1xINTERNET er leiðandi hugbúnaðarhús í notkun Drupal vefkerfisins í Þýskalandi. Við hönnum nútímalegar stafrænar lausnir og forrit með nýjustu tækni. Við þróum einnig verkefni með React, React Native og Elastic SolR leit.
Mynd
Drupal hugbúnaðarhús
Hjá 1xINTERNET starfar heilt teymi reyndra Drupal sérfræðinga. 1xINTERNET hefur orðið ein leiðandi Drupal stofa í Evrópu, þekkt fyrir faglegt vinnuumhverfi. Ef þú eða fyrirtækið þitt eruð í leit að félaga við Drupal verkefni, erum við tilbúin fyrir þig.
Hjá 1xINTERNET starfar hópur reyndra React sérfræðinga sem þróa vefi og farsímaforrit með nýjustu tækni. Við notum bæði React JS og React Native svo fyrirtækið þitt geti nýtt alla þá tækni sem í boði er og skarað fram úr meðal samkeppnisaðila.
Hjá 1xINTERNET búum við til öflugt hönnunarkerfi með Storybook til að samræma notendaviðmót og upplifun fyrir þín verkefni. Við búum til endurnýtanlega íhluti sem auðvelt er að viðhalda, uppfæra og samnýta. Þannig verður ferlið skilvirkara og hönnunin samræmd á öllum vettvöngum.
Hjá 1xINTERNET erum við með frábærar lausnir fyrir vinnuferli og viðskiptaferlastjórnun - BPM kerfi. Við greinum viðskiptaferla þína og búum þannig til skilvirkar lausnir og byggjum upp sveigjanlega gerð flókinna gagna með Drupal.
Sérsniðin efnisumsjón og notendaupplifun gera viðveru þína á vefnum meira viðeigandi fyrir einstaka viðskiptivini og gesti síðunnar. Þarft þú hjálp við að hefja þessa vinnu fyrir fyrirtækið þitt? Hjá 1xINTERNET sýnum við þér bestu leiðirnar eftir því hvar þú stendur.
Ert þú að leita að fjölmiðlalausn? Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á sérstakar CMS lausnir fyrir útgáfufyrirtæki og veftímarit. Drupal Thunder er hinn fullkomni grunnur fyrir faglega útgáfu. 1xINTERNET er vottað af Thunder samtökunum.
OpenEDU er tilbúin Drupal 8 útfærsla, sérstaklega hönnuð með þarfir menntastofnana á háskólastigi í huga. Útfærslan inniheldur “byrjendasett” með eiginleikum og stillingum sem flýta mikið fyrir uppsetningu á vefsíðum. Í OpenEDU er hægt að nálgast fyrirfram byggða íhluti fyrir deildir, áfanga og notendaprófíla með ótal möguleika.
Við bjóðum þér að nota deGov, Drupal dreifingu sem við bjuggum til, til þess að gera verkefni af þessari stærð og flækjustigi auðveldari. Sérfræðingarnir okkar hafa áratuga reynslu af því að byggja flóknar vefsíður fyrir ríkisstofnanir. Þú getur einnig skoðað vefsíðu NORDREIHN-WESTFALEN sem við bjuggum til með deGov.