Sérsniðið efni

Sérsniðin efnisumsjón og notendaupplifun gera sýnileika þinn á vefnum meira viðeigandi fyrir einstaka viðskiptivini og gesti síðunnar. Auktu viðskipti og tryggðu hollustu viðskiptavina með því að koma viðeigandi upplýsingum til þinna markhópa. Hvort sem það er vefsíða, forrit eða önnur veftengd þjónusta, getum við hjálpað þér með næstu skref í stafrænni markaðssetningu.

Byrjaðu smátt , skref fyrir skref

Hja 1xINTERNET höfum við ákveðnar aðferðir byggðar á áratuga reynslu til að hjálpa þér við sérstillingu á áhrifaríkan hátt. Byrjaðu á því að velja aðeins tvo eða þrjá notendahópa, hafðu sérsniðið efni fyrir þá, greindu notkun efnisins, og lærðu af þeim upplýsingum sem þessi gögn færa þér. Bættu fleiri hlutum við og efni og endurtaktu leikinn – allt innan marka GDPR reglnanna. Þetta snýst um að draga upplýstar ályktanir, vinna stöugt að verkefninu og uppfæra niðurstöður byggaðar á þeim upplýsingum sem koma dag frá degi.

content personalisierung - strategie post its

Byrjaðu að sérútbúa efni núna

Með ári hverju verður sífellt flóknara að bjóða upp á persónu miðaða stafræna upplifun. Samt halda væntingar viðskiptavina áfram að aukast. Fólk býst við flottum, nýstárlegum viðmótum og upplýsingum sem eru sérsniðnar að persónulegum þörfum þeirra. Orðræðan og fjöldi valmöguleika þegar kemur að því að sérsníða efni getur verið yfirþyrmandi, þar sem það er mikið talað um gervigreind, vélanám, gagnanám, stóra gagnagreiningu og svo framvegis. Þegar þú hefur náð tökum á grunnatriðum og þú ert að þjóna fleiri og fleiri hlutum, hvernig getur þú:

  • Haldið utan um framleiðslu sífellt meira magns sérsniðins efnis?

  • Verið innan marka GDPR og virt friðhelgi á sama tíma og þú býður upp á  upplifun sérsniðna að hverjum notenda fyrir sig?

  • Komið í veg fyrir að sýna notendum úreltar upplýsingar sem eiga ekki lengur við?

Planning personalized content

Viltu vita meira? Eða hefjast handa?

Vertu í sambandi við okkar til að hefja vinnu við að sérhæfa þína síðu fyrir þinn markhóp. Aðferðafræðin okkar og reynsla fer yfir allt frá hönnun og innleiðingu verkefnisins þíns og yfir í sérhæfða ráðgjöf og stefnumótum varðandi sérstillingu efnis á þínum vef.

Settu upp sérsniðna efnisáætlun með 1xINTERNET

Aðferðafræðin okkar

Bættu niðurstöður og gæði þjónustunnar sem þú býður upp á. Notaðu innsæið og reynsluna sem þú hefur aflað þér til þess að velja það efni sem þú telur viðeigandi fyrir þinn markhóp og notaðu síðan þá endurgjöf sem þú færð til þess að finna út hvað þínir viðskipavinir vilja. Aðferðafræðin okkar er nákvæm og getur hjálpað  þér en við bjóðum upp á vinnustofur og ráðgjöf til að fara yfir hvernig best er að byrja.

Byrjaðu á því að skilgreina notendur og hópa síðunnar,  búðu til sérsniðið efni sem er sérstaklega miðað að þessum notendum og bættu þjónustu við notendur með því að stytta leiðina að réttu efni. Settu upp sjálfvirkt val notendahópa, passaðu uppá  tímaramma og endurvirkjun. Mikilvægt er að mæla svo árangur reglulega til að geta metið hvernig haldið skuli áfram.

Personalisation methology

Hvernig getum við aðstoðað við þín sérstillingarverkefni?

1xDXP lausnirnar okkar er hægt að nota sem "hauslausa" (e. headless) gagnageymslu sem stjórnar og afhendir efni eftir því hvaða leið sem er valin, þar á meðal farsímaforrit, framendaramma, stafræn skilti og internet of things (IoT) tæki. Hámarkaðu tekjur þínar með því að þjóna viðskiptavinum stöðugt þvert á rásir og haltu valmöguleikunum þínum opnum til framtíðar.

Ráðgjöf varðandi lausnir frá þriðja aðila

  • Lærðu meginreglur sérstillingar

  • Vertu við stjórnvölinn með skipulagðri nálgun

  • Þjónaðu viðskiptavinum þínum betur

  • Ákveddu fyrir hvern þú viltu sérsníða efni og hvernig á að búa það til, fylgjast með því og halda utan um það

Búðu til sérsniðið efni með  1xDXP lausnunum okkar

  • Gagnageymsla fyrir native, farsíma-, og framendaforrit
  • Internet of Things tæki
  • Framenda agnostík
  • Byggt með framtíðina í huga og samtengjanlegt við tæki og rásir morgundagsins

Lesa meira

 

Heiðarleg, raunsæ ráðgjöf og stuðningur

  • Ráðgjöf til að grípa til raunsærra, viðráðanlegra aðgerða sem skila raunverulegu, mælanlegu viðskiptavirði,  við byrjum smátt og stækkum.
  • Unnið í samræmi við GDPR reglugerðir - engin óaðskiljanleg gagnasöfnun
  • Þú þarft alltaf að vita af hverju þú ert að sérsníða efni; fyrir hvern og hver  væri drauma niðurstaðan.
  • Byrjaðu smátt, mældu, gerðu breytingar til bætingar og bættu við meira efni

Sérstillingarverkefni sem fóru nýverið í loftið

E-commerce lausnir

BSB - headless e-commerce

Skip á siglingu um Bodenvatn

Sérstilling og hámarksafköst með Drupal: notendamiðuð vefsíða með samþættu headless e-commerce kerfi til að auka sölu á netinu.

Frá sérfræðingunum okkar hjá 1xINTERNET

"Sérstilling er sankallað tískuorð núna. Kann að hljóma eins og eitthvað sem er ómögulegt að framkvæma fyrir smá eða meðalstór fyrirtæki, en það er alrangt. Með því að fylgja réttum ferlum og byrja smátt er vel hægt að safna gögnum á leiðinni. Það er mjög ánægjulegt að fara í gegnum þetta ferli og verða vitni að niðurstöðunum. Það þarf að vera markmið allra á stafrænu ferðalagi að koma viðeigandi upplýsingum fljótt til notandans".

Diego Costa, COO hjá 1xINTERNET.

Diego Costa, Director of Digital Strategy

"Mistökin sem við verðum að forðast er að vilja gera allt á sama tíma. Erfitt - ég veit! Byrjaðu með vel skilgreint markmið, gakktu úr skugga um að efnið þitt sé að skila sínu, mældu niðurstöðurnar, gerðu breytingar ef þarf og haltu þessu ferli áfram til að ná fleiri markmiðum. Þegar þetta ferli er komið af stað er ekkert sem fær okkur stöðvað við það að bjóða notendum þínum upp á sérsniðið efni".

Anja Steting, Stafræn markaðssetning hjá 1xINTERNET

Anja - Online Marketing specialist at 1xINTERNET