UX/ UI hönnun

Tilfinningatengsl og leiðandi vefhönnun

UX/ UI hönnun fyrir einstaka notendaupplifun

UX/ UI vefhönnun hefur áhrif á hvernig notendur upplifa, sjá og tengja við þitt vörumerki. Frá fyrsta skrefi og þar til viðskipti eiga sér stað getur gott notendaviðmót skipt sköpum. Okkar vefhönnuðir geta aðstoðað við að búa til notendaviðmót þar sem tenging verður milli notenda í þínum markhóp og vörumerkis til að tryggja aukin viðskipti.

Ræðum þínar hugmyndir

UX/ UI hönnunarskissur

Nálgun okkar á notendamiðuðu hönnunarferli

UX/ UI hönnunarferli okkar setur notendamiðaða stafræna upplifun í forgang, með það að markmiði að auka notendahlutdeild og tryggð viðskiptavina með tilfinningalegum tengingum og einföldum samskiptum.

Lottie file

Greining

Í rannsóknar- og greiningar fasa eru þarfir notenda skilgreindar.  Bæði eru notendur eða “persónur” skilgreindar og unnin rannsóknarvinna sem tengist vörumerkinu eða fyrirtækinu. Þessar niðurstöður eru svo notaðar sem grunnur að skýrum markmiðum og áskorunum í hönnunarferli sem fer í gang til að tryggja að hönnunin sé sem best sniðin að notandanum.

  • Notendagreining og persónuþróun
  • Kannanir, viðtöl og athuganir
  • Greina samkeppnisaðila og núverandi lausnir
  • Skilgreining á áskorunum og markmiðum
Lottie file

Hugmyndavinna

Hugarflug i hóp, hugmynda smiðjur og þátttaka þverfaglegs teymis skilar sér oft í verðmætum skissum og hugmyndum sem vinna má með áfram. Þetta skapandi ferli leggur grunn að nýstárlegum hönnunaraðferðum og gerir það mögulegt að skoða vandamálið frá mismunandi sjónarhornum. Góð teymisvinna færir oft upp á yfirborðið mismunandi sjónarhorn sem nýtist vel þegar unnið er að hugmyndum um nýja vefhönnun.

  • Skilgreining á áskorunum og markmiðum
  • Hugarflug og hugmynda smiðjur
  • Útlistun á hugmyndum um lausnir
  • Mögulegar notenda leiðir teiknaðar upp
  • Prófanir á raunverulegum notendum
Lottie file

Hönnun

Í sjónrænu hönnunarferli er verkefninu skipt í nokkra þætti. Litir, leturgerðir og grafík eru valin til að búa til flott útlit. Þessi áfangi er mikilvægur til að tryggja góða og eftirminnilega notendaupplifun.

  • Sérsniðin hönnun út frá niðurstöðum prófa
  • Hönnun með vörumerkjanotkun í huga
  • Val á litum, letri og öðrum sjónrænum þáttum
  • Samstarf við forritara um framkvæmd hönnunar
Lottie file

Framkvæmd

Þegar hafist er handa er hönnun útfærð í nánu samstarfi við forritara. Hönnunarkerfi sem öll okkar verkefni fá veitir samræmdar leiðbeiningar og íhluti sem nýta má aftur og aftur til að tryggja skilvirka þróun og staðlað útlit.

  • Gerð hönnunarleiðbeininga og skjölun 
  • Skilgreining á öllum núverandi vefhlutum
  • Eftirlit með framkvæmd
  • Úrlausn allra vandamála tend hönnun
Lottie file

Önnur þjónusta tengd hönnun

Hönnunarráðgjöf

Sérfræðiráðgjöf í vefhönnun til að tryggja sem bestan árangur.

Hönnunarkerfi

Samræmd notendaupplifun í öllum vefkerfum.

Meira um hönnunarkerfi

Listræn stjórnun

Fagleg stjórnun og stuðningur við hönnunarverkefni.

Forvinna

Skilvirkar prófanir og betrumbætur á hugmyndum.

Grafísk hönnun

Sjónrænt efni fyrir áhrifarík samskipti.

Hönnun á farsíma öppum

UX/ UI hönnun fyrir vef- og farsímaforrit.

Okkar UI/ UX vefhönnun

BSB lógó
Transgourmet lógó
UICC lógó
Eldum Rétt lógó
SENEC lógó
Scouts lógó

Önnur þjónusta

Drupal vefþróun

Sérsniðin vefþróun byggð í Drupal.

Meira um vefþróun með Drupal

React vefþróun

Hágæða vef- og farsímaforrit sem nota React.

Meira um vefþróun með React 

Sérsniðið efni

Sérsniðið efni byggt á notendum.

Meira um sérsniðið efni