
Drupal fyrir vefsíður menntastofnanna á háskólastigi
Drupal er án efa langmest notaða CMS-kerfi fyrir vefsíður menntastofnana á háskólastigi - 26% allra vefsíðna með .edu lén eru byggðar með Drupal, þar á meðal 71 af 100 bestu háskólum í heimi.
Menntun á skólastigi með Drupal
Vefsíður háskóla eru oft fyrsti staðurinn sem hugsanlegir framtíðar nemendur heimsækja til þess að afla sér upplýsinga um menntastofnunina, framboð og rannsóknarstarfsemi. Vefsíða skólans styður einnig við stafræna kennslu svo að nemendur og kennarar geti unnið sína vinnu frá ýmsum stöðum hvenær sem er.
Þar af leiðandi hafa menntastofnanir aðrar kröfur en fyrirtæki þegar kemur að vefsíðunum þeirra þar sem þjónusta þeirra er oft víðtækari og flóknari. En hvernig er hægt að innleiða allar þessar flóknu kröfur? 1xINTERNET notar OpenEDU en það er Drupal-lausn sérstaklega hönnuð fyrir vefsíður menntastofnanna.
Af hverju notum við Drupal OpenEDU?
OpenEDU er tilbúin Drupal 8 útfærsla, sérstaklega hönnuð með þarfir menntastofnana á háskólastigi í huga og er grunnurinn að Drupal Education síðunni þinni. Það er auðvelt að breyta einingum (e. modules) svo þær mæti þínum þörfum. OpenEDU býður upp á:
- Fyrirfram byggða íhluti fyrir prógröm, áfanga og prófíla.
- Vinnuferli og stjórnun efnis
- Móttækilegt umbrot, auðvelt í notkun
- Fréttaútgáfu
- Öfluga stjórnunar- og notendavalkosti
"Við höfum nú þegar notað OpenEDU í mörgum verkefnum og fáum mikið af jákvæðum viðbrögðum frá háskólastofnununum. Þar af leiðandi viljum við bæta OpenEDU og gera það enn betra!
Dr. Christoph Breidert, framkvæmdastjóri & meðstofnandi 1xINTERNET

Af hverju ættir þú að íhuga nota Drupal OpenEDU
- Það sparar tíma og fjármuni. Þú getur búið til fjölsíðukerfi (e. multi-websites) með fyrirfram byggðum íhlutum sem flýta fyrir þróuninni.
- Þetta er lausn sem er hönnuð með það í huga að styðja við sveigjanleika og að það sé samræmi milli allra vefsvæða stofnunarinnar.
- OpenEDU býður upp á notendaupplifun sem er í takt við lykilþarfir menntastofnana á háskólastigi; valmyndir, skráarsöfn og síður deilda sérnsniðnar að nemendum.
Við hlustum á hverjar þínar þarfir eru
OpenEDU, sem er knúið af Acquia Lightning, er samstarfsverkefni Acquia, 1xINTERNET (Evrópu), ImageX (Norður-Ameríku) og margra háskólastofnana bæði í Kanada og Bandaríkjunum. OpenEDU hópurinn vinnur reglulega með háskólastofnunum um allan heim, talar við notendur og hagsmunaaðila, kynnir á ráðstefnum í iðnaði og byggir síður fyrir lykilþarfir menntastofnana. OpenEDU er afrakstur mörgþúsund klukkustunda samvinnu við stóra og smáa háskóla, yfir 10 ára skeið, og rúmlega 50 EDU vefsíður hafa farið í loftið.