
Teymi Drupal sérfræðinga með áratuga reynslu
1xINTERNET er leiðandi hugbúnaðarhús í Evrópu þegar unnið er með Drupal. Ef þitt fyrirtæki er að leita að Drupal sérfræðingunum með áratuga reynslu til að byggja stafrænar lausnir, þá ertu á réttum stað.
1xINTERNET er Premium styrktaraðili Drupal
Drupal-teymið okkar samanstendur af framenda- og bakenda forriturum með áratugareynslu af sköpun stafrænna lausna. Hjá okkur starfa verkefnastjórar, UX hönnuðir og sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu til að tryggja bestu mögulegu útkomu allra verkefna. Við höfum þróað hundruð stafrænna verkefna fyrir viðskiptavini okkar og innleitt þau með góðum árangri. Hjá 1xINTERNET færð þú allt á einum stað.


Þjónustan okkar sem Drupal hugbúnaðarhús
Hvert verkefni er einstakt og sem Drupal-sérfræðingar, viljum við nálgast hvert verkefni á heildrænan máta. Hjá 1xINTERNET trúum við því að árangur byggist á mörgum mismunandi þáttum, og við ráðleggjum engum að stytta sér leið. Til að tryggja árangur verkefnia þarf ítarlega skipulagningu og framkvæmd sem er skipt niður í ákveðin skref. Það er okkar hlutverk að auðvelda þér vinnuna og aðlaða tækninni að þínum þörfum. Hverjar sem kröfurnar þínar og viðskiptamarkmið eru; ef þú ert að skipuleggja vefsíðu fyrir fyrirtæki, vefverslun, fjöltyngdan vettvang eða þarft stuðning í leitarvélarbestun (SEO) eða vefgreiningu, finnum við lausn!

Drupal ráðgjöf
-
Greining á núverandi Drupal síðu
-
Ráðgjöf og hugmyndavinna
-
Vefhönnun
-
Vefgreining

Drupal þróun
-
Uppfærsla í Drupal 8 frá eldri síðum
-
Þróun Drupal eininga
Hvað er Drupal?
Drupal er eitt framsæknasta, sveigjanlegasta og mest notaða vefkerfi í heimi. Það er notað af stórum fyrirtækjum á borð við NBC, Harvard háskóla, Puma, City of London og mörgum fleiri. Drupal er þróað og viðhaldið af virkum notendum um allan heim. Við hjá 1xINTERNET höfum búið til stafrænar lausnir fyrir Transgourmet, City of Reykjavik, EFTA, SENEC, BSB, Jägermeister og mörgum fleiri með Drupal.
Notendur borga ekki leyfisgjöld af Drupal. Ástæðan er sú að hugbúnaðurinn er þróaður sem „Open-Source“ - frjáls hugbúnaður, sem er orðið eitt af mest ráðandi þróunarlíkönum fyrir hugbúnað og er notað af fyrirtækjum eins Microsoft, Google, Facebook og mörgum fleirum.

Drupal verkefni sem fóru nýlega í loftið
Tölum um Drupal verkefnið þitt!
Af hverju að nota Drupal sem CMS?

“Þar sem Drupal er eitt fremsta, frjálsa CMS kerfið, eru þau leiðandi í stafrænni umbreytingu. Drupal er framúrskarandi fyrir alla sem vilja frábærar stafrænar lausnir án takmarkana varðandi virkni eða sveigjanleika."
Melinda Kovács-Sztankovits - Framendaforritari 1xINTERNET
Algengar spurningar
Fleira sem þú ættir að vita um Drupal:
Hversu öruggt er að nota Drupal? add remove
Drupal vettvangurinn er með öryggisstaðal á fyrirtækjastigi, þar á meðal nákvæmar öryggisskýrslur. Þróunarsamfélag Drupal og Drupal-"öryggisteymið“ með yfir 30 meðlimi, sem var stofnað í þessu skyni, ber ábyrgð á þessu. Í hverri viku er útgáfugluggi fyrir öryggisuppfærslur. Þannig er hægt að greina og laga allar öryggiseyður á sem skemmstum tíma.
Þessu er mjög vel tekið af notendum Drupal um allan heim. Jafnvel ríkisstofnanir eins og þýski ríkisfjármáladómstóllinn eða Hvíta húsið treysta öryggisstöðlum Drupal. Notkun tiltekinna vefhýsingarkerfa getur aukið öryggið enn frekar.
Af hverju ætti ég að velja Drupal? add remove
Drupal er stöðluð lausn fyrir vefverkefni sem þúsundir stofnana um allan heim treysta á.
Drupal er frjáls hugbúnaður en það þýðir að Drupal er ókeypis í notkun. Þú þarft ekki að borga nein leyfisgjöld.
Helstu kostir Drupal eru:
- Virkni og sveigjanleiki milli vefsvæða
- Stuðningur við nútímalausnir fyrir efnisafhendingu, þar á meðal CMS kerfi með aðskildum fram- og bakenda
- Sveigjanlegt og auðvelt að skala, allt frá smáfyrirtækjum til alþjóðlegra vettvanga
- Besta tæknilega frammistaðan
- Einfaldleiki fyrir ritstjóra og notendur
- Leiðandi í fjöltyngi (með yfir 100 tungumál tilbúin til notkunar strax)
- Aðgengi, víðtækur stuðningur við aðgengisstaðla
Fyrir hvaða vefsíður og þjónustu er hægt að nota Drupal? add remove
- Vefforrit
- Stafræn umbreyting verkefna
- Non-profit stofnanir
- Fyrirtækjavefsíður
- Stafrænar viðskiptalausnir: eCommerce / eBusiness
- eLearning vettvangar
- Innranet / workplace 2.0
- og margt fleira