MVP nálgun fyrir vefverkefni

5 min.
Þrír hringir sem skarast og sýna “MVP” nálgun

MVP (e. minimum viable product) nálgun er oft notuð í vefþróun þegar verið er að búa til vefsíðu eða nýja lausn á síðu. Samkvæmt MVP nálguninni eru prófanir framkvæmdar með raunverulegum notendum áður en frekara fjármagn er sett í verkefnið.

Kostirnir eru margir þegar MVP nálgun er notuð við vefþróun. Þessi nálgun styttir tímann sem það tekur að koma vöru á markað og gefur snemma staðfestingu á lausninni, en það er gert með því að safna viðbrögðum viðskiptavina og gera breytingar í samræmi við það, áður en þróun er haldið áfram.

MVP nálgun í vefverkefnum er viðeigandi í eftirfarandi aðstæðum:

 • Þegar “time-to-market” er í fyrirrúmi: MVP gerir þér kleift að koma lausninni í loftið fljótt, prófa hana og gera síðan úrbætur byggðar á athugasemdum notenda.
 • Þegar auðlindir eru takmarkaðar: MVP gerir þér kleift að þróa nýja virkni með lágmarksauðlindum og bæta hana síðar meir ef frekari auðlindir verða tiltækar.
 • Þegar nýju eiginleikar lausnarinnar eru flóknir: MVP gerir þér kleift að skipta verkefninu niður í smærri og viðráðanlegri bita, prófa þá hvern fyrir sig og þróa allt smám saman í heildarútgáfuna.
 • Þegar nýju eiginleikar verkefnisins eru ekki staðfestir: MVP gerir þér kleift að prófa hvernig notendur nýta sér nýju virknina sem gefur þér tækifæri til að aðlaga eiginleikana að notendum áður en ákvörðun um lokaútgáfuna er tekin.
Þrír hringir sem skarast og sýna helstu eiginleika “MVP” nálgunar

Hvernig við notum MVP nálgun hjá 1xINTERNET

Í grófum dráttum er hægt að flokka vefverkefni okkar í eftirfarandi flokka:

 • CMS-lausnir
 • E-Commerce lausnir
 • Ýmsar samþættar viðskiptalausnir eins og innranet, stafrænar eignastýringar (DAM-lausnir), þekkingarstjórnun, sjálfvirkar markaðslausnir og fleira.

Öll verkefnin okkar eiga það sameiginlegt að takast á við flóknar kröfur viðskiptavina okkar.

Á hugmyndastigi slíkra verkefna eru kröfurnar fyrir væntanlegan árangur skilgreindar eins nákvæmlega og hægt er. En sumar lausnir eru flóknari en aðrar og innleiðing er ekki alltaf eins auðveld og hún hljómar í fyrstu. Oft kemur fyrir að kröfurnar verða nákvæmari eða breytast á meðan verkefnin eru í þróun eða farin í loftið.

MVP nálgun við vefþróun kemur til móts við þessi vandamál. Við slíkar aðstæður mælum við ávallt með því að byrja á því að innleiða nauðsynlega grunneiginleika verkefnisins, til þess að það sé komið í loftið með sem minnstri fyrirhöfn og kostnaði. Þegar MVP útgáfa er tilbúin prófum við lausnina í samvinnu við viðskiptavini okkar til að skoða hvað vantar, hverju má breyta og hverju væri hægt að sleppa. Þetta gerum við þar til bestu útgáfunni er náð með hliðsjón af tíma- og fjárhagsáætlun. Oft leiðir þetta af sér að eftir stendur fjármagn sem hægt er að nota til að innleiða viðbótareiginleika sem voru ekki inni í upphaflegu tillögunni.

Afrakstur árangursríkrar MVP innleiðingar

MVP er öruggasta leiðin fyrir viðskiptavini okkar til að fjárfesta í flóknum veflausnum og því er þetta sú nálgun sem við veljum yfirleitt.

