
1xMSM - Fjölsíðukerfi (Multi-site Management System)
Einn helsti eiginleiki 1xDXP lausnanna okkar er innbyggður möguleiki á því að setja upp margar vefsíður með sama grunnkóða. Þetta þýðir að þú getur stýrt mörgum vefsíðum í einu. Þetta á við um vefsíður þar sem framendinn er aðskilinn bakendanum eða þeir tengdir. Einnig geta vefsíðurnar haft mismunandi eiginleika sín á milli.
Settu upp margar vefsíður með sama grunnkóða
Stofnanir reka oft margar vefsíður. Vörumerkjasíður, vefir fyrir herferðir, vefsíður mismunandi deilda, vefsíður fyrir ákveðin verkefni, svo dæmi séu tekin. Það getur reynst flókið og kostnaðarsamt að sjá um margar vefsíður og það er erfitt að hafa gott yfirlit yfir þær. Með 1xDXP getur þú auðveldlega sett upp margar vefsíður með sama grunnkóðanum og dregið þannig verulega úr þróunar- og viðhaldskostnaði.
Með því að nota sömu lausnina fyrir allar vefsíðurnar verður vinnumhverfi ritstjóra mun betra. Tæknin styður við bæði tengd forrit og aftengd þar sem framendinn er aðskilinn bakendanum. Einnig geta vefsíðurnar haft mismunandi eiginleika sín á milli. Þetta býður upp á ótakmarkaða möguleika til að búa til grípandi stafræna upplifun en á sama tíma er kjarninn sá sami og auðvelt að stjórna honum.

Af hverju ættir þú að nota fjölsíðulausn 1xDXP?
Með 1xDXP fjölsíðulausninni er hægt að keyra vefsíðurnar annað hvort sem hóp einstakra vefsíða eða sem fjölsíðupakka. Þó vefsíðurnar séu allar byggðar á sama kóðagrunni er hægt að sérsníða þær og gera ákveðna eiginleika aðeins aðgengilega á völdum vefsíðum. Þú getur tengt hvaða framendatækni sem er við 1xDXP með því að nota innbyggða REST, JasonAPI eða GraphQL tækni.

Deiling efnis
Hægt er að deila efni milli vefsíða og leitarvélina er hægt að stilla þannig að hún leiti einungis að efni á viðeigandi síðu eða þvert á allar síðurnar (e. federated search). Lestu meira um stafræna eignastýringu (DAM) og vöruupplýsingakerfi (PIM).

Allar 1xDXP lausnirnar okkar eru byggðar á frjálsum hugbúnaði. Það þýðir að þeim fylgja engin leyfisgjöld og að kaupandi þjónustu er ekki háður söluaðila.)
Helstu eiginleikar 1xDXP fjölsíðukerfisins
Viðhaldskostnaður í lágmarki
- Aðeins einum grunnkóða er viðhaldið fyrir margar vefsíður í staðinn fyrir að viðhalda mismunandi kóðum fyrir hverja síðu.
Sama umhverfi fyrir ritstjóra allsstaðar
- Með því að nota sömu lausnina fyrir allar vefsíðurnar njóta ritsjórar góðs af ritstjórnarupplifun sem er grípandi og auðveld í notkun.
Mismunandi eiginleikar milli vefsíðna
- Vegna þess hvernig 1xDXP er byggt upp er hægt að bæta ákveðnum eiginleikum einungis við valdar vefsíður.
Mismunandi hönnun milli vefsíðna
Vefsíðurnar geta haft sömu eða mismunandi hönnun, óháð því hvaða framendatækni er notuð.
Notaðu hvaða framendatækni sem er
- Tengimöguleikarnir eru endalausir og því er hægt að nota hvaða framendatækni sem er, svo sem React, Vue.js, Angular og einnig lausnir úr vefþjónum (server-side).
Deildu efni milli vefsíðna
- 1xDXP hefur þann innbyggða eiginleika að geta deilt efni til allra vefsíðna. Þetta er hægt að nota fyrir stafræna eignastýringu (DAM) eða önnur forrit sem fást við gagnamiðlun.
Leit á einstaka vefsíðum eða þvert á allar vefsíður
- Leitarvélina er hægt að stilla þannig að hún leiti einungis að efni á einstaka síðum eða þvert á allar síðurnar í kerfinu.