1xINTERNET

Áskoranir og sérstakar kröfur verkefnisins

Aðal áskorun þessa verkefnis var að háskólinn öðlaðist stjórn yfir öllum vefsíðum sínum og að ná að sameina þær í eitt kerfi undir sama vefumsjónarkerfi. Þetta verkefni var krefjandi, þar sem um var að ræða 1600 starfsmenn og breytingar geta gengið brösuglega til að byrja með. Ferlið er enn í fullum gangi og hefur gengið vel hingað til.

“Við ákváðum að vinna með 1xINTERNET þegar við byrjuðum að innleiða fjölsíðu lausnina fyrir háskólann. Samstarfið með 1x hefur verið framúrskarandi, faglegt og ánægjulegt á sama tíma. Þeirra helsti kostur er að geta hugsað í lausnum. Vinnan sem við höfum unnið með 1xINTERNET hefur reynst mjög vel fyrir háskólann og við hlökkum til framtíðarverkefna.”

Sigurður Högni Jónsson,  hugbúnaðarsérfræðingur hjá háskólanum

Sigurdur Hogni University of Iceland

Helstu eiginleikar verkefnisins

Notendaviðmót

  • Sama notendaviðmót fyrir alla starfsmenn háskólans. Það er auðveldara að miðla þekkingu áfram og stjórn yfir vefsíðum viðráðanlegri.

 

Sameinuð hönnunarkerfi

  • Allar breytingar á hönnun gerðar á einum stað og yfirfærðar á alla aðra staði.

Aðgengi

  • Útlit er fyrirfram ákveðið fyrir allar vefsíður háskólans. Þetta gerir notendaviðmót auðveldara þegar unnið er á mörgum vefsíðum í einu.

Framkvæmdatími styttur

  • Breytingar á þróun eru gerðar á einum stað í dreifikerfinu og leiða til breytinga á öllum stöðum. Þetta sparar mikinn tíma þegar séð er um margar vefsíður.

Samþætting við önnur kerfi

  • Vel heppnuð sameining við kerfi frá öðrum samstarfsaðilum Háskólans.

Leitarvél

  • Leitarvél sem styður skilgreiningar og skilyrði með Elastic search. Mögulegt að leita á einum stað þvert yfir allar vefsíður.

Um Háskóla Íslands

Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 en í dag er hann elsta og stærsta stofnun landsins á háskólastigi. Boðið er upp á möguleika í námi og rannsóknarvinnu í yfir 400 deildum sem spanna flest svið vísinda og styrkja:

  • Félagsvísindi

  • Heilbrigðisvísindi

  • Hugvísindi

  • Menntavísindi

  • Verkfræði og náttúruvísindi

Háskólinn er í samstarfi við 500 aðra háskóla á heimsvísu og á hverju ári býður skólinn um 1300 alþjóðlega nemendur velkomna sem koma og læra á Íslandi. 

Árið 2019, aðstoðaði 1xINTERNET við þróunina á vefsíðu Stofnun Árna Magnússonar, sem er undirstofnun háskólans.

University of Iceland picture outside of the building

Fleiri verkefni

Vefumsjónarkerfi

Stofnun Árna Magnússonar - Endurgerð vefsíða með OpenEDU

1x Case Study Teaser Arni

The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies is an Icelandic university organization with a specific focus on linguistics, preserving Icelandic...

Vefverslanir

Eldum Rétt - flókin e-commerce lausn

Kjúklinga korma með grænmeti á borðinu

Decoupled Drupal e-commerce samþætt við React Native app til að tryggja einstaka upplifun viðskiptavina og sveigjanleika.