Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn - Skalanleg hýsing

Atvinnugrein
Samtök
Lausn
Vefumsjónarkerfi, Hýsingarlausn
Tækni
Drupal

Á ári hverju deyja 10 milljónir úr krabbameini og búist er við að þessi tala muni hækka upp í 13 milljónir fyrir árið 2030 ef ekkert er gert. Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn er alþjóðlegt sameiningarátak leitt af Alþjóðakrabbameinssamtökunum (UICC) og á sér stað 4. febrúar hvers árs um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á krabbameini og upplýsa almenning um lífsstílsbreytingar sem geta komið í veg fyrir sjúkdóminn. 1xINTERNET hefur verið stoltur styrktar- og þróunaraðili UICC síðan árið 2020 og tekið þátt í að viðhalda þessum vettvangi, byggja hann og bæta: www.worldcancerday.org

World Cancer day herferðin þetta ár

Ég er og ég mun. Þessi setning er meginslagorð herferðar Alþjóðlega krabbameinsdagsins 2019-2021. Þó meginviðburðurinn eigi sér stað 4. febrúar hvers árs er þema herferðarinnar það að við getum haft áhrif á alla í kringum okkur með okkar daglegu athöfnum. Þetta er einnig áminning um það hvað samvinna og sameiginlegt átak getur haft mikið að segja.

Vefsíðan er vettvangur fyrir alla sem vilja finna upplýsingar um krabbamein og hvernig hægt er að taka þátt á deginum. Hvort sem þú ert forvitinn gestur sem vill læra meira um Alþjóðlega krabbameinsdaginn, eða ef þú ert hluti af samfélagi sem vinnur að krabbameinsfræðslu, munt þú finna það sem þú þarft á vefsíðunni.

Safn af efni tengdu krabbameinsforvörnum

Yfir árið varpar vefsíðan ljósi á mismunandi leiðir til vitundarvakningar bæði á netinu og utan þess. Hægt er að lesa ítarlegar staðreyndir um krabbamein og hvaða áhrif þessi sjúkdómur hefur á fólk. Einnig er mikið af hjálplegum heimildum og slóðum á greinar fyrir þá sem vilja kafa dýpra. Ef þú vilt vera hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu getur þú búið til sérsniðið veggspjald eða fundið það efni sem þú þarft. Á síðunni eru verkfærakistur (e. toolkits) aðgengilegar á mörgum tungumálum og með ýmsu sniði til að mæta þörfum hvers og eins. Ein er til dæmis notuð til að efla skóla og bókasöfn til þátttöku en þessi ráðgefandi handbók aðstoðar stuðningsfólk við að nálgast stjórnmálaflokka og fá þá til að sýna Alþjóðlega krabbameinsdeginum stuðning í verki.

“Map of Activities” undirsíðan geymir heildarsafn af efni tengdu krabbameinsforvörnum og starfsemi um allan heim. Þessi hluti síðunnar hefur orðið enn mikilvægari síðan Covid-19 faraldurinn hófst, þar sem mesta vitundarvakningin hefur átt sér stað í gegnum netið. Á þessari síðu geta svæðisbundin krabbameinsfélög og samfélög bætt við sínum eigin lifandi viðburðum eða vefviðburðum. Gestir geta einnig skoðað alla starfsemi sem á sér stað í heiminum. Á “Stories” undirsíðunni er hægt að finna mikið af persónulegum og áhrifaríkum skilaboðum sem ætluð eru fólki sem glímir við sjúkdóminn beint eða óbeint.

Þann 4. febrúar var sett upp Twitter Trendsmap sem sýndi myllumerkin #worldcancerday og #IamandIwill (á mörgum tungumálum). Þetta var trending á heimsvísu í rauntíma:

Undirbúningur fyrir stóra daginn

Síðan 1xINTERNET tók yfir vefsíðuna árið 2020 hefur aðalmarkmiðið okkar verið að styðja við samtökin. Þetta höfum við gert með því að sjá til þess að vefsíðan gangi smurt fyrir sig. Einnig höfum við unnið að innleiðingu lagfæringa sem auðvelda Alþjóðakrabbameinssamtökunum að koma skilaboðunum áfram til almennings. Þar sem 4. febrúar er dagsetning meginviðburðarins, var það dagurinn sem helsta starfsemin átti sér stað og þar af leiðandi voru flestar heimsóknir á vefsíðuna milli 3. og 5. febrúar. 

Verkefnateymið okkar settist niður nokkrum vikum fyrir viðburðinn til þess að ræða hvernig hægt væri að ganga úr skugga um að allt færi eftir áætlun. Við settum upp þar til gert þróunarteymi sem var einnig á bakvakt yfir nóttina, ef ske kynni að eitthvað færi úrskeiðis. Engin vandamál komu upp.

Þar sem við höfðum enga reynslu af því hvernig forritið myndi svara undir svona miklu álagi, vissum við að við þyrftum að aðlaga skipanirnar jafnóðum.

