Áreiðanlegur samstarfsaðili

Pantheon

Lykillinn að velgengni er að velja rétta og áreiðanlega samstarfsaðila. Við hjá 1xINTERNET höfum unnið með Pantheon síðan árið 2018 með það að markmiði að styrkja okkar eigin lausnir enn frekar og hjálpa viðskiptavinum okkar að leysa flókin stafræn vandamál. Sameiginlegt markmið okkar er að nýta allt það sem Drupal hefur upp á að bjóða, búa til sveigjanlega þróunarinnviði og framúrskarandi hýsingarlausnir fyrir alla viðskiptavini okkar.

Af hverju völdum við Pantheon?

Við völdum Pantheon vegna þess að það er vettvangur fyrir vefsíður sem skilar ótrúlegum árangri. Pantheon setti af stað hugmyndina um WebOps, sem gerir teymum kleift að þróa vefsíður, prófa þær og gefa breytingar út hraðar og á öruggari máta. Ýmis verkfæri eru í boði sem gera teymunum kleift að nýta alla möguleika vefaðgerða (e. website operations - WebOps). Þannig er hægt að búa til vefsíður sem skila árangri.

Þetta býður einnig upp á þróunarferla sem gera okkar vinnu skilvirkari, auðvelda samvinnu við viðskiptavini og skila tilskildum árangri.

Pantheon er einnig á meðal áreiðanlegustu hýsingaraðila fyrir Drupal vefsíður á markaðnum. Allar vefsíður sem eru hýstar hjá Pantheon græða á því að lausnin þeirra er samnýtt (multitenant) og sett saman af einingum sem kallast "containers" (container-based architecture). Pantheon hýsingin er byggð á Google Cloud Platform, hún er öflug viðbót við allar Drupal lausnir og getur þannig stuðlað að enn hraðari vexti fyrirtækja.

Hvað er sérstakt við Pantheon?

Öryggi og frammistaða eru forgangsatriði hjá Pantheon. Sérhver síða sem er hýst hjá Pantheon fær einnig fínstilltan tæknipakka til að ganga úr skugga um að síðurnar séu eins hraðskreiðar og öruggar og hægt er. Þessi pakki inniheldur altækt CDN (e. Global Content Delivery Network - CDN) sem afhendir efni í gegnum rúmlega 70 punkta víðsvegar um heiminn, New Relic, Terminus CLI, HTTPS vottanir og er í samræmi við GDPR sem og aðrar reglur um gagnaflutning.

Hvar eru vefþjónar Pantheon? 

Gagnageymslur Pantheon eru staðsettar í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Pantheon sér til þess að allar síður og allt sem því viðkemur, t.d. gagnagrunnar, vefvélar og fleira, sé hýst á því svæði sem uppsetning átti sér stað.

Frá Pantheon:

“1xINTERNET teymið er magnaður hópur skapandi og samvinnuþýðra Drupal sérfræðinga sem hafa það að markmiði að búa til framúrskarandi lausnir fyrir viðskiptavini sína. Þau deila ástríðu Pantheon fyrir frjálsum hugbúnaði og fyrir því að nýta WebOps til að auka afköst, frammistöðu og áhrif fyrir markaðsfólk, hönnuði og forritara.”

Jeff Siegel, VP of Partnerships, Pantheon 

Pantheon hosting

Leiðtogi í vefhýsingu

Pantheon er talinn leiðtogi samkvæmt G2’s Summer 2022 Grid® Report þegar kemur að WebOps vettvöngum, managed hýsingu, stjórunun efnis á vefnum, vefhýsingu og stöðugri samþættingu.

Web Hosting Leaders

Kostir þess að nota Pantheon

Hraði

Pantheon býður upp á eina hraðskreiðustu hýsingu fyrir Drupal vefsíður sem völ er á þar sem innviðirnir eru byggðir í einingum sem kallast "containers". Þetta tryggir skemmri svartíma allra vefeiginleika.

Öryggi

Pantheon gerir þér kleift að búa til öruggar síður í skýinu með HTTPS vottun og vernd gegn DDoS árásum. Einnig er boðið upp á dagleg afrit (e. backups), sjálfvirkt eftirlit og reglulegar öryggisuppfærslur.

Skölunarhæfni

Allar hýstar síður er hægt að skala þvert yfir margar "container" einingar. Þannig er hægt að forðast ganghlé á síðunni (e. downtime) eða að hún hægi verulega á sér þegar umferð eykst skyndilega. Þessi eiginleiki tryggir um það bil 99.99% afnotatíma (e. uptime).

Stuðningur frá sérfræðingum

24x7x365 aðgengi að stuðningsteyminu okkar. Drupal sérfræðingarnir okkar eru reynsluríkir, geta greint vandamál hratt og stungið uppá viðeigandi lausnum.

Bestaðir vinnuferlar

Aðgreind umhverfi; Dev, Test og Live sem gera þér kleift að þróa síðuna þína og gera prófanir áður en breytingarnar eru færðar yfir á live umhverfi. Þetta gerir allar kóðauppfærslur mun öruggari.

Verkefnin okkar hýst hjá Pantheon

Solution
E-commerce lausnir
Teaser featured project Transgourmet

Transgourmet's corporate websites and microsites were previously implemented and maintained by different teams using different CMS solutions. For a...

News
Blog cover - Press release

After an extensive RFP process, The World Organization of the Scout Movement has selected 1xINTERNET...