Af hverju er opinn hugbúnaður góður valkostur fyrir fyrirtækjalausnir?

Ítarefni
Vefþróun

Við erum oft spurð að því hvað opinn hugbúnaður sé og af hverju fyrirtæki velja hann fram yfir séreignarhugbúnað (e. proprietary software). Stutta svarið er: því það er ódýrara bæði til skamms sem og langs tíma af því að opnum hugbúnaði fylgir enginn leyfiskostnaður. Það dregur einnig úr áhættu þar sem kaupandi er ekki háður söluaðila hugbúnaðarins (e. vendor lock-in). Það er yfirleitt öruggara og betra því að frumkóðinn er opinn og allir geta bætt hann.

Þetta er hægt að staðfesta með því að bera fram nýjustu alþjóðlegu rannsóknina um innleiðingu á opnum hugbúnaði sem gerð var af fyrirtækinu OpenLogic og non-profit samtökunum Open Source Initiative.

Þau hafa bent á að eftirfarandi séu helstu ástæður fyrir því að stofnanir nota opinn hugbúnað.

  • Aðgangur að nýsköpun og nýjustu tækni
  • Enginn leyfiskostnaður, lægri útgjöld
  • Til að nútímavæða tæknistaflann (e. technology stack)
  • Stöðugar uppfærslur og endurbætur
Helstu ástæður þess að nota opinn hugbúnað

Source: 2022 State of Open Source Report frá OpenLogic og Open Source Initiative

Ef þú ert ákvörðunaraðili í þínu fyrirtæki eða ef þú ert í ráðgjafastöðu um að taka rétta ákvörðun þegar það kemur að því að velja bestu hugbúnaðarlausnina, þá er þessi grein fyrir þig.

Fjögur atriði sem sýna hvernig opinn hugbúnaður gefur þér meira frelsi

Þú veist sennilega nú þegar hvað opinn hugbúnaður er, en hérna er stutt samantekt sem er gagnleg fyrir þau rök sem sett eru fram í þessari grein. 

Opinn hugbúnaður er oft nefndur ókeypis eða frjáls hugbúnaður og honum er dreift ókeypis með notkunarleyfi sem veitir þér fjögur nauðsynleg réttindi:

  • Þú getur notað hugbúnaðinn fyrir hvað sem er, eins mikið og þú vilt og án allra takmarkana á borð við gildistíma leyfa eða svæðisbundnar takmarkanir.
  • Þú getur rannsakað og greint frumkóðann í smáatriðum, án þagnarskyldusamninga eða svipaðra takmarkana.
  • Þú getur fjölfaldað hugbúnaðinn og deilt honum með hverjum sem er fyrir nánast engan kostnað.
  • Þú getur bætt hugbúnaðinn og breytt honum til þess að mæta þínum þörfum betur og þú getur deilt þessum endurbótum opinberlega.
Fjögur atriði sem sýna hvernig opinn hugbúnaður gefur þér meira frelsi

Frekari upplýsingar um það hvernig opinn hugbúnaður getur gefið þér meira frelsi er hægt að finna á heimasíðu the Free Software Foundation. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um staðlaðar leyfisgerðir fyrir opinn hugbúnað.

Jafnvel þó svo að þessi fjögur grunnatriði séu einföld, þá hefur það verulega jákvæð áhrif á viðskipti fyrirtækja að nota opinn hugbúnað. Þetta á sérstaklega við ef þú ert að skoða hugbúnað fyrir stór fyrirtæki og stofnanir. 

Af hverju er opinn hugbúnaður rétta lausnin fyrir þitt fyrirtæki?

Til að aðstoða þig við að taka upplýsta ákvörðun, skulum við sundurliða hverjir helstu styrkleikar opins hugbúnaðar eru í samanburði við séreignarhugbúnað (e. proprietary software).

Styrkleikar opins hugbúnaðar eru eftirfarandi:

Að því loknu gefum við þér nokkur raunveruleg dæmi um verkefni sem styðjast við opinn hugbúnað og hvernig þau virka:

Að lokum tökum við saman niðurstöðurnar og sýnum fram á kosti þess að kjósa opinn hugbúnað fram yfir sérhugbúnað

Til þess að sýna fram á röksemi þessa texta skulum við gera ráð fyrir því að þú hafir tvo svipaða hugbúnaðarmöguleika í boði. Annar þeirra er opinn hugbúnaður og hinn er séreignarhugbúnaður.

Opnum hugbúnaði fylgja engin leyfisgjöld

Líkt og er með flestar viðskiptaákvarðanir þá er kostnaður einn af mikilvægustu þáttunum við ákvarðanatöku.

