Að okkar mati þjónar það hagsmunum fyrirtækisins og samfélagsins alls ef 1xINTERNET færir sig í átt að sjálfbærni. Við höfum sett okkur framtíðarsýn og munum leitast við að gera hana að veruleika.

Skynsamleg nýting fjármuna

 

 • Efnahagsleg  hagsæld fyrirtækisins: Efnahagsleg staða okkar eru í stakk búin til að lifa af og dafna fjárhagslega.
 • Samfélagsleg efnahagsleg ábyrgð: Við hjálpum nærsamfélagi okkar að lifa af og dafna fjárhagslega.

Virðing fyrir fólki

 • Virðing fyrir starfsfólki: Við komum fram við starfsmenn okkar af virðingu og sanngirni, sérstaklega með tilliti til bóta og fríðinda. Lagt er áherslu á framþróun í starfi,  þjálfun nýrra og núverandi starfsmanna og opið og uppbyggilegt samtal við stjórnendur. Starfsfólk er hvatt til að vera virkir  þátttakendur í ákvarðanatöku á vinnustað. Lagt er áherslu á að vinnuaðstæður séu eru öruggar, heilbrigðar og án þvingunar. Réttindi til þátttöku í félagasamtökum,  upplýsandi samtöl um kjarasamninga,  friðhelgi einkalífs, starfshættir við starfslok; og jafnvægi milli vinnu og einkalífs skipa líkan stóran sess í vinnuumhverfi fyrirtækisins.
 • Fjölbreytni, sanngjörn ráðningarferli: Við stuðlum að fjölbreytileika meðal starfsfólks og notum ráðningaferli sem eru sanngjörn, ábyrg án mismununar og án hagnýtingar fyrir starfsmenn okkar, stjórn og tengdra aðila.

  Ábyrgir stjórnarhættir: Við stýrum áhættu okkar á skynsamlegan hátt, förum með efnahagslegt vald okkar af ábyrgð og rekum fyrirtæki okkar á siðferðilegan og löglegan hátt.
 • Virðing fyrir hagsmunaaðilum: Við erum gagnsæ, virðing og sanngjörn gagnvart nærumhverfi, fjárfestum, birgjum og öðrum hagsmunaaðilum utan fyrirtækis en kunna að verða fyrir áhrifum af okkar vinnu. Við vinnum í samvinnu  við samfélagið okkar til að auka velferð annarra.
 • Sanngjörn samskipti við viðskiptavini: Við erum heiðarleg og sanngjörn við viðskiptavini okkar, keppum á sanngjarnan hátt um viðskipti þeirra, virðum friðhelgi einkalífs þeirra og afhendum vörur og þjónustu sem eru öruggar og í takt við loforð í upphafi verkefna.

Stjórnun og nýting náttúruauðlinda

 • Auðlindavernd: Við varðveitum nýtingu okkar á náttúruauðlindum eins og unnt er.
 • Stjórnun úrgangs og forvarnir: Við minnkum magn úrgangs sem við búum til við starfsemi okkar að því marki sem við verður komið og meðhöndlum hann á öruggan, löglegan og ábyrgan hátt til að lágmarka umhverfisvá.
 • Umhverfisáhættueftirlit og endurheimt: Við lágmarkum hættuna á hugsanlegum skaðlegum umhverfisatvikum og gerum allt til að bæta  umhverfið og styðja við líffræðilegan fjölbreytileika.
 • Minnkun á áhrifum birgðakeðjunnar: Við vinnum með öðrum í birgðakeðju okkar til að tryggja að skaðleg umhverfisáhrif og áhætta tengd vörum okkar og þjónustu sé minnkuð og rétt stjórnað til að minnka umhverfisáhættu.
 • Samstarf við nærsamfélag: Við erum í tengslum við nær samfélag okkar til að vernda og bæta umhverfið.