
Transgourmet þurfti fjölsíðulausn fyrir viðskiptavini sína og starfsfólk. Fyrirtækið keyrir margar mismunandi vefsíður, hver þeirra með eigið vefumsjónarkerfi (e. CMS) og notendur hafa mismikla tækniþekkingu. 1xINTERNET hannaði dreifingu í Drupal 8 þar sem allar vefsíðurnar eru keyrðar hnökralaust. Framendinn var samþættur við hönnunarkerfi úr Patternlab.
Hver eru Transgourmet og hvernig gátum við hjálpað?
Transgourmet er matvælaheildsala fyrir magnneytendur, t.d. í matargerðar- eða hótelgeiranum. Fyrirtækið veltir meira en 3 milljörðum evra á ári. Árið 2018 fékk 1xINTERNET það verkefni að fara yfir allar vefsíður Transgourmet og vörumerkisins Selgros Cash and Carry til að setja upp tæknikröfur og staðla sem áttu að gilda fyrir þær allar. Markmiðið var að búa til samræmda og sveigjanlega lausn sem myndi gera þeim kleift að endurnýja allar vefsíður fyrirtækisins. Því þurfti að setja upp öflugt, öruggt og skilvirkt vefumsjónarkerfi sem byði upp á þann möguleika að aftengja þróun og viðhald seinna meir. Fyrir fyrirtæki eins og Transgourmet er þetta ómissandi hluti af stafrænni umbreytingu.
Lýsing á verkefninu
Vefsíður fyrirtækisins og aðrar undirsíður (e. microsites) voru áður innleiddar og þeim viðhaldið af mismunandi teymum sem notuðu mismunandi CMS lausnir. Að auki var ekki samræmi í hönnun milli vefsíðnanna. Til að tryggja sömu upplifun af vörumerkinu á öllum stöðum var nauðsynlegt að farið væri eftir stöðluðum stílleiðbeiningum. Ákveðið var að nota Drupal dreifingu með aftengdu hönnunarkerfi (e. decoupled design system) sem CMS lausn og sami kóðagrunnurinn var notaður fyrir fleiri en 6 síður.
Af hverju Drupal?
Eitt af skilyrðunum varðandi val á nýrri CMS lausn var að hún væri hagstæð og miðuð að stórum fyrirtækjum. Transgourmet þarfnaðist mjög sveigjanlegrar lausnar sem gæti vaxið með fyrirtækinu og hægt væri að sérsníða að þeirra þörfum.

Markmið og árangur verkefnisins
Meginmarkmiðið er alltaf að auka heildarsölu. Áhersla var lögð á samþættingu CMS-kerfis við e-Commerce, notendaupplifun (e. UX), endurnýtingu og sveigjanleika. Mikilvægast var að búa til endurnýtanlega CMS uppsetningu (svokallaða Drupal dreifingu) sem hægt væri að nota fyrir allar vefsíðurnar. Virkni dreifingarinnar var miðuð út frá þörfum B2B viðskiptavina með framtíðaráskoranir í huga. Einnig áttu notendaviðmót og hönnun að leiða notandann í gegnum síðuna og vísa viðkomandi á rétta staði.
Eftirfarandi kröfur átti að uppfylla eins og hægt var:
- Framendi sem hægt er að aðlaga að mismunandi vörumerkjum
- Markaðsval og tilheyrandi sérsniðið efni
- Sérgerðar stillingar fyrir skráningu á viðburði
- Sérsniðnir borðar (e. banners) og sérstakt tól til þess að breyta þeim
- Uppskriftir með call-to-action virkni sem vísar beint í netverslunina
Drupal 8 dreifing
1xINTERNET bjó til dreifingu í Drupal 8 (CMS lausn) sem hægt er að keyra allar vefsíðurnar á. Framendinn var samþættur við hönnunarkerfi úr Patternlab. Þetta er notað bæði fyrir Drupal dreifinguna og hauslausu B2B verslunarlausnina. Allar vefsíðurnar keyra sjálfstætt þannig að hægt sé að framkvæma þróun, viðhald og uppsetningu á mismunandi hátt fyrir hverja síðu. Fyrsta vefsíðan, Transgourmet.de, var endurræst árið 2019 og í kjölfarið tvær undirsíður. Í ágúst 2020 var fyrirtækjasíða Selgros, Selgros.de, endurræst og tókst mjög vel til.