Óháð því hvort þú velur opinn hugbúnað eða séreignarhugbúnað verður þinn söluaðili að geta skilað verkefninu af sér með hagnaði.

Þegar um séreignarhugbúnað er að ræða mun upphæðin við verkefnið innihalda leyfisgjöld og þjónustukostnað. Þegar um opinn hugbúnað er að ræða tekur söluaðilinn yfirleitt eingöngu þjónustukostnað.

Ef söluaðili séreignarhugbúnaðarins er einnig framleiðandi hans er hægt að bera beint saman kostnað á milli söluaðilana tveggja, því það skiptir ekki máli fyrir söluaðila hvort að verkið er bókfært sem þjónustu- eða leyfiskostnaður.

Hins vegar ef söluaðilinn er endursöluaðili þessa sérhugbúnaðar eða afhendingaraðili hugbúnaðarveitunnar, þá þarf seljandinn að greiða hluta af leyfisgjaldinu til eiganda hugbúnaðarins. Að öllu jöfnu þyrfti hann þá að rukka þig meira, en söluaðili rukkar hann, til að ná sama hagnaði.

Þetta á ekki við um söluaðila opins hugbúnaðar. Þar sem að seljandi opna hugbúnaðarins þarf ekki að greiða nein leyfisgjöld (því hann er frír), verður kostnaðurinn lægri miðað við séreignarhugbúnaðinn.

Opinn hugbúnaður hefur lægri viðhaldskostnað

Við skulum ekki gleyma því að öllum hugbúnaði þarf að viðhalda. Sérstaklega á fyrirtækjasviði, þar sem gerðar eru miklar kröfur um öryggi, er regluleg uppfærsla hugbúnaðar nauðsynleg. 

Of oft huga kaupendur ekki nægilega vel að heildarkostnaði við eignarhald þegar þeir velja sér hugbúnaðarlausn. Þess vegna ættir þú að skoða vel kostnaðinn við viðhald hugbúnaðarins og bæta við nýjum eiginleikum seinna meir.

Ef kostnaðurinn við að viðhalda hugbúnaðinum þínum er of hár er vandamálið venjulega söluaðili þinn. Annað hvort á seljandinn í erfiðleikum með að viðhalda hugbúnaðinum þínum á skilvirkan hátt, hann þarf að greiða leyfisgjöld til hugbúnaðarframleiðandans eða hann er einfaldlega að rukka þig um of hátt verð.

Þegar kemur að opnum hugbúnaði eru engar takmarkanir fyrir því hver getur viðhaldið þínum hugbúnaði. Hvaða fyrirtæki sem sérhæfir sig í þeirri tegund af hugbúnaði sem þú notar getur tekið yfir viðhaldið. Þú getur þess vegna ákveðið að setja upp þína eigin tæknideild sem getur séð um viðhaldið. Með séreignarhugbúnaði getur verið að þetta sé ekki í boði og að einungis fáir samstarfsaðilar séu í boði fyrir viðhaldið. Þetta kallast birgjalæsing (e. vendor lock-in) og þýðir að kaupandi þjónustunnar er algjörlega háður söluaðila. 

Þegar opinn hugbúnaður er notaður er frekar hægt að hagræða samskiptunum eftir eigin höfði. Fyrir vikið er framleiðslukostnaður yfirleitt lægri.

Opinn hugbúnaður er öruggari og nýstárlegri

Ef þú hefur valið opinn hugbúnað er þér frjálst að rannsaka, greina og breyta hugbúnaðinum eins og þú vilt. Fyrir vikið gætir þú uppgötvað öryggisveikleika og lagað þá, eða þú gætir kóðað viðbætur í hugbúnaðinn og lagt þitt af mörkum til að bæta hann fyrir alla notendur.

Ef hugbúnaðurinn sem þú notar er notaður víða gerist ofangreint reglulega og notendur hugbúnaðarins vinna allir saman. Þess vegna eru öryggisgallar í opnum hugbúnaði venjulega lagaðir hraðar, samanborið við séreignarhugbúnað.

Ennfremur eru nýir eiginleikar þróaðir í samstarfi milli fólks og fylgja því þörfum markaðarins, því hver sem er getur bætt hugbúnaðinn. Fyrir vikið er opinn hugbúnaður venjulega nýstárlegri en séreignarhugbúnaður. Nýsköpunarmöguleikar opins hugbúnaðar skoruðu hæst þegar kom að sveigjanleika í nýjustu alþjóðlegu rannsókninni á sveigjanleika opins hugbúnaðar sem framkvæmd var af fyrirtækinu OpenLogic og sjálfseignarstofnuninni Open Source Initiative.

