Vinnuferli og BPM kerfi

1xINTERNET hefur sterkan bakgrunn í ráðgjöf varðandi stjórnun fyrirtækjaferla. Með viðskiptavinum okkar sköpum við frábært vinnuferli og BPM kerfi (e. business process management).

Til þess að finna bestu mögulega lausnina, skiptum við ferlinu niður í skref: Fyrst skoðum við vandlega viðskiptaferla viðskiptavinarins til að skilja þá fullkomlega.

Því næst ákvörðum við mikilvægasta hlutann, finnum algengustu tilvikin og reynum þannig að minnka núning þar sem við á.

Síðan er edge tilvikunum bætt við líkanið okkar til þess að ganga úr skugga um að það sé hægt samþætta þau. Á meðan á þessu stendur, greinum við líka hugsanlega þróun í viðskiptum fyrirtækisins sem gæti haft áhrif á vinnuferlið. Þetta er gert til þess að hægt sé að stækka og aðlaga tæknilegan arkitektúr verkefnisins og hönnunareiginleika.

Að lokum ákvörðum við nákvæmlega allar þær tæknilegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir innleiðingu kerfisins.

Notkun Drupal sem vinnuferli og BPM kerfi er hentug af því að það býður upp á sveigjanleika flókinna gagna. Á sama tíma er hægt að fínstilla leyfi notenda og hægt er að búa til vinnuferli sem bjóða upp á samvinnu þvert á marglaga viðskiptaferla.

Dæmi um slík kerfi sem 1xINTERNET hefur búið til eru:

  • Pantana- og uppfyllingastjórnun

  • Verkefnatjórn

  • Offer creation tól

  • Starsmanna- og orlofsumsjón

  • Samþætting við önnur óháð kerfi (ERP, vöruhús, reikningshald, o.s.frv.)

  • Eignastýring

  • Skýrslu tól (e. reporting tools)

  • … og mörg fleiri

Kerfi á borð við þessi, sem eru keyrð á vafra, auðvelda útfærslu og auka hraða fyrir notendur. Verkferla- og BPM kerfi sem 1xINTERNET hefur hannað keyra á hvaða vafra sem er og öllum snjalltækjum.

Workflow and BPM