Áskoranir
Helsta áskorun verkefnisins var náið samstarf við alla hluthafandi aðila Transgourmet, þar sem hver vefsíða þurfti að uppfylla mismunandi kröfur og hafði hver sinn umsjónaraðila. Öll tækni sem viðkemur vefumhverfinu var sameinuð og færð í skýið (hýsing, Git, o.s.frv.). Stærsta tæknilega áskorunin var að finna leiðir til að nýta tækni sem var að hluta til orðin úrelt. Flestir notendurnir eru matreiðslumenn og eldhússtjórar sem vinna oft með gamlan búnað og takmarkaðar vafraheimildir. Þetta jók flækjustigið enn fekar milli nútíma notendaviðmótshönnunar og tæknilegra takmarkana.
Modular arkitektúr
Dreifingin inniheldur yfir 50 sérsniðna módúla sem er hægt að slökkva og kveikja á fyrir hvert verkefni.
Dæmi um módúla:
Transgourmet leit
Það er ekki þörf á leitarvél í öll verkefni en ef þessi módúll er virkjaður, er hægt að leita í öllu efni á tilgreindri síðu.
Þýðingar
Transgourmet starfar í mörgum löndum Austur-Evrópu og í Rússlandi. Hægt er að kveikja á mismunandi tungumálum með tilbúnum stillingum.
Transgourmet vörulistar
Auglýsingabæklingar sem hægt er að fletta í gegnum gegna enn mikilvægu hlutverki í þessum geira og því þurfti að vera hægt að setja þá upp á vefsíðunni.
Transgourmet sérstilling
Sumar vefsíðnanna bjóða upp á B2B-B2C kaupmöguleika. Til þess að hægt sé að sýna viðeigandi borða og vörur í hverju tilviki, þarf að nota svokallaða sérstillingu.
Transgourmet markaðir og val á mörkuðum
Selgros rekur yfir 40 verslanir í Þýskalandi en þeim fylgja mismunandi auglýsingar, efni og viðburðir.
Transgourmet uppskriftir
Stillanlegar uppskriftir fyrir matargerð, hótelrekstur og veitingaþjónustur.
Fyrir þetta verkefni þurfti að setja saman mikið af módúlum á skilvirkan máta svo að hægt væri að uppfylla allar kröfur. Hér að neðan verður farið stuttlega yfir þá eiginleika sem viðskiptavinurinn taldi mikilvægasta.
Viðburðir með skráningu
Transgourmet býður viðskiptavinum sínum upp á margs konar viðburði, vinnustofur og sýningar. Þær eru að hluta til skipulagðar fyrir markaði sem skarast. Þar af leiðandi var búin til efnistegund sem getur innihaldið mismunandi viðburði. Hægt er að skrá sig á hvern viðburð.
Þetta hefur gert Transgourmet kleift að bæta skipulag viðburða sem áður fór fram í gegnum tölvupósta. Þetta býður upp á nútímalegra vinnuflæði. Hér getur þú fundið dæmi (finndu námskeið til að sjá skráninguna).
Vörulistastjórnun
Eins og áður hefur komið fram gegna vörulistar, auglýsingabæklingar o.fl. enn mikilvægu hlutverki í þessum geira og því urðu þeir að vera aðgengilegir í gegnum vefsíðuna. Sumir þessara vörulista eru búnir til á vefsíðunni sjálfri, aðrir samþættir með utanaðkomandi hugbúnaði í gegnum vefþjónustur. Vegna fjölda gagna voru frekari metalýsingar og flokkunaraðild gerðar í CMS-kerfinu til auðvelda notkun á þeim.
Sjá dæmi.
Uppskriftir
Í matreiðslubransanum er algengt að kokkar og kaupendur reikni magn hráefna út frá fjölda fólks og noti þessar upplýsingar til að plana uppskriftir og matarinnkaup. Þegar búið var að búa til CMS kerfi með allri nauðsynlegri virkni var fyrsta verkefni á dagskrá að þróa uppskriftagátt. Gáttin átti að hafa call-to-action virkni sem vísar beint í netverslunina þar sem hægt er að finna uppskriftir ásamt því að selja tengdar vörur. Sérstaða verslunarinnar er að hún er þróuð með djúptenglum (e. deep-linking).
Framlög til Drupal samfélagsins
Í þessu verkefni voru nokkur framlög gerð til Drupal módúlla:
- Google ReCAPTCHA v3
Google reCAPTCHA v3 skilar ákveðinni niðurstöðu án þess að notandinn þurfi að hafa virk samskipti. Ef niðurstaðan er jákvæð fæst heimild til innsendingar á efni, ef ekki er CAPTCHA próf er framkvæmt.
- Config Patch Gitlab
Ef gerðar eru breytingar beint inni í Drupal notendaviðmótinu í stað gagnahirslunnar (e. repository) er hægt að senda þessar breytingar í Gitlab með merge request aðgerð.
- Toastr skilaboð
Toastr módúllinn inniheldur Toastr.js gagnasafnið. Toastr er Javascript safn fyrir Gnome / Growl Type non-blocking skilaboð.



Hýsing / Aðgerðir
Allar vefsíðurnar eru hýstar á Pantheon.io en mál og frumkóði á Gitlab.com
Hönnunarkerfið og framendinn fyrir vefsíðurnar eru hýst í sér gagnahirslu. Það er ein gagnahirsla fyrir vefsíðuna sjálfa og önnur fyrir öll verkefni sem byggð eru á henni. Þetta auðveldar okkur það að setja inn einstaka virkni, aftengda (e. decoupled) eða innbyggða í verkefnin.
Allar aðgerðir eru sjálfvirkar og nota CI/CD kerfið í Gitlab. Breytingar í framendanum eða prófílnum eru sjálfkrafa færðar frá test umhverfi yfir á live síðuna. Að auki eru þær sjálfkrafa aðgengilegar á test umhverfi verkefnanna.