Þessu er öðruvísi háttað fyrir séreignarhugbúnað: þar sem aðeins viðurkenndir samstarfsaðilar eða framleiðandi hugbúnaðarins geta gert breytingar getur það gerst að mikilvægir eiginleikar séu ekki innleiddir eða séu mjög kostnaðarsamir. Það geta verið margar ástæður fyrir þessu. Kannski eru aðrir eiginleikar mikilvægari fyrir framleiðandann heldur en þig, vegna þess að þeir skila meiri framlegð, eða framleiðandinn ákveður einfaldlega að þróa hugbúnaðinn í þá átt sem hentar ekki þínu tilviki.

Í slíku tilfelli er yfirleitt ekkert sem þú getur gert. Ef þú ert að nota séreignarhugbúnað verður þú að fylgja tilheyrandi leyfum og verður þar af leiðandi háð/ur söluaðilanum.

Opinn hugbúnaður er sveigjanlegri

Eins og lýst er hér að ofan geturðu notað opinn hugbúnað fyrir allt sem þú vilt, þú getur notað hann eins mikið og þú vilt, og án nokkurra takmarkana eins og þegar leyfi renna út eða svæðisbundinna takmarkana.

Þetta þýðir að þú getur sett hugbúnaðinn, sem þú hefur notað í einu verkefni, upp í ótakmörkuðum öðrum verkefnum. Ennfremur getur þú breytt hugbúnaðinum og aðlagað hann að sérstökum þörfum fyrirtækis þíns. Þetta er yfirleitt ekki ferlið í tilfellum þar sem séreignarhugbúnaður er notaður vegna þess að efnahagslegt markmið þeirra söluaðila er að hámarka sölu á leyfum.

Með frjálsum hugbúnaði getur þú forðast birgjalæsinguna (e. vendor lock-in). Séreignarhugbúnaður er oft bundinn við ákveðna söluaðila, sem getur takmarkað getu fyrirtækis þíns til að skipta yfir í aðrar lausnir ef þörf krefur. Samkvæmt skilgreiningu er opinn hugbúnaður ekki bundinn við neinn sérstakan söluaðila og gefur þér frelsi til að velja hver þróar og viðheldur hugbúnaðinum þínum, þar á meðal þú sjálfur. Þess vegna er opinn hugbúnaður talinn sveigjanlegri.

Hver eru nokkur þekkt dæmi um opinn hugbúnað?

Oft er talað um að opinn hugbúnaður eða frjáls hugbúnaður sé notaður alls staðar og að þú notir hann í rauninni á hverjum degi.

Lógóin hjá Apple, Google, Android, iOS, Chrome, Safari, Edge, Firefox

Skoðum nokkur dæmi. 

Ef þú ert að lesa þessa grein í farsíma, eru miklar líkur á að þú sért að nota annað hvort Android eða Apple (iOS) tæki. Hið fyrrnefnda er fullkomlega opinn hugbúnaður og hið síðarnefnda byggist að miklu leyti á opnum íhlutum. Þú ert eflaust að nota einn þessara vafra: Chrome, Safari, Edge, eða Firefox. Þeir eru allir byggðir á opnum hugbúnaði.

Þegar þú ert að vafra um vefinn eins og núna, er efnið sem þú sérð mjög líklega veitt í gegnum Linux stýrikerfi, í gegnum Apache eða Nginx vefþjóna sem nota MySQL eða MariaDB  gagnagrunna og er afhent með “reverse proxy” sem er hugsanlega byggt með Varnish. Hugbúnaðurinn sem býr til vefsíðurnar eða öppin sem þú sérð er líklegast útfærður í PHP eða Java eða Javascript eða ramma sem eru byggður ofan á þessa tækni.

Listinn er ekki tæmandi og við gætum haldið endalaust áfram, sérstaklega ef þú ferð dýpra á mismunandi tæknisviðum. Viljandi höfum við valið dæmi um áberandi hugbúnað sem allir nota daglega.

Hvernig græða söluaðilar opins hugbúnaðar?

Kannski hefur þú spurt þig þessarar spurningar: Ef seljandinn notar opinn hugbúnað sem er ekki þeirra eigin, hvernig græðir hann í raun og veru?

Þetta er góð spurning og við henni eru mörg svör og útskýringar.

Sumir framleiðendur opins hugbúnaðar bjóða upp á sérstakar hýsingarlausnir sem eru sérstaklega fínstilltar fyrir hugbúnaðinn og skalanlegar.

Aðrir bjóða upp á viðbætur við hugbúnaðinn eða búa til arðbærar markaðslausnir til að útvíkka hann.

Ef þú vilt læra meira um viðskiptamódel opins hugbúnaðar þá er mikið af upplýsingum í boði á netinu.