“Mig langaði að þakka 1xINTERNET fyrir skjót viðbrögð og fyrir að vera með okkur allan daginn (sem framlenging af teyminu í Geneva) til að sjá til þess að vefsíðan héldist uppi, hefði fulla virkni og svaraði eftirspurn notenda okkar. Það voru nokkrir hlutir sem við þurftum að aðlaga við stækkunina á vefþjóninum, en við vorum mjög ánægð að sjá að vefsíðan héldist móttækileg fyrir vaxandi hóp gesta sem heimsóttu worldcancerday.org. Kærar þakkir til teymisins!”

Charles Andrew Revkin, Yfirmaður stafrænnar stefnumótunar hjá Alþjóðakrabbameinssamtökunum (UICC)

Charles Andrew Revkin

Tölur 3.-5. febrúar

Við hófum eftirlit á vefsíðunni 3. febrúar þar sem við tókum eftir talsverðum vexti í beiðnum.

Greining

Viðburðurinn þetta árið var mjög spennandi, gestir voru rúmlega 220 þúsund, loturnar yfir 300 þúsund og uppflettingar á síðunni yfir 775 þúsund. Við tókum einnig eftir verulegri aukningu á meðallengd lotu og heildarumferð á síðunni var af mun betri gæðum en fyrri ár. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, vegna fótsporsleyfisborða sem við settum inn voru margir gestir ekki raktir á meðan á heimsókninni stóð, svo við gerum ráð fyrir að talan hafi verið mun hærri.

Gestir skildu eftir um 500 skilaboð (sögur og viðburði) og 30 þúsund sérsniðin veggspjöld voru búin til.

Beiðnir

Beiðni er gerð fyrir hvern hluta vefsíðunarinnar, þetta geta verið html, css, myndir, myndbönd o.s.frv. Þessu skal ekki ruglað saman við gesti eða lotur. Yfir þennan tíma (u.þ.b. 2 og hálfan dag) svaraði innviði síðunnar um 16 milljónum beiðna. Hápunkturinn var 4. febrúar klukkan 2 PM CET þar sem gerðar voru næstum 1 milljón beiðna á einum klukkutíma.

Grafið hér að ofan sýnir beiðnir yfir þessa 3 daga. Bláa línan sýnir beiðnir frá edge, sú rauða frá origin.

Requests

Bandbreidd

Bandbreidd (e. bandwidth) vísar til flutningsgetu á rafrænum gögnum. Yfir þennan tíma þjónustuðum við í kringum 2.3 terabæt af gögnum. Þann 4. febrúar voru það 1.7 terabæt. Á hápunkti álagsins þjónustuðum við 135 gígabæt af gögnum á einum klukkutíma.

Bandwidth

Cache ratio

Á heildina litið náðum við cache hlutfalli í kringum 90% fyrir bæði gögn og beiðnir.

Cache

Afhending á heimsvísu

Efnisveiturnar okkar (e. CDN) geyma og afhenda gögn í gegnum ýmsa aðgangsstaði hér og þar í heiminum til að tryggja háa frammistöðu og stuttan biðtíma; síðan hleðst hratt niður, sama hvar notandinn er staðsettur.

Grafið hér að ofan sýnir magn gagna afhent frá hverjum aðgangspunkti (ekki tæmandi listi).

Innviðir

Síðan er yfirleitt keyrð á tveimur CPU kjörnum og 4GB vinnsluminni. Fyrir viðburðinn breyttum við því eftir þörfum. 4. febrúar voru innviðir síðunnar að keyra á 12 CPU kjörnum og 12GB vinnsluminni. Vinnsluminnið var stöðugt í kringum 6 GB en CPU kjarnarnir 12 gegndu lykilhlutverki í því að viðhalda stöðugum rekstri síðunnar.

Global delivery

Niðurstaða

Það var frábær upplifun að vera hluti af Alþjóðadegi krabbameinsins. Annars vegar vegna þess að þetta var áhugavert verkefni fyrir okkar teymi til þess að ganga úr skugga um að vettvangurinn höndlaði svona hraða aukningu í fjölda vefsíðuheimsókna yfir ákveðið tímabil. Þetta var líka ánægjulegt þar sem 1xINTERNET er stoltur styrktaraðili þessa mikilvæga og góða málefnis þar sem krabbamein hefur áhrif á nánast alla í heiminum. Við erum virkilega ánægð að geta tekið þátt í vitundarvakningu og upplýsingaflæði.

Fleiri verkefni

Innranet

Jägermeister - kraftmikið innranet

Flaska af Jägermeister með grænan bakgrunn

"JägerNet" er miðlæg samskipta- og samstarfsmiðstöð fyrir alþjóðlegt teymi með yfir 1000 starfsmenn.

Fjölsíðukerfi

Háskóli Íslands - Fjölsíðukerfi

Featured case study from 1xINTERNET

1xINTERNET hefur, ásamt þróunarteymi Háskóla Íslands, byggt dreifikerfi sem þjónar skólanum, kennurum og mismunandi deildum, stofnunum og...