Vefgreining

Peter Drucker, brautryðjandi á sviði nútíma stjórnunarkennslu sagði: "Ef þú getur ekki mælt það, getur þú ekki bætt það." Þetta er það sem við styðjumst við í vefgreiningu! Vefgreining er stöðugt ferli sem þarf að mæla, greina og fínstilla.

1xINTERNET er þinn samstarfsaðili þegar kemur að vefgreiningu

Þegar kemur að vefgreiningu fyrir þinn vef þarft þú að finna áreiðanlega samstarfsaðila. Grunnur stafrænnar greiningar eru góð gæði gagna en  uppsetning á greiningarreikningnum þínum að vera rétt og hugmyndin um hvað þarf að greina þarf að vera skýr. Saman þróum við leið sem er sniðin að þínum geira og sérstökum kröfum þíns fyrirtækis.

Web analytics

Hvað felur vefgreining í sér?

✔ Að rekja hegðun notenda og kortleggja ferðir viðskiptavina um vefinn

✔ Greining á öllum mælieiningum stafrænnar markaðssetningar

✔ Greining á auglýsingaherferðum (fréttabréf, samfélagsmiðlar, greiddar auglýsingar)

✔ Veikleikar vefsíðunnar eru auðkenndir

Þjónusta okkar tengd vefgreiningu

Greining á núverandi vef

Við skoðum hvernig núverandi greining á vefnum er sett upp og komum með tillögur að aðgerðum til að bæta greininguna.

Uppsetning greiningarreiknings

Við setjum upp Google Analytics reikning fyrir þig og sníðum hann að þínum rekstareiningum til að tryggja gæði upplýsinga.

Uppsetning markverkefna

Saman finnum við út hver helstu markmiðin eru fyrir þína vefsíðu, þau sem færa þig nær þínum viðskiptamarkmiðum. Hér er greint á milli svokallaðra micro og macro umbreytinga.

Gagnaskoðun og síur

Með því að setja upp síur fyrir gagnaskoðanir þínar tryggjum við að innri umferð þín sem og prófunarumhverfi, ruslpóstur, vélmenni og "köngulær" ( e. spiders) séu síuð út.

 

KPI - Afköst

Það getur verið erfitt að sjá hvaða þættir skila mestum afköstum í fyrirtæki eða ákveðnum geira (KPI - key performance indicators). Við hjálpum þér að greina þá þætti og hvernig best er að stilla greiningarreiking til að fá þessar upplýsingar.

Notkun gesta mæld

Til þess að skilja hvernig gestir nota vefsíðuna þína er hægt að innleiða atburðarakningu (e. event tracking) en hún gefur nýjar upplýsingar um notendur.

Google Tag Manager

Við setjum upp Google Tag Manager þannig að þú getir síðan bætt inn þeim merkjum/töggum (e. tags) sem þú vilt án þess að þurfa á hjálp forritara að halda. Með Google Tag Manager getum við fylgst með öllu sem á sér stað á síðunni og kortlagt umfangsmikið ferðalag gesta.

Persónuvernd

Við tryggjum að notkun Google Analytics sé í samræmi við reglur um persónuvernd. Við aðstoðum þig við að uppfæra persónuverndarstefnuna þína og uppsetningu vafrakökuborða (e. cookie banner).

Reporting

Vefgreining hjá 1xINTERNET felur einnig í sér flutning lykiltalna í notendavæna og gagnvirka skýrslu í þínu fyrirtækja útliti.