Graf sem sýnir hvernig “MVP” nálgunin er innleidd

Dæmi um notkun MVP nálgunarinnar í vefverkefnum

Þegar við setjum upp E-Commerce lausnir er mikilvægasti þátturinn að viðskiptavinir okkar geti byrjað að selja vörur sínar eins fljótt og auðið er. Oft byrjum við á fallegri en einfaldri vefverslun, einbeitum okkur að helstu vörum viðskiptavinarins og bjóðum upp á einfalt og auðskiljanlegt afgreiðsluferli. Fyrir stórar vefverslanir með mikið vöruúrval sjáum við það oft á þessu stigi að viðskiptavinurinn þarf betri ferla eða fullkomnari samþættingu en upphaflega var gert ráð fyrir, til að sjá um að pantanir, vöruframboð og kvartanir. Þegar vefverslunin er farin að ganga snurðulaust þá bætum við inn fleiri eiginleikum eins og fleiri vörutegundum, mismunandi afgreiðsluleiðum (e. checkout), skiptingu á pöntunum, tengdum vörum eða sérsniðnum vöruráðleggingum. Fyrir allt þetta notum við MVP nálgunina. Lestu um E-Commerce lausnirnar okkar og skoðaðu önnur verkefni sem við höfum unnið með núverandi viðskiptavinum.

Við smíðum oft flóknar leitarvélar fyrir viðskiptavini okkar. Flækjustig getur stafað af stórum gagnasöfnum, samþættingu við mismunandi gagnaveitur (e. data sources) eða háþróuðu notendaviðmóti, sem er fínstillt til að finna gögn. Gott dæmi er UTBW en það er ríkisstjórnarverkefni þar sem ólík gögn frá mörgum aðilum eru sameinuð í háþróuðu notendaviðmóti. Fleiri dæmi má finna í ofangreindum E-Commerce lausnum eða öðrum vefverkefnum okkar. Allar leitarlausnir eiga það sameiginlegt að við þróuðum fyrst virka MVP útgáfu og síðan byggðum við viðbótarvirkni inn í leitarvélina, svo sem háþróaða sjálfvirka útfyllingu (e. autocomplete), “geospatial” leit, leit á mörgum tungumálum, orðasamsvörun, “word stemming”, samþættingu korta, “feedback learning”, og margt fleira. Eins og fram hefur komið hér að ofan, viljum við alltaf fylgja MVP nálgun þegar slíkt er í boði. Lestu meira um leitarvélar okkar.

Graf sem sýnir “MVP” nálgun

Að lokum viljum við minnast á fjölsíðulausnir okkar. Fyrir stór fyrirtæki sameinum við oft öll vörumerki þeirra inn á einum vettvangi, sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að stjórna öllum vefsíðum sínum miðlægt. Þetta dregur verulega úr kostnaði þar sem sameiginlegir eiginleikar eins og: 

 • samþætting á CIAM (e. Customer Identity Access Management), 
 • vinnsla á efni og þýðingar,
 • uppsetning og útlit,
 • aðrir eiginleikar svo sem DAM (e. Digital Asset Management) eða sjálfvirkar markaðslausnir

eru innleiddir einu sinni í kerfið og svo notaðar á öllum vefsíðum fyrirtækisins. Í slíkum tilfellum erum við yfirleitt að vinna með mörgum mismunandi hagsmunaaðilum. Þegar uppfylla þarf kröfur margra hagsmunaaðila, er mjög gagnlegt að vinna með MVP nálgun, því það gerir okkur kleift að sannreyna og prófa virknina með viðskiptavininum áður en endanleg útgáfa lítur dagsins ljós. Lestu meira um fjölsíðulausnir okkar og verkefni þeim tengd.

Til að styðja við stefnu okkar höfum við búið til byrjunarsett fyrir allar ofangreindar veflausnir, en það byrjunarsett inniheldur alla grunnvirkni. Þessi stafræni upplifunarvettvangur (DXP) gerir okkur kleift að setja af stað öflugar MVP útgáfur af þessum lausnum með takmarkaðri fyrirhöfn.

Deila grein

Fleiri greinar

Ítarefni

Af hverju er opinn hugbúnaður góður valkostur fyrir fyrirtækjalausnir?

Opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað

Við erum oft spurð að því hvers vegna fyrirtæki velja opinn hugbúnað fram yfir séreignarhugbúnað (e...

11 min.
Ítarefni

Hvernig á að búa til gagnleg gervigreindar forrit

Spjall milli notanda og sýndar-aðstoðarmanns

Til að búa til gagnleg gervigreindar forrit er mikilvægt að skilja hvernig gervigreind virkar og...

8 min.