Hjá 1xINTERNET byggjum við vefhugbúnað með því að nota opna rammann Drupal og tökum virkan þátt í þróun opna hugbúnaðarins fyrir alla. Við getum einnig veitt haldbærar upplýsingar byggðar á eigin reynslu hvernig söluaðilar hagnast á opnum hugbúnaði.

Þekktustu samtökin eru Drupal samtökin, sem standa á bakvið aðalvefsíðuna Drupal.org og hýsa Drupal frumkóðann. Drupal samtökin eru fjármögnuð með viðburðum fyrir notendur sem er rukkað inn á, einnig borga aðildarfélög félagsgjöld og samstarfsaðilum er boðið upp á greidd markaðstækifæri.

Mörg fyrirtæki, líkt og við, högnumst á því að selja forritunarþjónustu fyrir innleiðingu hugbúnaðarlausna sem eru byggðar á Drupal. Önnur fyrirtæki selja hýsingarþjónustu eða leggja áherslu á viðhald og hagræðingu á hugbúnaðinum.

Drupal er yfir 20 ára gamalt kerfi, þetta er rótgróinn vefhugbúnaður og skapast hefur virkt samfélag fyrirtækja og einstaklinga sem vinna saman að þróun og viðhaldi hugbúnaðarins. Á hverju ári leggja meira en 1.000 fyrirtæki og 5.000 verktakar verkefninu lið.

Allt í allt er niðurstaðan sú að opinn hugbúnaður er sterkt viðskiptamódel með mikla vaxtarmöguleika fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Þetta endurspeglast einnig á markaðnum og var áætlað að alþjóðleg markaðsstærð opins hugbúnaðar væri um 23 milljarðar bandaríkjadala árið 2022 og yrði um 61 milljarður bandaríkjadala árið 2028 samkvæmt nýjustu “market growth report” skýrslunni sem gefin var út árið 2023. 

Spá um vöxt opins hugbúnaðar á alþjóðlegum markaði frá 2022 til 2028

Spá um vöxt opins hugbúnaðar á alþjóðlegum markaði

Source: Market Growth Reports 2023

Árangursríkt verkefni byggt á opnum hugbúnaði mun alltaf hafa marga söluaðila því það verða alltaf mörg tækifæri til að gera góð viðskipti. Ef þú velur opinn hugbúnað nýtur þú góðs af styrkleikum þessa viðskiptamódels.

Hver er ávinningurinn af því að nota opinn hugbúnað?

Hjá 1xINTERNET byggjum við margskonar vefhugbúnað fyrir fyrirtæki; svo sem CMS lausnir, fjölsíðulausnir, stafræn viðskipti, innranet, stafræn eignastýringarkerfi, leitarlausnir og innbyggð öpp. Við notum eingöngu opinn hugbúnað. Eignarhald á öllum hugbúnaði sem við afhendum er alfarið fært til viðskiptavina okkar. Frumkóði er alltaf tiltækur og við setjum engin skilyrði fyrir notkun hugbúnaðarins sem við afhendum.

Reynslan hefur sýnt okkur að notkun opins hugbúnaðar sparar að minnsta kosti 30% af kostnaði bara í fyrsta verkefninu einu og sér, í samanburði við séreignarhugbúnað.

Kostnaðarsparnaður af því að nota opinn hugbúnað

Þetta á auðvitað eingöngu við ef hugbúnaðurinn er sambærilegur. Með því að nota Drupal er þetta auðvelt, því Drupal er einn vinsælasti hugbúnaðarramminn á markaðnum. Reynsla okkar er sú að við þennan samanburð þá halda þessar tölur. 

Þetta þýðir að þú sem kaupandi getur annað hvort sparað þér 30% af kostnaðinum eða notað 30% meira fjármagn í nýsköpun og til að búa til auka eiginleika.

Með tímanum munu þessi áhrif aukast því hugbúnaðarverkefni í dag þarfnast stöðugrar þróunar. Lestu meira um hvernig gera skal langtímafjárhagsáætlun fyrir árangursrík hugbúnaðarverkefni

Með því að velja opinn hugbúnað nær fyrirtækið þitt meiri árangri, bæði til skemmri sem og lengri tíma.

Meira frá sérfræðingunum okkar

Ítarefni

MVP nálgun fyrir vefverkefni

MVP approach

Hjá 1xINTERNET notum við MVP (e. Minimum Viable Product) nálgun til að skila af okkur árangursríkum...

6 min.
Ítarefni

Allt sem þú þarft að vita um Tailwind CSS

Tailwind eykur þróunarhraða

Í þessari grein verður um fjallað um Tailwind CSS, við greinum frá mikilvægustu eiginleikum þess...